Dagur - Tíminn Akureyri - 21.02.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Akureyri - 21.02.1997, Blaðsíða 7
Jbtgur-'QSmntn Föstudagur 21. febrúar 1997 - 19 Helgin framundan Líf u 11 S p ^^^^^^W .^É ^^^^7 s Hrafilsdóttir 5> f M^ # ^ Alnimvri/Nnrftnrlanri Akureyri/Norðurland £gr er bjartsýnn Erlingur Kristjánsson, fyrirliði KA, er keikurfyrir bikarleikinn á morgun „Ég er bjartsýnn og ég spái að leikurinn fari 29-26 fyrir KA. En það er óþarfi að fagna sigri fyrirfram og við skulum taka þessu með hóg- værð," segir Erlingur Kristjánsson, fyrirliði í handknattleiksliði KA. Mikil stemmning er á Akureyri fyrir úrslita- leikinn f bikarkeppninni, sem háður verður milh KA og Hauka í Laugardalshöllinni síðdeg- is á laugardag. Rútuferðir verða suður á leik- inn og fyrirséð er að margir fara til að hvetja sína menn til dáða. KA-menn syðra verða einnig margir í Laugardalshöllinni og eins áhangendur Hauka. „Undirbúningur fyrir svona leiki er kominn í nokkuð fastar skorður hjá okkur. Við förum suður á föstudagsmorgun og munum dveljast á Hótel Örk í Hveragerði. Æfum þar í íþróttahús- inu um kvöldið, en að öðru leyti tökum við því rólega og búum okkur undir átökin," segir Erlingur. -sbs Með hýrri há. Komið með bikarinn í handbolta norður til Akureyrar fyrir ári síðan. Erlingur Kristjánsson, fyrirliði, og Pétur Bjarnason, dyggur stuðningsmaður. Skyldu þoir fagna með hýrri há aftur í ár. Mynd: sg Duflað og daðrað í Freyvangi Freyvangsleikhúsið frumsýnir í kvöld, föstudagskvöld, kassastykkið Með vífið í lúkunum. Hákon Waage leik- stýrir'verkinu. Fyrir daðrara og dekrara er auðvitað ekki úr vegi að bregða sér fram í Eyjafjarðarsveit og sjá þetta verk, þar sem tugir eyfirskra áhugaleikara leggja gjörva hönd á plóg. Af nafhi leikritsins má einnig ráða að þar sé duflað og daðrað af tvíefldum þrótti, þótt nafngift verksins bendi líka til þess að herramönnum geti brugðist bogalistin í að eiga við snotrar snótir. Menn geta jú alltaf verið með vífið rétt einsog lífið, í lúkunum. En sjón í Freyvangi er sögu rík- ari. -sbs. Skíði, skautar og jeppar Margt í boði á Dekur- dögum og daðurhelgi á Akureyri „Ég ætla að skella mér á skíði á laugardaginn og síðan langar mig auðvitað í jeppaferðina sem Jeppa- klúbburinn 4x4 býður uppá á sunnudaginn. Þar verður jeppalausum einnig leyft að fljóta með einsog pláss leyfir. Annað hvort verður farið að Sörlastöðum í Fnjóskadal eða að Gili í Fjörðum," sagði Guðmundur Birgir Heiðarsson, forstöðumað- ur Upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Akureyri og framkvæmdastjóri Dekur- daga og daðurhelgarinn- ar í bænum, sem nú er að fara af stað. Margt spenn- andi er í boði í bænum og af nógu að taka fyrir dekrara og daðrara.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.