Dagur - Tíminn Akureyri - 11.02.1997, Side 2

Dagur - Tíminn Akureyri - 11.02.1997, Side 2
14 - Þriðjudagur 11. febrúar 1997 |Dagur-®mttmt HERAÐSFRETTABLOÐIN Ríkisstjórnarfundi aflýst vegna afmælis Alla ríka Hraðfrystihús Eskifjarðar hélt forstjóra sínum, Aðal- steini Jónssyni, einhverju þó veglegustu afmælisveislu sem sögur fara af hér um slóðir, síðastliðið fimmtudags- kvöld. Starfsfólk Hraðfrystihússins fjölmennti í Valhöll og að auki fjöldi vina afmælisbarnsins, víða að af landinu. Viðvaningum var ekki treyst fyrir tónlistarflutningnum heldur fenginn þaulvanur maður, Geirmundur Valtýs- son ósamt sinni rómuðu hljómsveit til að leika fyrir dansi fram eftir nóttu. Ýmislegt fleira var til skemmtunar m.a. söngur Jóhanns Mós Jóhannssonar. Það mó með sanni segja að ekkert hafi verið sparað til að gera stundina ógleymanlega. Veitingar voru ómæld- ar og loðnuskipin biðu þögul við bryggju meðan aðrir voru að leita. Samt eru Eskfirðingar þekktir fyrir flest annað en að lóta aðra finna fyrir sig loðnuna. Áhafn- irnar voru í afmæli, kannski afmæli aldarinnar ó Eski- firði. Austurland var ó staðnum og smellti af nokkrum myndum. Myndir: SÞ Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði skemmtilegar sögur af samskiptum hans og Alla í gegn um tíðina. Sú nýjasta var á þá leið að ráðherra leist þunglega á að komast í veisluna á fimmtudaginn vegno ríkisstjórnarfundar á föstu- dagsmorguninn. Hann óskaði eftir því að fundinum yrði frestað um eina klukkustund en engin leið var að verða við því. Þegar Halldór var svo inntur eftir því hvers vegna honum hentaði ekki fundartíminn sagðist hann vera að fara í af- mælisveislu til Alla ríka. Var þá fundinum aflýst tafarlaust. Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri í Neskaupstað og stjórnarmaður í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf. Stjórnaði veislunni. Hulda Rósmundsdóttir, sem lengi hefur starfað hjá Hraðfrystihúsinu, ávarpaði afmælisbarnið fyrir hönd starfsfólksins. Þá afhenti hún Aðalsteini málverk eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval ekki eina Kjarvalsmálverkið sem hf. gaf honum annað. að gjöf frá starfsfólkinu. Þetta var þó Alli fékk þvi Hraðfrystihús Eskifjarðar BæjaFins besta íþróttamaóur Hverageróis Hlín Guðnadóttir, 11 ára fimleikastúlka var kjörir íþróttamaður Hveragerðis fyrii árið 1996 á aðalfundi íþrótta- félagsins Hamars á sunnu- daginn. Sérstakar viðurkenn- ingar voru veittar afreksfólki í einstökum deildum. Á fundin- um urðu formannaskipti stjórn Hamars, Ingibjörg Guðjónsdóttir, sem hefur verið formaður síðustu tvö ár lét af störfum en Þorvaldur Snorra son tók við formennskunni. Á meðfylgjandi mynd, sei Bjöm Pálsson tók, er Hlín mei fangið fullt af blómvöndum o; verðlaunagripum, sem hún hlaut í kjörinu á sunnudaginn. KURL Þjóðtrúin á rík ítök f okkur íslendingum og oft erum við fljót að ákveða að eitt og annað sem hendir okkur í daglega líf- inu sé ættað frá öðrum heimi. Fyrir nokkrum árum var sú er þetta ritar úti á kvöldgöngu og var komin vel út fyrir bæjar- mörkin, þar sem götulýsingar gætti ekki. Dökkt var til jarðar að líta og dimmt úti þrátt fyrir stjörnubjartan himin. Þarna sem ég er ein á göngu með hugsunum ntínum verð ég þess skyndilega vör að eitthvað kem- ur á móti mér. Sé ég cins og móta fyrir Ijósklæddri veru hinum megin á veginum í myrkrinu, auk þess að ég heyri taktfast fótatak og más. Þegar veran kemur nær, sé ég ekki betur en að hún sé höfuð- laus og dettur helst í hug að þarna sé Sandvíkur-Glæsir sjálfur á ferðinni í nýjum bún- ingi, en hann var, sem kunnugt er, þekktur af því að ferðast um með höfuðið undir hendinni. Um leið og veran geystist fram hjá, lyfti hún hendi og heilsaði kumpánlega: Hello! í sömu andrá skinu við mér skjanna- hvítar tennur og hvítmataði í augu, einhvers staðar ofan herða. Þarna var sumsé á ferð- inni körfuboltaþjálfari og leik- maður Hattar, kolsvartur að lit. Svepparæki í deiglunni á ísafirði - Steinþór B. Kristjánsson á Flateyri er að skoða arðsemisútreikninga vegna væntanlegrar sveppa- ræktar í fyrrum loðdýrabúi á Kirkjubóli í Engidal I þessum húsum var tyrir nokkrum árum rokíð loSdýrabú. Þar er nú ýmlskonar stortsemi, eins og eðsetur Gámaþjónustu Vestfjarða, en fyrithugað er að setja upp svopparækt í miðhúsinu. Tveir af stjórnendum Samherja hf., á Akureyri, þcir Þorstcinn Mór Haldvinsson og Porsteinn Vilhelmsson, voru staddir á ísafirði í bvrjun síðuslu viku, en þá kom (iuðbjörg ÍS-46 með fullfermi til lands ur sinni fyrstu veiðiferð á árinu. Þeir nafnar héldu fund mcð áhöfn skipsins. þar sem gert var grein fyrir brevtingum sem hafa orðið á rckstri Guðbjargar og framtiðarhorfum á rekstri þess. Virtist almennrar ánægju gæta á mcðal áhafnar innar með breytingarnar. l.jósmyndari blaðsins náði mynd af þeim félögum i brú skipsins, rétt fyrir brottför á þriðjudag ásamt þremiir af eigendum Hrannar hf. Frá vinstri: Guðmundur Guðinundsson, Þorstcinn Már Baldvinsson. Guöbjartur Asgeirsson, scm verður áfram skipstjóri á Guðbjörgu, Ásgeir Guðbjartsson og Þorsteinn Vílhelmsson, sem um árabll var einn kunnasti aflaskipstjóri landsmanna og mikill samkeppnisaðili þeirra feðga Ásgeirs og Guðbjartar. Steinþór B. Kristjánsson á Flateyri gerði tilraunir með ræktun á því scm menn kalla konung sveppanna, Shiitake, í gámum á Flateyri fyrir tæp- um tveimur árum. Sveppir þessir eru bragðsterkari en þeir sveppir semjiú eru seldir í verslunum og þurrefnisinni- hald þeirra er um 10% meira en hvftu sveppanna sent flestir þekkja. Tilraunin á Fiateyri heppnaðist mjög vel og telur Steinþór sig vera búinn að ftnna leyndardóminn á bakvið slfka ræktun og er nú að huga að uppsetningu á aivöru framleiðslu í húsnæði að Kirkjubóli í Engidal við Skuluisijörð, en þar var áður loðdýrarækt. f samtali við biaðið sagði Steinþór að nú væri unnið að því að gera arðsemisútreikn- inga. Sagði hann að ef allt gengi upp í þessum útreikn- íngum og farið yrði af stað, þá ætti að vera hægt að heija starfsemi eftir þrjá til fjóra mánuði. Húsið sem hér um ræðir er eitt af þrem húsum sem áður hýstu loðdýrabú, cn tilheyrir nú hlutafélagí sem er f eigu Ágústar og Flosa ehf. og Gámaþjónustu Vestfjarða ehf. á ísafirði. Leggja verður í töluverðan kostnað við lag- færingar á húsnæðínu áður en sveppaframleiðsla getur haftst þar, en húsið er sem stendur óeinangrað stálgrindarhús. Þá vonast Steinþór til að hægt verði að nýta hitaorku frá sorpbrcnnslunni Funa til að kynda upp húsið. Steinþór sagði að sveppir væri sú grænmetistegund sem erfiðast væri að rækta við til- búin skilyrði. Hann sagðist þó hafa náð góðutn árangri í þeim ræktunartilraunum sem gerðar voru á Flateyri. Fram- leiðslan þaðan þótli mjög góð og voru viðtökur góðar við framieiðslunni, sér í lagi hjá fólki sem tínt hefur sveppi út í náttúrunni. Þá segir Sleinþór að mikið hafi verið skrifað af lærðum greinum um Shiitake sveppinn og gagnsemi hans. Þegar fólk neyti hans sé það í raun að fá miklu meira en stoðefni í matargerð, því hann þyki mjög heilsusamlegur fyrir starfsemi líkamans, svo sem fyrir blóðrása- og ónæmis- kerfið. - HK. Ólyginn sagði... ...að Bolvíkingar megi svo sannarlega herða sig f brennivíns- og bjórdrykk- ju á næstunni. f þessu tólf hundruð manna plássi verður innan tíðar settur upp þriðji barinn. Fyrircru barir í V fkinni (fyrrverandi Finnabæ) og f Vfkurbæ. Þessa dagana er svo verið að smíða nýjan bar sem væntanlega verður settur upphjáJóni Bakanogættu Bolvíkingar þá að vera þokkalega settir þegar þá langar á pöbbarölt.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.