Dagur - Tíminn Akureyri - 21.02.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Akureyri - 21.02.1997, Blaðsíða 6
18 - Föstudagur 21. febrúar 1997 fkgur-mmrám Freyvangs- leikhúsið Frumsýnum fyrna- fyndinn gamanleik: „Meb vífib í lúkunum" eftir Ray Cooney Föstudaginn 21. febrúar kl. 20.30 Leikstjóri: Hákon Waage 2. sýning sunnud. 23. febrúar. kl. 20.30 3. sýning þriðjud. 25. febrúar. kl. 20.30 4. sýning föstud. 28. febrúar. kl. 20.30 Mibasala og pantanir í sím- um 463 1196 og 463 1193. LEIKFELA6AKUREYRAR Kór Leikfélags Akureyrar Kossar og kúlissur Laugard. 22. febr. kl. 20.00. Föstud. 28. febr. kl. 20.00. Athugið breyttan sýningarlíma. Afmælistiiboð MioaverS 1500 krónur. Börn yngri en 14 ára 750 krónur. Undir berum himni eftír Steve Tesich Sýningar á „Ronniverkstæoinu" (Strandgötu 49) Föstud. 21. feb.kl. 20.30. Uppselt. Síðasta sýning Aukasýning Laugard. 1. mars kl. 20.30. Þetla er allra síðasta sýning Lótið hana ekki fram hjá ykkur fara Sýningin er. ekki via hæfi barna. Ekki er hæqt að hleypa gestum inn í salinn emr ao sýning er hafin. Mioasalan er opin alla virka daga nema mónud. Id. 13.00-17.00 og fram að sýningu sýningardaga. Simsvari allan sólarhringinn. Sími í mioasölu: 462 1400. jkgur-mmttmt - besti tími dagsins! LEIKFELAGIÐ BÚKOLLA SÝNIR f UÓSVETNINGABÚÐ GAMANLEIKINN © © © © i r eftir Rick Abbot í þýðinqu Guðjóns Ólafssonar Leikstjóri: SKULI CAUTASOM FRUMSYMIMG: LAU. 22. FEB. KL. 20:30 2. SYN. MANUD. 24. FEB. KL. 20:30 3. SÝN. FIMMTUD. 27. FEB. KL. 20:30 © © MIGID S ALTAN S J O 9 S> MIÐAPANTANIR f SÍMA 464 3550 I UÓSVETNINGAB. FYRIR SÝN. S: 464 3617 ? ^ u ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið kl. 20.00 KENNARAR ÓSKAST eftir Ólaf Hauk Sfmonarson f kvöld, föstud. 21. febr. Uppselt Fimmtud. 27. febr. - Föstud. 28. febr. Sunnud. 9. mars- Laugard. 15. mars VILLIONDIN eftir Henrik Ibsen Laugard. 22. febr. Uppselt. Laugard. tmars Nokkur sæti laus. Laugard. 8. mars ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Sunnud. 23. febr. Nokkur sæti laus. Sunnud. 2. mars - Föstud. 7. mars Fimmtud. 13. mars Ath. Fáar sýningar oflir. LITLI KLÁUS OG STÓRI KLÁUS eftir H.C. Andersen Sunnud. 23. febr. kl. 14.00. Nokkursæti laus. Sunnud. 2. mars kl. 14.00. Laugard. 8. mars kl. 14.00 Sunnud. 9.marskl. 14.00 Sunnud. 16. marskl. 14.00 Smíðaverkstæðið kl. 20.30 LEITT HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford í kvöW, föstud. 21. feb. Uppsett. Laugard. 22. feb. Uppselt. Fimmtud. 27. feb. Nokkur sæti laus. Laugard. I.mars. Uppselt. Laugard. 8. mars Athygli skal vakin á að sýnlngin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn ísalinn eftirað sýning hefst. Litla sviðið kl. 20.30 í HVÍTU MYRKRI eftir Karl Ágúst Úlfsson Sunnud. 23. feb. Nokkur sæti laus. Næst síðasta sinn. Sunnud. 2. mars - Síðasta slnn Ekki er hægt að hleypa gestum inn ísalinn eftir að sýning hefst. Gjafakort íleikhús - sígild og skemmtileg gjöf Miöasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-18, frá miðvikudegi til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti símapöntunum frákl. 10 virkadaga. Bölv og blíðmælgi Jonni á Uppsölum skrifar Þegar sjómaður fer að skrifa í dagblað er honum aðallega einn vandi á höndum. Hann verður að koma sér upp stíl. Og af því að í hug- um margra landkrabba er sjó- maðurinn orðljótur náungi sem bölvar í öðru hverju orði, verð- ur mér stundum á að nota svolítið af blótsyrðum. Bara til að búa mér til stfl. Mér finnst það líka svolítið karlmannlegt. Og þó að syst- ir mín, sem þó mér sé málið skylt, sé bæði góð og gagn- merk kona, sé búin að snupra mig fyrir bölvið á ég stundum bágt með að neita mér um smáformæ- lingar. Ég vil bara full- vissa alla aðila um það í eitt skipti fyrir öll, að mitt bölv er aðeins spurning um orðaforða en alls ekki ákall til hins vonda. Það hijóta líka allir að sjá að það er mjög erfitt að halda sínum hlut inn- an um tuttugu og fimm hraustmenni á togara ef ekki má bölva svolítið. Það er sterk hefð fyrir því á togurun- um að bölva í hófi. Ef við erum að veiða ufsa ber manni eigin- lega skylda til að bölva ufsan- um í sand og ösku og botna ekkert í því af hverju kallinn fer ekki í þorsk. Fari hann hins vegar í þorskinn er reglan sú að fara umsvifalaust í fýlu yfir því hvað sé verið að asnast í þorsk sem er fullur af ormi og hrista hausinn yfir því að maðurinn skuli ekki drífa sig í að leita að ufsa. Og svo blótar maður hressilega til þess að vera ekki minni maður en aðrir. Þessi að- ferð hefur gefist ákaflega vel því að það er einhvernveginn svo gott fyrir sálina að hafa vit fyrir öðrum. Svo fremi að mað- ur þurfi ekki að taka ákvarðan- irnar sjálfur. Það þykir heldur engum mikið þó að vélstjórarnir bölvi þegar þeir koma að stífluðu klósetti. Við svoleiðis kring- umstæður er það eiginlega spurning um mannréttindi að fá að bölva dálítið. Og sé ein- hver döngun í mannskapnum, á alls ekki að vera prenthæft það sem hann segir þegar trollið er rifið eða þegar kokkurinn er með hrossakjöt. Og hafi maður ekki yfir neinu að kvarta má alltaf formæla athyglissjúkum sjóurum sem skrifa vitlausar og leiðinlegar greinar í virt dag- blöð. Og sárt bítur soltin lús í þeim efnum þó það sé nú allt önnur saga. Fyrir ekki löngu síðan þótti það sjálfsagt mál á togurunum, að vildirðu sýna hvað í þig væri spunnið, hófst sérhvert verk á því að öskra af öllum lífs og sál- ar kröftum og hlaupa svo af stað. Kæmist maður ekki að verkinu var best að hlaupa í hringi og standa svo hálfbog- inn, líta hvössum augum til hægri og vinstri og passa sig á því að hafa hátt. Þetta var gert í von um velþóknun annarra. í dag er það löngu aflagður siður á flestum skipum og togarasjó- menn orðin háttvís sjentilmenni upp til hópa sem blóta ekki nema þeir megi til. Og þó að mér verði stundum á að segja ljótt er ég þó það mjúkur maður að ég er hamingju- samur yfir því að á Sléttbak EA gilda mannasiðir. Því miður eru svo alltaf undan- tekningar og nátttröll í flot- anum sem hafa dagað uppi í gömlum tíma og enn eru til skipstjórnarmenn sem finnst sjálfsagt mál að svívirða kall- ana sína, æpa og bölva þeim, ef nokkurt tækifæri finnst til. Og meira að segja þó ekkert tækifæri finnist til. En það verð- ur auðvitað að virða þeim þetta til betri vegar af því að það er órugglega eitthvað mikið að hjá þeim á öðrum vígstöðvum. En þó mér þyki gott að skips- félagar mínir séu prúðmenni ætla ég samt rétt að vona að það gangi aldrei svo langt að Gunni Jó og ívan fari að hljóma eins og Rósa Ingólfsdóttir í kall- kerfinu. Þá er ég farinn! Gullmoli frá Ástralíu Undrið (Shine) * * * 'Á Handrit: Jan Sardi Leikstjóri: Scott Hicks Aðalhlutverk: Geoffrey Rush, Noah Taylor, Armin Mueller-Stahl, Lynn Redgrave, John Gielgud, Googie Withers og Alex Rafalowicz Háskólabíó ÖUuin leyfð Undrið er mynd sem situr í manni. Hún er enda stór- kostlega vel leikin og gerð af miklum listrænum metnaði og virðingu fyrir efn- inu. Þegar í upphafi nær sagan tökum á áhorfandanum, saga David Helfgotts, undrabarns í píanóleik, og því taki er ekki sleppt svo glatt. Myndin er sannsöguleg og í byrjun er fylgst með uppvaxtar- árum Helfgotts þegar ótrúlegir hæfileikar hans gera vart við sig. Hann er keyrður áfram af ráðríkum föður en þótt það skili honum áfram í píanóleiknum þá verða örin á sálinni sífellt fleiri eftir því sem hann eldist. Eftir þrotiausar æfingar og flutning á 3. píanókonsert Rachmaninovs brotnar hann loksins saman, þá í námi í Lundúnum. Truflaður á geði dvelur hann á stofnunum næsta áratuginn og snertir ekki píanó. Upprisa Helfgotts hefst síðan þar sem myndin byrjar þegar hann hálfpartinn ryðst inn á Noah Taylor (t.h.) leikur David Helfgott sem ungan mann. bar nokkurn eftir lokunartíma. Leikstjórinn, Scott Hicks, hefur hingað til verið þekktast- ur fyrir heimildamyndir og sú reynsla kemur honum vafalaust til góða. Hér leggst annars allt á eitt. Handrit Jan Sardis er gríðarlega vel skrifað, samtöl og persónulýsingar stemma feikivel og þetta elska leikarar. Geoffrey Rush, sem leikur Helf- gott á fullorðinsaldri, er lítt þekktur enda hefur hann aðal- lega leikið á sviði. Hvað sem því líður þá vinnur hann mikinn leiksigur, símalandi og léttklikk- aður, og hlýtur að koma sterk- lega til greina þegar Óskars- verðlaunin verða afhent. Noah Taylor er prýðilegur í hlutverki Helfgotts sem ungs manns og það er frábært að sjá þróunina í persónunni og hversu trúverð- ug skiptingin milli þeirra Rush er. Það eru síðan engir „auka- leikarar" sem leika helstu aukapersónurnar. Þar er Armin Mueller-Stahl í fantaformi sem faðir Helfgotts, Lynn Redgrave sýnir næman leik í hlutverki eiginkonu hans og John Gielgud, kominn á tíræðisaldur- inn, „sannar" sig rétt eina ferð- ina í hlutverki kennara hans. Undrið sýnir enn hve Ástralir eiga margt hæfileikafólk í kvik- myndagerð. Þetta er óvæntur gullmoli sem hægt er að mæla eindregið með. Örn Markússon.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.