Dagur - Tíminn Akureyri - 21.02.1997, Blaðsíða 15

Dagur - Tíminn Akureyri - 21.02.1997, Blaðsíða 15
J[kgur-'3Ktnmn Föstudagur 21. febrúar 1997 - 27 ^lLppáhjaídó iítua>tf>ó- aa öjénacvtpóepti Forðast endurtekningu Árni Sigfússon, jramkvœmdastjóri Stjórn- unarfélagsins og borgar- fulltrúi íReykjavík Það er mjög handahófs- kennt hvernig ég hlusta á útvarp og horfi á sjón- varp. Ég hlusta og horfi á fréttir og fylgist með inngang- inum á Stöð 2 og Ríkissjón- varpinu til að forðast endur- tekningu því að þær eru mjög oft með sömu fréttir. Ég horfi á CNN og Sky en það. er þó mjög handahófskennt og fer eftir því hvenær ég hef að- stöðu til að horfa á sjónvarp," segir Árni Sigfússon, fram- kvæmdastjóri Stjórnunarfé- lags íslands og borgarfulltrúi í Reykjavík. „Það er enginn sjónvarps- þáttur, sem ég staldra við. Mér finnst þáttaraðir ómögu- legar og mæli ekki með þeim. Ég veit ekki hverjir hafa tök á að fylgjast svo vel með sjón- varpinu. Ef við viljum gera okkur dagamun þá fáum við okkur vídeóspólu og áður en það er gert er metið hvort það sé eitthvað áhugavert efni í sjónvarpinu," segir hann. Árni er talsvert upptekinn maður og segist hann því lítið hlusta á útvarp, einna helst geri hann það þegar hann er á ferð í bílnum. Pá skipti hann ört á milli rása og finn- ist þægilegra að hafa tónlist heldur en talað mál og hlusti meira á Bylgjuna en aðrar út- varpsstöðvar. Heimili Árna er barnmargt og hlusta börnin gjarnan á út- varpsstöðina FM og hljómar tónhstin um heimilið. Árni segist ekki gera neinar at- hugasemdir við það. ÁHUGAVERT f F J Ö T, M I Ð "L XJ N U M Stöð 2 kl. 20.55 Sjónvarpið kl 23.05 Baráttan við bófana Sólskinsdrengirnir Gamanmyndin Dusilmenni, eða Blankman, er á dagskrá Stöðvar 2. Hér segir frá hugrökkum náunga sem hefur sagt glæpamönnum stríð á hendur. Hann býr í borg þar sem ríkir ófremdarástand. Glæpatíðni hefur aukist og til að gera ástandið enn verra er lögreglan í verkfaUi. Og nú hafa bófarnir tekið borgarstjórann í gíslingu og þá er fátt til ráða. En mitt í ringul- reiðinni stígur fyrrnefndur náungi fram á sjónarsviðið og ákveður að taka til sinna ráða. í fyrstu virðist hann ekki hafa margt tU brunns að bera. Hann á sér ekki einu sinni nafn. í helstu hlutverkum eru Damon Wayans og hin fagra Robin Givens. Myndin er frá árinu 1994. Það eru þeir Woody AUen og Peter Falk sem leika aðalhlut- verkin í bandarísku gamanmyndinni Sólskinsdrengjunum sem er frá árinu 1995. Myndin er gerð eftir samnefndu leikriti NeUs Simons. Þar segir frá tveimur gamanleikurum sem komn- ir eru af léttasta skeiði. Þeir höfðu mikið unnið saman áður fyrr á árunum en sinnaðist iUa og hafa ekki talast við í átta ár. Nú er svo komið að kvikmyndafyrirtæki nokkurt vUl fá þá til að leika saman í jólamynd og eftir talsvert þref láta þeir tU leiðast en það gengur á ýmsu hjá gamlingjunum. Leikstjóri þessarar myndar er John Erman og en auk Falks og AUens leika aðal- hlutverk þær Sarah Jessica Parker og Whoopi Goldberg. 3-jöbrrúdtcmýni Mannlíf Hrafns Fyrsta eintak Mannlífs á þessu ári er komið út. Eintakið er jafhframt það fyrsta sem út kemur undir stjórn hins nýja ritstjóra, Hrafns Jökulssonar. Ekki er hægt að kvarta yf- ir að blaðið sé ekki breytt. Nýtt útUt, nýir pennar og ný efuistök. Sumt var gott og annað ekki, eins og gengur, en sú tilfinning sem eftir sat þegar flett hafði verið í gegn um blaðið var skortur á heildaryfirbragði. Forljót for- síða skemmir líka fyrir. Ást- fangnasta par landsins lítur út eins og nýkomið af jarðar- för og tilvitnunum er dritað á víð og dreif eins og einhver hafi misst þær og látið þær standa þar sem þær lentu. Ætli stærsti gaUi blaðsins séu samt ekki óspennandi mynd- ir. Helsta forskot tímarita fram yfir dagblöð er glans- pappírinn sem gefur mögu- leika á fallegum skýrum myndum. Þessi möguleiki er ekki nýttur. Sumar greinarn- ar eru jafhvel alveg svartar, eins og annars ágæt grein um fóstureyðingar, og aðrar skreyttar myndum sem bera með sér að hafa verið grafn- ar upp úr myndasafni. Grein Þórhalls Eyþórssonar um bækur er dæmi um hið síðar- nefnda. Dæmigerð „redding" á dagblaði en varla afsakan- legt á tímariti sem kemur út einu sinni í mánuði. í stuttu máli: Margar ágætis greinar og viðtöl, enda vanir pennar á ferð. En mikið skortir á að efnið sé matreitt á aðlaðandi hátt og að möguleikar tímaritisins sem miðils séu nýttir til fuUn- ustu. SJÓNVARP - TJTVARP SJONVARPID 16.20 Þingsjá. 16.45 Leiöarljós 17.30 Fréttir. 17.35 Sjónvarpskringlan 17.50 Táknmáisfréttlr. 18.00 Höfri og vlnlr hans 18.25 Ungur uppfinningamaöur (4:13) (Dexter's Laboratory). Banda- rískur teiknimyndaflokkur um ungan vísindamann sem töfrar fram tímavél- ar, vélmenni og furöuverur eins og ekkert væri einfaldara. 18.50 FJör á fjölbraut 19.50 Veður. 20.00 Fréttir. 20.35 Happ í hendi. 20.40 Dagsljós. 21.15 Gettu betur (2:7) Spurninga- keppni framhaldsskólanna. Aö þessu sinni eigast við Menntaskólinn á Akur- eyri og Menntaskólinn á Egilsstööum. Spyrjandi er Davíö Þór Jónsson, dóm- ari Ragnheiöur Erla Bjarnadóttir og dagskrárgerð er í höndum Andrésar Indriðasonar. 22.20 Hjónaleysin (7:9) (Mr and Mrs Smith). 23.05 Sólskinsdrengirnlr (The Sunshine Boys). 00.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. (f 0 ST0Ð2 09.00 Línurnar í lag. 09.15 SJónvarpsmarkaðurinn. 13.00 Stjarna er fædd (A Star Is Born) Frægur rokksöngvari sem á við áfengisvandamál að stríða hlustar á Esther Hoffman syngja S litlum nætur- klúbbi og þau verða strax ástfangin. Aðalhlutverk: Barbra Streisand, Kris Kristofferson og Gary Busey. 15.10 Framlag tll framfara 15.35 NBA-tllþrif. 16.00 Kóngulöarmaðurinn. 16.25 Sögur úr Andabæ. 16.50 Magðalena. 17.15 Glæstar vonlr. 17.40 Línurnar í lag. 18.00 Fréttir. 18.05 íslenskl listlnn. 19.00 19 20. 20.00 Lois og Clark (17:22). 20.55 Dusilmennl (Blankman). Hann býr ekki yfir neinum ofurkröftum. Hann er blankur og nafnlaus. En hann tekur þó að sér að halda glæpum í skefjum í borg sem er eitt bófabæli. 22.35 Draugagangur (Haunting of Sea Cliff Inn). Spennandi draugamynd frá árinu 1994. Stranglega bönnuð börnum. 00.10 Stjarna er fædd (A Star Is Born). Sjá umfjöllun aö ofan. 02.35 Dagskrárlok. STOÐ3 08.30 Heimskaup 18.15 Bamastund. 19.00 Borgarbragur. 19.30 Alf. 19.55 Brimrót (High Tide II). Ævintýra- legir og léttir spennuþættir. 20.40 Murphy Brown. 21.05 Smællngjar (The Long Road Home). Sagan gerist í kreppunni miklu og segir frá Ertie Robinson. Hann fer . ásamt fjölskyldu sinni til Kaliforníu í von um betra líf. Farandverkamenn voru í þá daga ekki mikilsmetnir og á býlinu þar sem fjölskyldan fær fyrst vinnu fá skepn- urnar betri meöferö en þeir. Eitt barna- barna Erties deyr og lendir fjölskyldan á hálfgerðum vergangi en Ertie reynir hvaö hann getur að halda hópinn. Smám sam- an taka farandverkamennirnir að mynda meö sér samstööu og það hefur mikil áhrif á líf Erties og fjölskyldunnar. 22.35 Dýrkeyptur unaður 00.05 Á flótta. (Love on the Run). Gam- ansöm, spennandi og rómantísk mynd um ofurhugann Frank Powers sem tekur aö sér að bjarga ofdekraöri dóttur auð- kyfings úrtyrknesku fangelsi. Aöalhlut- verk: Anthony Addabbo, Noelle Beck, Len Cariou og Blu Mankuma. Famleið- endur eru Aaron Spelling og Gary A. Randall (e). 01.30 Dagskrárlok Stöðvar 3. sín SYN 17.00 Spítalalíf (MASH). 17.30 Taumlaus tónlist. 19.00 Jörð 2 (e) (Earth II). 20.00 Tímaflakkarar (Sliders). Uppgötv- un ungs snillings hefur óvæntar afleið- ingar I för meö sér og nú er hægt að ferðast úr einum heimi í annan. 21.00 Hefndarför (The Bravados). Þriggja stjörnu vestri með Gregory Peck og Joan Collins í aðalhlutverkum. Stór- bóndinn Jim Douglas hefur oröiö fyrír skelfilegri reynslu. Ungri eiginkonu hans var nauðgaö og hún síöan myrt og Dou- glas er staöráöinn í aö koma fram hefnd- um. Stórbóndinn hefur vitneskju um hverjir voru aö verki og leggur af stað í hættuför. 1958. Bönnuð börnum. 22.35 Undirheimar Miami (e) (Miami Vice). 23.25 Ógnir í Bedlam (e) (Beyond Bedl- am). Bresk hrollvekja fra árinu 1993 meö Elizabeth Hurley í einu aðalhlutverk- anna. Leikstjóri: Vadim Jean. Stranglega bönnuð börnum 00.50 Spítalalíf (e) (MASH). 01.15 Dagskráriok. © RASl 09.00 Fréttlr. 09.03 Ég man þá tíð. 09.50 Morgunleikflmi. 10.00 Fréttir. 10.03 Veðurfregnir. 10.15 Sagnaslóð. 11.00 Fréttlr. 11.03 Samfélagiö í nærmynd. 12.00 Fréttayfirlit á há- degi. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. 12.50 Auðllnd. 12.57 Dánarfregnir og auglýsingar. 13.05 Hádegistónar. 14.00 Fréttir. 14.03 Útvarpssagan: Á Snæfellsnesi. 14.30 Miðdegistónar. 15.00 Fréttlr. 15.03 Isskápur með öðrum. Þáttur um íslenskar fjölskyldur í öllum sínum fjölbreytileika. (2) Sigrún Stefánsdóttir ræöir við tvenn hjón sem hafa búið saman í um eöa yfir hálfa öld. 15.53 Dagbök. 16.00 Fréttir. 16.05 Flmm fjórðu. 17.00 Fréttir. 17.03 Víðsjá. 18.00 Fréttlr. 18.03 Þlngmál. 18.30 Leslö fyrir þjóðina: Gerpla eftir Halldór Laxness. 18.45 LJ6Ö dagslns. 18.48 Dánarfregnlr og auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýslngar og veðurfregnir. 19.40 Saltfiskur með sultu. 20.40 Hvað segir kirkjan? (3) Andagáfur. 21.15 Kvöldtónar. 22.00 Fréttlr. 22.10 Veðurfregnir. 22.15 Lestur Passíusálma. 22.25 Norrænt. 23.00 Kvöldgestlr. Þáttur Jónasar Jón- assonar. 24.00 Fréttir. --------------J 1*»»iaM1*m»1111Vi MtiliiitlltiiiitKifflliifilttltlIltllllitiilillStlItltlílltttltlltHMMrtLi1

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.