Dagur - Tíminn Akureyri - 18.02.1997, Qupperneq 1
LÍFIÐ í LANDINU
Þríðjudagur 18. febrúar 1997 - 80. og 81. árgangur - 33. tölublað
KA liðið mátti hvíla sig
í gær en síðan tekur
við undirbúningur fyrir
bikarleikinn við
Haukana sem er á
laugardaginn. Það er
Inga Ragnarsdóttir,
nuddari í KA heimilinu
sem hér vinnur á
aumum vöðvum
Guðmundar Arnars
Jónssonar. Mynd: GS
MAÐUR VAR ÓVENJU LÍTILL
Ungverska liðið Fotex Veszprém malaði handknattleiks-
lið KA á laugardaginn og er mál manna að þar hafi lé-
leg mar/cvarsla haft sitt að segja. Hvað klikkaði eigin-
lega hjá Guðmundi Arnari Jónssyni markverði?
„Maður verður auðvitað að
taka á sig einhverja sök. Ég
fann mig alls ekki í fyrri hálf-
leik. - En hvað það nákvæmlega
var sem klikkaði veit ég ekki. í
stöðunni 7:7 gerðust afdrifarík
mistök í sóknarleiknum og við
misstum boltann og fengum á
okkur tvö til þrjú hraðaupp-
hlaup. Markvarslan var síðan
mjög léleg.“
Hverju viltu kenna um?
„Ungverjarnir voru að skjóta
á allt aðra staði en í fyrri leikn-
um, maður reynir alltaf að
punkta niður hjá sér hvar menn
hafa verið að skjóta en þeir
voru allt öðruvísi úti en hérna
heima.“
Hvernig upplifðirðu leikinn?
„Það er náttúrulega aldrei
gaman að tapa svona stórt, við
erum með betra lið en þessi
leikur sýndi en þeir eru líka
mjög góðir enda erum við að
tala um menn sem æfa tólf
sinnum í viku. Maður hefði auð-
vitað viljað hafa úrslitin hag-
stæðari en þrátt fyrir tapið var
gaman að taka þátt í þessu og
stemmningin í húsinu var ólýs-
anleg, áhorfendurnir voru alveg
frábærir fyrir Ungverjana.
Viss taugaveiklun
Skotnýting Ungverjanna var
lyginni líkust í fyrri hálfleik eða
18 mörk úr 21 skoti. En hvað
finnst Guðmundi, hefði ekki átt
að skipta honum meira út, úr
því gekk svona illa?
„Eftir þrettán mínútur af
fyrri hálfleik fór ég út af enda
ljóst að ég fann mig ekki í leikn-
um, Hermann kom inn á og
fékk strax mikið af hraðaupp-
hlaupum og erfiðum skotum á
sig og þá var ákveðið að setja
mig inn á aftur. - Því miður
bætti það ekki neitt. Ég náði
aldrei takti í fyrri hálfleik en
síðan gekk þetta nú aðeins bet-
ur eftir leikhlé. Allir menn geta
átt sína döpru daga en maður
vonar alltaf að það gerist ekki í
svona leikjum."
Var undirbúningurinn sá
rétti?
„Það er ekkert hægt að setja
út á undirbúninginn, menn
voru vel stemmdir eins og sýndi
sig fyrsta korterið en það er
alltaf erfitt að fá á sig tvö til
„Auðvitað er það dauða-
dómur þegar svona gerist
en maður getur lítið sagt.
Það bara lak allt í gegn. “
þrjú hraðaupphlaup þegar það
er svona mikil stemmning í
húsinu. Þeir komust þremur
mörkum yfir og þá kom, eins og
alltaf, bakslag. Við vorum
þarna með þrjú þúsund manns
á móti okkur og menn verða
taugaveiklaðir. Ég fann fyrir
þessu en er í því sambandi líka
að tala um sóknarleikinn sem
varð óöruggur, við fórum að
missa boltann fyrir klaufa-
skap.“
Dauðadómur
Guðmundur Arnar náði sér að-
eins á strik í seinni hálfleik og
varði þá sjö af þeim átta skot-
um sem hann varði í leiknum
öllum. Ummæli þjálfarans, Al-
freðs Gíslasonar, eftir leikinn
voru á þá lund að þegar mark-
verðirnir verðu eitt skot í einum
hálfleik væri verið að kalla yfir
sig hreinan dauðadóm.
„Alfreð messaði auðvitað yfir
mönnum í hálfleik en síðan
varð maður bara að taka sig á
og breyta þessu vitandi að mað-
ur gat miklu meira. Það var ör-
lítil uppreisn æru að verja
meira í seinni hálfleik. - En það
er rosalega erfitt að lýsa því
hvað klikkar, stundum finnur
maður sig og stundum ekki.
Það er lítið uppörvandi þegar
skorað er næstum úr hverju
skoti.“
Hvað finnst þér um ummœli
Alfreðs?
„Auðvitað er það dauðadóm-
ur þegar svona gerist en maður
getur lítið sagt. Það bara lak
allt í gegn. Maður var óvenju
lítíll í þessum leik.
Voru hinir í liðinu ekkert
svekktir út í þig?
„Nei, nei, alla vega vil ég
ekki halda það og þeir komu
ekki fram við mann þaniúg. Það
er ekkert svoleiðis, maður hef-
ur átt dapra daga áður og þá er
manni frekar klappað á bakið.
Það er stutt vel við mann og
það eru aldrei nein leiðindi."
Stórleikur framundan
Bikarúrslitaleikurinn við Hauk-
ana er næst á dagskrá KA-liðs-
ins og Guðmundur Arnar ætlar
að standa sig betur þá?
„Já, ég vona að maður verði
ekki rekinn. Við skulum vona
að þetta sé einstakt fyrirbæri
þetta með að verja ekki nema
eitt skot í fyrri hálfleik, það er
mjög lélegt en maður verður að
horfa fram á við.“ -mar