Dagur - Tíminn Akureyri - 21.02.1997, Qupperneq 7

Dagur - Tíminn Akureyri - 21.02.1997, Qupperneq 7
,21agur-®mxmrx Föstudagur 21. febrúar 1997 -19 Helgin framundan Líf W æ Umsjón fm MarínG. S Hrafnsdóttir uy i áf0^ ^ ^ AknrRuri/NnrAnrlanri Akureyri/Norðurland Erlingur Kristjánsson, fyrirliði KA, er keikur fyrir bikarleikinn á morgun „Ég er bjartsýnn og ég spái að leikurinn fari 29-26 fyrir KA. En það er óþarfi að fagna sigri fyrirfram og við skulum taka þessu með hóg- værð,“ segir Erlingur Kristjánsson, fyrirliði í handknattleiksliði KA. Mikil stemmning er á Akureyri fyrir úrslita- leikinn í bikarkeppninni, sem háður verður milli KA og Hauka í Laugardalshöllinni síðdeg- is á laugardag. Rútuferðir verða suður á leik- inn og fyrirséð er að margir fara til að hvetja sína menn til dáða. KA-menn syðra verða einnig margir í Laugardalshöllinni og eins áhangendur Hauka. „Undirbúningur fyrir svona leiki er kominn í nokkuð fastar skorður hjá okkur. Við förum suður á föstudagsmorgun og munum dveljast á Hótel Örk í Hveragerði. Æfum þar í íþróttahús- inu um kvöldið, en að öðru leyti tökum við því rólega og búum okkur undir átökin,“ segir Erlingur. -sbs Með hýrri há. Komið með bikarinn í handbolta norður til Akureyrar fyrir ári síðan. Erlingur Kristjánsson, fyrirliði, og Pétur Bjarnason, dyggur stuðningsmaður. Skyldu þeir fagna með hýrri há aftur í ár. Mynd: bg Duflað og daðrað í Freyvangi Freyvangsleikhúsið frumsýnir í kvöld, föstudagskvöld, kassastykkið Með vífið í lúkunum. Hákon Waage leik- stýrir verkinu. Fyrir daðrara og dekrara er auðvitað ekki úr vegi að bregða sér fram í Eyjaijarðarsveit og sjá þetta verk, þar sem tugir eyfirskra áhugaleikara leggja gjörva hönd á plóg. Af nafni leikritsins má einnig ráða að þar sé duflað og daðrað af tvíefldum þrótti, þótt nafngift verksins bendi líka til þess að herramönnum geti brugðist bogalistin í að eiga við snotrar snótir. Menn geta jú alltaf verið með vífið rétt einsog lífið, í lúkunum. En sjón í Freyvangi er sögu rík- ari. -sbs. Skíði, skautar og jeppar Margt í boði á Dekur- dögum og daðurhelgi á Akureyri „Ég ætla að skella mér á skíði á laugardaginn og síðan langar mig auðvitað í jeppaferðina sem Jeppa- klúbburinn 4x4 býður uppá á sunnudaginn. Þar verður jeppalausum einnig leyft að fljóta með einsog pláss leyfir. Annað hvort verður farið að Sörlastöðum í Fnjóskadal eða að Gili í Fjörðum," sagði Guðmundur Birgir Heiðarsson, forstöðumað- ur Upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Akureyri og framkvæmdastjóri Dekur- daga og daðurhelgarinn- ar í bænum, sem nú er að fara af stað. Margt spenn- andi er í boði í bænum og af nógu að taka fyrir dekrara og daðrara. Hver veit nema þau Helgi magri og Þór- unn hyrna taki á rás og dekri svolítið við sjálf sig og fari á skíði og skauta - eða geri eitthvað álíka skemmtilegt.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.