Dagur - Tíminn Akureyri - 11.02.1997, Side 10

Dagur - Tíminn Akureyri - 11.02.1997, Side 10
22 - Þriðjudagur 11. febrúar 1997 Jlagur-'ðltmmn RADDIR FOLKSINS Heimllisfangið er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58,602 Akureyri Myndlistarskólinn í Reykjavík Helgi Jónsson skrifar Myndlistarskólinn í Reykjavík er að verða fimmtíu ára. Allan þann tíma hefur skólinn haldið uppi fræðslu um myndhst fyrir fólk á öllum aldri, barnadeildir að deginum og námskeið fyrir eldri nemendur á kvöldin. Nú eru að berast þær fréttir að skólinn muni þurfa að rýma það húsnæði sem hann hefur verið í um fimmtán ára skeið. Enda þótt fréttinni fylgi vilyrði um að borgaryfirvöld muni að- stoða skólann við að komast í annað húsnæði, þá er vægast sagt þungt hljóð í nemendum. Upphaf skólans var nám- skeið í árslok 1947 fyrir félaga í Felagi íslenskra frístundamál- ara, en aðsókn var miklu meiri en búist hafði verið við, svo tek- ið var á leigu stærra húsnæði og formlega stofnaður, Mynd- listarskóli F.Í.F., sem síðar var gerður að sjáfseignarstofnun og nafninu breytt í það sem nú er. Skólinn hefir síðustu fimm- tán árin verið til húsa á efstu hæð Tryggvagötu 15 og að hluta á fimmtu hæðinni síðustu ár. Þetta er að mörgu leyti góð- ur staður, með fögru útsýni yfir Sundin og til fjalla. Nemendur eru ánægðir og mikill áhugi ríkjandi. Þó þakið læki stund- um, ég man eftir að átján balar væru settir undir lekana, létu menn það ekki á sig fá. Húsið var ekki í mikilli notk- un eftir að Innflutningsdeild S.Í.S. hætti. Þar voru aðallega geymslur fyrir eitt og annað. Síðan keypti Borgin bygginguna og ráðgerði að gera það að bílageymsluhúsi. Hætt var við það og Landsbókasafnið geymdi þar bækur á meðan verið var að flytja í Þjóðarbókhlöðuna. A þessum árum var farið að endurnýja húsið, bæði utan og Besta afmælisgjöf til skólans væri trygging fyrir var- anlegu húsnæði. innan. Olli sú vinna að sjálf- sögðu ýmiss konar truflun og óþægindum, sem tekið var með þolinmæði enda batnaði aðstað- an á ýmsan hátt, við fengum lyftu sem var laus við alla stríðni, þak var endurnýjað og rafmagni komið í viðunandi horf. En, svo fréttum við núna að við fáum ekki að njóta lag- færinganna sem yfir okkur hafa gengið, með tilheyrandi ryki og hávaða. Og þá verður ýmsum þungt í skapi. En þó okkur finnist nú margt skrítið í aðgerðum ráða- manna, þegar um listir og svo- leiðis óarðbæra hluti er að ræða, þá megum við ekki líta á þetta sem afmælisgjöf til skól- ans. Það væri bölsýni. Skólann vantar hentugt húsnæði þar sem hann getur verið í friði. Mér hefur dottið í hug að eftir hálfrar aldar menningarstarf, þá hljóti hann að eiga mjög marga velunnara, sem gætu með virkum stuðningi haft frumkvæði að því að skólinn eignaðist varanlegan samastað. Ég er ekki í vafa mn að borgar- yfirvöld myndu taka fullan þátt í slíku átaki. Besta afmælisgjöf til skólans væri trygging fyrir varanlegu húsnæði. „Rollur“ Dags-Tímans - Nei, takk Aforsíðu Dags-Tímans sl. fimmtudag er grein frá skyggnum „rollum" Andr- ésar á Kvíabekk. Það gegnir furðu að blaðið skuli ekki vanda betur til texta en raun ber vitni þar sem orðið „rolla“ er jafnan notað í niðrandi merkingu samkvæmt orðabók Menningarsjóðs. Nokkuð hefur borið á því í fjöl- miðlum að orð eins og belja, bykkja og skjáta séu notuð um bú- fénað. „Rollumyndir" voru á sín- um tfma í Víkurblaðinu á Húsavík og orð eins og „rollukjöt“ prýddi síður Dags. Eftirminnilegt er við- tal fréttamanns Svæðisútvarpsins við bónda nokkurn í Fljótum þeg- ar hann taiaði alltaf um „skjátur", en bóndinn um kindur. Svona mætti lengi telja. í umræddri frásögn af „skyggn- um rollum" notar Andrés Kristins- son á Kvíabekk orðið kindur en fréttamaður virðist fara frjálslega með texta og notar orð eins og „afurðarollur" sem er nýtt orð í mínum eyrum. Það er krafa lesenda að texti sé vandaður og málfar gott. Ég hafna „rollu- og skjátutali" og vonast til að úr rætist. Atli Vigfússon. Lesandi hringdi W að Húlfið eða kasSam?lLS'f“skaltas^lum I 11111 helgína. ' hefðl allt veriö lokað af fólki á opnar. Apótekið var að * 6 dyrnar væru tlma °g Þá gátu menn komL°f 1 etahverJ'a tvo urnar í hólfið en það var allt oJ °g S6tt skyrsl- Kristján vill benri« m f Í og sumt-“ hefðl nú mátt vera opta um6Íf f01 á að hurðhl Þurfi ekki að fá frí í Vinrm ti ,eIgina svo menn skýrslurnar. U tl] hess að fara með ^ JWjemheMÚð & & & Listadeild Ríkissjónvarpsins er sennilega öll í fríi þessa dagana ef marka má viðbrögð hennar vegna 200 ára afmælis eins mesta tónskálds sögunnar, Franz Schuberts. í kvölddagskrá á af- mælisdaginn mátti sjá dagskrárliði eins og „Saltfiskur með sultu“ sem smakkast hræðilega og „Norrænt“ sem er afleiðing norræna sam- starfsruglsins. Vaknið!! Trygginga- og íjárfestingaféliig auglýsa grimmt bílalán á „ótrúlega" hagstæðum kjörum, rétt eins og það séu engar afborganir af lánunum. Þú sest bara upp í límosínuna, og frúin brosir breitt. Staðreyndin er hins vegar sú að af 500 þúsund króna láni eru greiddar 100 þúsund í kostnað og vexti. Nýjasti vinkillinn í gjaldþrotum heimilanna, og var þó af nógu að taka. Er ríkisvaldið andsnúið jafnræði í atvinnulífinu? er heiti á viðskiptaþingi Verslunarráðs. Ein- kennilegt að engin skuli hafa áttað sig á því fyrr og þurfa til þess heilt þing. Grín á netinu Undirritaður rak augun í efn- isflokk á Internetinu á dögun- um, þar sem gert er grín að trúarbrögðum. Sumir eru harla ósmekklegir en aðrir ættu að sleppa í gegnum sið- ferðisnálarauga landsmanna. Sú er að minnsta kosti mín trú og ef það reynist rangt, verð ég bara að taka afleið- ingum þess. Eigum við ekki að semja um símatíma milli kl. 13 og 13.30 í dag fyrir þá sem fá áfall. En laggó með það: Þrjár röksemdir fyrir því að Jesús var íri: 1) Hann kvæntist aldrei 2) Honum hólst aldrei á vinnu 3) Síðasta ósk hans var að fá drykk Þrjár röksemdir fyrir því að Jesús var frá Puerto Rico 1) Hann hét Jesús að fornafni 2) Hann átti í sífelldum úti- stöðum við lögin 3) Mamma hans vissi ekki hver pabbi hans var. Þrjár röksemdir fyrir því að Jesús var ítali 1) Ilann talaði með höndun- um 2) Hann drakk alltaf vín með mat 3) Hann starfaði í byggingar- iðnaðinum Þrjár röksemdir fyrir því að Jesús var blökkumaður 1) Hann kallaði alla bræður 2) Hann átti engan fastan samastað 3) Enginn vildi ráða hann í vinnu Þrjár röksemdir fyrir því að Jesús var frá KaUforníu 1) Hann fór aldrei í klippingu 2) Hann gekk um berfættur 3) Hann innleiddi ný trúar- brögð Og að lokum, þrjár rök- semdir fyrir því að Jesús var íslendingur 1) Hann fæddist í smáþorpi en fluttist í borgina 2) Allir félagar hans tengdust fiskveiðum 3) Hann var ýmist með dökkt eða ljóst hár (ef marka má málverk) Til vamar Reykvíkingum Undirritaður á nú lögheimili á Akureyri en bjó fyrrum í Reykja- vík. Hann getur ekki annað en tekið upp hanskann fyrir Reyk- víkinga sem verða tíðum fyrir óréttlátri gagnrýni þegar samgöngukerfið lamast vegna snjóalaga. Heyra má tíðum að þeir kunni lítið að keyra í snjó og þeir fáu sem það kunni, komist ekki leiðar sinnar vegna skuss- anna á sumardekkjunum. Þótt lögboðið sé að aka á snjódekkj- um hluta ársins, þá líða vetur þar sem engin þörf er á þeim. Ég get t.d. upplýst að veturinn 1995- 1996 ók ég um á sumardckkjum í borginni og missti aldrei úr akst- ursdag vegna aðstæðna. Og því- líkur peningur sem sparast í við- haldi gatna! í öðru lagi er eðlilegt að öku- menn í Reykjavík séu ekki með sömu reynslu í snjóakstri og t.d. Akureyringar. Það snjóar einfald- lega ekki nema örfáa daga í Reykjavík í meðalári. Og það er e.t.v. helsti kostur þess að búa þar! Umsjón: Bjöm Þorláksson.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.