Dagur - Tíminn Akureyri - 11.02.1997, Síða 4

Dagur - Tíminn Akureyri - 11.02.1997, Síða 4
16 - Þriðjudagur 11. febrúar 1997 Pigur-®mmm UMBÚÐALAUST Týndur Finnur Erlingsson að er velþekkt staðreynd að þráhyggja og afneitun haldast iðulega í hendur og gera það að verkum að manneskja sem haldin er hvorutveggja nógu lengi tapar áttum. Nú á Finnur Ingólfsson iðnarráðherra íslands við þetta að glúna. Þráhyggja hans er sú að ætla að reisa sjálfum sér minnisvarða í Hvalfirði og neita algjörlega að viðurkenna að þjóðin er alfar- ið á móti hon- um. En þetta er kannski ekkert nýtt í íslenskri pólitík. Hið nýja er ef til vill að Finnur og félagar hans í þráhyggjunni (sem greinilega er jafnsterkur kjarni Fram- sóknarflokksins og frjálshyggj- an er í Sjálf- stæðisflokkn- um) ætla að sussa á þjóðina með því að segja að mótmæli gegn stóriðju hafi ávallt verið byggð á barnalegri tilfinninga- semi, æsifréttamennsku og al- mennri hysteríu. Nú vill svo til að hugtakið ættjarðarást er ekki oft í umræðu á íslandi. Ef til vill vegna þess að við höfum ekki svo oft þurft að verja land okkar fyrir innrásarher. En síð- ustu vikur og mánuði hefur þessi sammannlega tilfínning farið að gera vart við sig í brjóstum almennings á íslandi, og ekki síst íbúum Hvalfjarðar, enda er sá eldurinn heitastur sem á sjálfum brennur. Ættjarð- arást er göfug tilflnning og að- dáun og virðing fyrir náttúr- unni sömuleiðis. Að upplifa náttúruna er fyrst og fremst til- finningaleg upplifun. Það er því nákvæmlega ekkert óeðlilegt við það, Finnur og félagar, þó mótmæli fólks séu byggð á til- finningalegum rökum fyrst og fremst, sérstaklega mótmæli fólks hvers heimahérað, með öllu því sem þar er, er í útrým- ingarhættu. En nú vill svo skemmtilega til að það fyrir- finnast peningaleg rök fyrir því að álver í Hvalfirði, stærra járnblendi, magnesíumverk- smiðja og hvað þetta nú allt heitir, skiptir okkur ekki máli efnahagslega frekar en kríu- skítur á steini. 16.151 milljóna króna tekjur á ári af áli og kísil eru aurar sem sitja hreint ekki eftir í landinu og skapa sáralitla velferð, engin ný atvinnutæki- færi og ekki neitt sem á er byggjandi. Hinsvegar höf- um við tölur uppá 18.685 milljónir sem ferðamanna- iðnaðurinn skilar í þjóðar- búið. Það eru alvöru pening- ar sem renna beint úr vasa hins erlenda ferðamanns í peningakassa íslensks ferðaþjónustuaðila; peningar sem vinna gagn á stundinni, dreifast hratt um byggðir landsins og skila hagn- aði mn leið. Álkrónan, sem kannski einhverjir muna eftir, er í rauninni afar táknrænn hlutur fyrir þær tekjur sem stóriðja skilar landinu í raun; þær eru litlar og léttvægar. Það eru engin rök að segja að allt umstangið „í kringum byggingu álvers" sé eitthvað sem ráði úrslitum. Það er einsog hvert annað bull og einkennandi af vörum skammsýns stjórnmála- manns sem haldinn er minnis- merkjaþráhyggjunni einsog for- veri hans Jón Sigurðsson fyrr- verandi iðnaðarráðherra sem þurfti að flýja land eftir að minnismerkið molnaði í hönd- um hans. Stóriðja er ekki efna- hagslegt úrræði þeirra tíma sem við lifum nú á. Stóriðja er lausn fortíðarinnar. Núið og framtíðin krefjast annarra leiða. Álver í Hvalfirði er í besta falli lausn á minnismerkjaár- áttu Finns Ingólfssonar. Það er líka hrein og klár heimska, og gott betur en það; það er móðgun við þjóð sem er bæði læs og skrifandi, Finnur, að segja að álverið borgi 40% hærri laun en aðrir í þessu landi og því sé allt til þess vinn- andi að fá annað álver svo ennþá fleiri menn og konur geti verið á þrískiptum vöktum all- an sólarhringinn í drullu og skít og fengið 40% hærri laun en aðrir. Ég unrú starfsmönn- um álversins þess af heilum hug að hafa 40% hærri laun en við hin sem þurfum ekki að vera í bláum samfestingum alla daga, í vinnuumhverfi sem gæti verið byggt á lýsingum Dantes, með eyrnahlífar og augnhlífar og drullug uppfyrir haus og lungun hrímuð af óskráðum eit- urefnum. Þeir mættu hafa 60% hærri laun en aðrir í þessu landi bara í verðlaun fyrir að halda heilsu við þessar aðstæð- ur. En á meðan Finnur er týnd- ur í minnismerkjaþráhyggjunni þá eru rök ráðherra iðnaðar- mála á Islandi í dag síst gæfu- legri en þau rök sem hann og stuðningsmenn hans eru að út- hrópa sem tilfinningasemi. Þeg- ar upp er staðið þá eru tilfinn- ingar einsog virðing, aðdáun og lotning fyrir náttúrunni það sem við teljum einn sterkasta þráðinn í okkar þjóðarsál. En svo eru þeir til á meðal okkar sem telja að okkur sé betur borgið með því að hætta slíkri móðursýki, krjúpa frekar í duft- ið og kyssa tærnar á álgreifum heimsins sem munu færa okkur efnhagslega velsæld í kerjavís ef við aðeins kremjum þetta ei- lífðar smáblóm sem okkur hef- ur verið treyst fyrir og föllum fram og tilbiðjum þá í staðinn. Álkrónan, sem kannski einhverjir muna eftir, er í rauninni afar táknrænn hlutur fyrir þær tekjur sem stóriðja skilar landinu í raun, þær eru litlar og léttvægar. BOGG! TÖKST/bU B#JÓST/9S*V£>OA/ „Ég unni starfsmönnum álversins þess af heilum hug að hafa 40% hærri laun en við hin sem þurfum ekki að vera í bláum samfestingum alla daga, í vinnuumhverfi sem gæti verið byggt á lýsingum Dantes, með eyrnahlífar og augnhlífar og drullug uppfyrir haus og lungun hrímuð af óskráðum eit- urefnum," segir m.a. í grein Friðriks Erlingssonar. GARRI Tillaga Björns Aheimasíðu sinni upplýsir mennta- málaráðherra net- tengda landsmenn um auð- veldustu leiðirnar í samein- ingu vinstri manna. Þessar merku tillögur mennta- málaráðherra koma í fram- hjáhlaupi með hugleiðing- um hans um fjölmiðlun í landinu. Björn leggur til að þeim feðgum í Frjálsri fjölmiöl- un, Sveini R. Eyj- ólfssyni og Eyj- ólfi Sveinssyni, verði falið að ganga frá þess- ari sameiningu í ljósi þes að þeir hafi manna mesta reynslu í að púsla saman hinum ýmsu vinstri- og miðjubrot- um á sviði blaðaútgáfu. Orðrétt skrifar Björn á Internetinu: „Ef til vill ættu vinstri menn eða jafnaðar- menn að fela þeim feðgum í Frjálsri fjölmiölun að taka að sér að sameina flokkana, þeir hafa orðið mikla reynslu af því að fella vinstri brotin saman í við- leitni til að tryggja þeim framhaldslíf." Blöð og pólitík Garri efast ekki xun að ef feðgarnir fengju pólitískt umboð til þess að sameina jafnaðarmenn myndi skrið- ur komast á málið, en því miður er óvíst hvort jafnað- armönnum stendur slíkt til boða auk þess sem þeir telji sig sjálfsagt einfæra um að landa þessu máli sjálfir. Þeir feðgar hafa enn ekki gefið sig út fyrir að vera sérfræð- ingar í vinstri pólitík þó þeir kunni margt fyrir sér í blaðaútgáfu og taki á þeim forsendum llokksblöðin í fóstur og umbreyti þeim í lífvænlegri fyrirbæri. Engu að síður er ljóst að hvað úr hverju fer að safn- ast upp heilmikil þekking á hugsunarhætti og sálarlífi félagshyggjumanna hjá Frjálsri fjölmiðlun eftir að hafa fyrst tekið Tímann og síðan Alþýðublaðið í fóstur og gefið þau út á þeirra eig- in pólitísku forsendum. Og svo virðist sem félags- hyggjumenn treysti eigendum Frjálsrar fjöl- miðlunar vel fyr- ir útgáfukompl- exum sínum, - miklu betur en þeir treysta hver öðrum - enda myndu menn annars varla sækja svona í að komast undir þeirra verndarvæng. Meira að segja Friðrik Þór á Viku- blaðinu virtist í viðtali í morgunútvarpinu í gær vel geta séð fyrir sér að Alþýðu- bandalagið færi þessa sömu leið og Tíminn og Alþýðu- blaðið. Allar forsendur Það er því greinilegt að hjá Frjálsri fjölmiölun eru að skapast ýmsar þær grund- vallar forsendur, t.d. nauð- synlegt sérþekking og trún- aðartraust til að taka að sér verkeni af því tagi sem Björn Bjarnason er að leggja til að Frjáls fjölmiöl- un verði fengin til að vinna. Hinu er þó ekki að neita að það er heldur snautleg nið- urstaða fyrir félagshyggju- öflin þegar menn eru farnir að ræða um það í gamni og alvöru hvort framgangur sameiningar jafnaðar- manna sé kannski þegar allt kemur til alls undir því kominn að landskunnir sjálfsæðismenn miðli mál- um og leiði sameiningar- starfið. Garri.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.