Dagur - Tíminn Akureyri - 21.02.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Akureyri - 21.02.1997, Blaðsíða 4
16 - Föstudagur 21. febrúar 1997 Jlagrar-'ðRiními UMB U ÐALAU S T Álverið oní Hvalfjarðargöngin! Illugi Jökulsson skrifar Asama tíma og það verður æ augljósara að framtíð- armöguleikar þessarar þjóðar liggja fyrst og fremst í aukinni og bættri menntun - og þá er vitaskuld átt við aukna allskonar menntun allra lands- manna, en ekki einungis pró- fessora að sýsla í pappírum uppi í háskóla; á sama tíma og það verður æ augljósara að vaxtarbroddur atvinnulífs í landinu liggur um- fram allt í þjónustu við ferða- menn sem koma hingað í leit að óspilltri náttúru; á sama tíma og það verður æ augljósara að framleiðsluvörur frumatvinnuveganna í landinu munu í verulegum og vaxandi mæli eiga allt sitt undir þeim orðstír að hér sé h'tt mengað og lítt spillt land, þaðan sem treysta má að komi kvikasilf- urslítill fiskur og kjötvörur sem ekki eru löðrandi í mengunar- og spilhefnum; á sama túna og það verður æ augljósara að á tuttugustu og fyrstu tækniöldinni verður eitt það mikilvægasta sem fyrir manninum hggur að geta með einhverju móti haldið tengslum sínum við náttúru, víðáttu og land sem ekki er algerlega útbí- að í mannanna verkum: verk- smiðjum, flettiskiltum, háhýs- um og háspennulínum; á sama tíma og sýndarveru- leikinn mun um síðir kenna okkur að meta betur veruleik- ann sjálfan, og ný rómantík mun fæðast á lækjarbakka og þeir munu þykja mestir lukk- unnar pampfflar sem eiga slík- an læk; á sama tíma og þetta er allt saman deginum ljósara, þá dettur þrjú þúsund mönnum uppi á Skipaskaga ekki annað í Jón Sigurðsson sem safnaði undirskriftum uppi á Skaga ber lítið svipmót frjálsræðishetjunnar góðu, nafna síns! hug til að bæta sitt líf en að sett verði stór álbræðslufabrikka niður í næstu sveit. Félag Sannara íslendinga lætur að sér kveða Og þeir sem smalað hafa saman þessum þrjú þúsund mönnum, með undirskriftasöfnun undir þeirri dæmalausu fyrirsögn Ál- ver, já takk, þeir tala um sjálfa sig sem hinn þögla meirihluta sem hafi um síðir blöskrað og ákveðið að snúa vörn í sókn, af því andstæðingar álvers hafi vaðið uppi í fjölmiðlum og kaf- fært vilja allra Sannra fslend- inga, sem dreymir um álver á nóttunni. En loksins, loksins voru komnir fram hugrakkir menn sem þorðu að lofa og prísa kosti álvera í náttúru landsins, og skemmir náttúr- lega ekki fyrir að forsvarsmað- ur undirskriftasöfnunar þess- ara Sönnu íslendinga heitir Jón Sigurðsson. En málflutningur þeirra er í senn dapurlegur og fáránlegur. Það hefur svo sannarlega ekk- ert skort á að stuðningsmenn álvera hafi notið sannmælis í fjölmiðlum, og njóta enn, sam- anber hinn bráðhuggulega Kastljóssþátt í Sjónvarpinu í gærkvöldi. Hinn þögli meirihluti lætur venjulega til sín taka þeg- ar lífsviðhorfum hans er ógnað af nýjum rétttrúnaði valdastétt- anna, en það hefur vitaskuld verið opinber rétttrúnaður í þessu landi árum saman að ekkert geti bjargað framtíð þjóðarinnar nema sem allra, allra flest álver - og sem allra flestar virkjanir á hálendinu; skítt með það sem fer forgörð- um þar. Og Jón sá Sigurðsson sem safnaði undirskriftunum uppi á Skaga, hann ber því miður minna svipmót af frjáls- ræðishetjunni góðu, sem hafði hugmyndaflug og dirfsku til að leita nýrra leiða til að bæta hag landsins, en japlaði ekki aðeins upp rétttrúnaðinn á hverjum tíma - en meira svipmót ber hann af öðrum nafna sínum, fyrrum iðnaðarráðherra Jóni Sigurðssyni, sem hóf eins og allir vita hvern dag á því að þakka Guði í svefnrofunum fyr- ir að til væru álver og fór ekki einu sinni fram úr nema hann vissi að hann gæti þann daginn skrifað undir að minnsta kosti eina viljayfirlýsingu um að ál- ver skyldi reist hið bráðasta; brunaði þá í viðtöl við alla fjöl- miðla og sagði með ískyggileg- an glampa í augum: „Nú er það alveg að koma." Versnaði þýskukunn- átta þýðenda Sjón- varpsins þegar græn- ingjar fengu að tala? Og Jón Sigurðsson ráðherra hafði náttúrlega víðtæk áhrif, einkum á Framsóknarmenn virðist vera, svo samviskusam- lega sem Finnur Ingólfsson fer nú með álversbænina í hverjum fréttatíma af öðrum. Og land- búnaðarráðherrann - sem gegnir að vísu fáeinar mínútur á degi hverjum embætti um- hverfisráðherra, en það er ráðuneyti er undir forsjá hans orðin eins konar Spaugstofa ís- lensku ríkisstjórnarinnar - það er búið að sannfæra þennan landbúnaðarráðherra um að það fari einmitt svo sérstaklega frábærlega vel saman að reka hlið við hlið h'frænan landbúnað og mengandi stóriðju, svo sennilega lætur landbúnaðar- ráðuneytið nú fjölfalda Kast- ljóssþáttinn frá í gær og sendir bændum að gjöf sem kennslu í því hvernig auka skal nytina í kúnum. Enda vissu þessir Framsóknarráðherrar svo sem fyrir að mengun frá álverum er í rauninni holl, og það er eitt helsta afrek þeirra að hafa fengið Orkustofnun til að sanna að í rauninni stafar mest meng- unarhætta af ferðamönnum. Kannski Orkustofnun mæli þá næst mengunina sem stafar frá Framsóknarmönnum um þess- ar mundir og væri það vissu- lega þarft verkefni; en frétta- stofa Sjónvarpsins snerist þá ugglaust til varnar fyrir hönd Sannra íslendinga og léti búa til langan þátt þar sem kæmi í ljós að kýr og sauðfé hefðu alveg sérstaklega gott af því að bíta grasið á stjórnarráðstúninu. Og fréttastofa Sjónvarpsins myndi láta hugsanlega andstæðinga tala þýsku í þættinum og ekki láta þýða mál þeirra eins vel og nákvæmlega og hinna ábyrgu stuðningsmanna, en það var mjög eftirtektarvert hvernig þýskukunnátta þýðanda Sjón- varpsins versnaði allt í einu í gærkvöldi þegar talsmenn Græningja fengu að hafa orðið svolitla stund. Mergurinn málsins er vita- skuld sá að eftir að annað stór- iðjuver hefur verið reist á Grundartanga verður skrefið stutt þegar reisa þarf þriðja iðjuverið þurfl lítið ráðherra- grey í framtíðinni að hrófla sér upp minnismerki, og því þá ekki það fjórða og þannig koll af kolli, uns Hvalfjörður verður orðinn fullur af allskonar óþrifnaði - nema helst ferða- mönnum. Annars hef ég mjög einfalda lausn á málinu. Ég er nefnilega ekkert yfir mig hrif- inn af Hvalfjarðargöngunum heldur og finnst það hljóti að verða heldur snautlegt að bruna undir fjörðinn í stað þess að aka þá fjölbreytilegu og fal- legu leið sem fjörðurinn sjálfur er, að minnsta kosti í góðu veðri. En það er hka rétttrún- aður í þessu landi sem segir að bormenn íslands verði að hafa eitthvað að starfa, ekki síður en álmenn fslands, og því er það tillaga mín að slegnar verði tvær flugur í einu höggi - þegar í stað verði hætt við að reisa ál- verið á Grundartanga en því verði í staðinn vahnn staður oní jarðgöngunum.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.