Dagur - Tíminn Akureyri - 05.03.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Akureyri - 05.03.1997, Blaðsíða 4
16 - Miðvikudagur 5. mars 1997 ;IOagitt--®mrám Mmðrida£auót Nútíma þjóðsögur og álverið Hlín Agnarsdóttir skrifar slendingar hafa allltaf verið miklir sagnamenn. Þeim finnst ekkert jafn skemmti- legt og segja sögur, helst þó hrakfallasögur af náunganum. Á þessum árstíma rís sagna- skemmtun íslendinga hæst á árshátíðum og þorrablótum, en Uka í fjölmiðlum, meira að segja í greinum eftir málsmet- andi og valdamikla menn í samfélaginu. Það er alkunna að kjaftasögur um fólk í samtím- anum geta auðveldlega breyst í þjóðsögur. Sumar sagnanna verða svo þrálátar og stækar, að þeir sem verða fórnarlömb þeirra, verða stundum að gefa út yfirlýsingar um að þeir séu ekki dauðir, hommar, teknir saman við ráðherra, hættir í dópi, varúlfar á fullu tungli o.s.frv. Öll höfum við hlustað á þvílíkar sögur, tekið þátt í þeim, fleytt þeim áfram til næsta manns. í hverjum og einum blundar dulin smjattkennd sem fær útrás og fullnægingu við að hlusta á og segja slíkar sögur. Hluti af mannlegu eðli eða óeðli. Nýrnastuldur og aids Sænski þjóðfræðingurinn Bengt af Klintberg hefur gefið út bæk- ur um nútíma farandsögur. Ein þeirra heitir „Stolna nýrað“ og dregur nafn sitt af sögum um ótrúlega líffærastuldi, sem óþekkt mafía (sem enn hefur ekki tekist að afhjúpa) á að hafa stundað á undanförnum árum. Sögurnar um líffæra- stuldina eru bæði hrollvekjandi og spennandi, en líka fyndnar. Blásaklaus maður fer á bar í Þýskalandi og hittir þar skemmtilegt fólk sem býður honum í glas og vill skemmt sér með honum. Næst þegar hann veit af sér, vaknar hann upp á afviknum stað með innvortis verk. Hann fer að þreifa á lík- ama sínum og finnur þá fyrir stórum skurði, sem teygir sig frá bringspölum aftur á hrygg- inn. Hann kemst að því að hon- um hefur verið rænt, skorinn upp og hirt úr honum nýra. Þessar sögur um líffærastuldi hafa breiðst út um allan heim, byrjuðu í Asíu, þar sem ríka fólkið kaupir sér ný líffæri af fá- tækum múgnum, sem selur jafnvel allt úr börmmum sínum til þess að hafa lífsviðurværi. Þær hafa síðan komið til Evr- ópu og Ameríku. Og þannig er líka farið með sögurnar í kringum t.d. AIDS sjúkdóminn. Hver man ekki eft- ir öllum sögunum hér fyrir nokkrum árum um blóðuga glæpamenn sem lögreglan átti í mesta basli með í bflum sínum. Síðar kom í ljós að þeir voru allir með alnæmi og lögreglan þurfti að spúla bflana að innan með eitri til að aidsveiran færi ekki í þá og fjölskyldur þeirra. Já, já, svo eru það allar sög- urnar um rottukjötið og annað ógeð sem er á pizzunni okkar og svo sagan um pabbann með börnin tvö sem var að versla í Ikea og ætlaði sér siðan heim. Hann setti yngra barnið upp á bflþakið í barnastól á meðan hann var að festa eldra barnið í bflstól í aftursætinu. Svo settist hann undir stýri og ók af stað og gleymdi alveg barninu á toppnum. En sem betur fór dó barnið ekki og yflrleitt enda þessar þjóðsögur eins og ævin- týrin. Jón í Járnblendinu og kvenkyns grunnskóla- kennari Svo eru það þjóðsögurnar sem verða til í kringum umdeildar framkvæmdir í þjóðfélaginu. Sú nýjasta birtist í grein eftir Jón í járnblendinu sl. miðvikudag í Morgunblaðinu sem íjallaði um baráttuliðið gegn álverinu og heitir reyndar því skemmtilega nafni „Um það, sem er logið og hitt, sem er satt“. Þar segir hann m.a. frá kvenkyns grunn- skólakennara á Akranesi sem kennir 10 ára börnum að „verði álverið á Grundartanga byggt, muni það menga umhverfið þannig að þau (blessuð börnin) muni fullorðin eignast vansköp- uð börn.“ Nú vill svo til að þessi saga er uppspuni eða nútíma farand- saga, en Jón kýs samt að taka hana sem dæmi um innrás kennara í hugarheim lítilla barna (án þess að kynna sér uppruna hennar fyrst) og hefur meiri áhyggjur af kennaraof- beldi en öðru ofbeldi sem barist er gegn í þjóðfélaginu. Þarna er komin góð saga fyrir þjóðfræð- inga á borð við KJintborg. Sag- an á líklega uppruna sinn að rekja til kennara sem sagði börnum frá Chernobyl slysinu í kennslustund um náttúru og umhverfisvernd. Allir vita að geislavirknin eftir Chernobyl slysið er slík, að jafnvel börn fæðast þar vansköpuð í marga ættliði og það er engin lygi. Ilórna sést vel hvernig sagan hefur breyst í meðförum. Jafn- vel háttsettir forstjórarnir með ti'föld eða tuttuguföld kennara- laun láta hafa hana eftir sér á prenti í fúlustu alvöru. Stóriðj- an er farin að rægja kennara- stéttina og beina spjótum sínum gegn henni, ekki síst konum, sem eru meirihluti stéttarinnar. Skilaboðin og undirtónninn hjá fulltrúa karlakerfisins er aug- ljós. Sjáiði hvað konur í kenn- arastétt eru heimskar. Þær ættu bara að þakka fyrir að stóriðjan hafi veitt þeim vinnu um árabil. Já, svona verða þjóðsögur í nú- tímanum til. Ætli það sé nokkuð mengun frá Járnblendinu sem fær forstjórann til að skrifa svona skemmtilegar lygasögur? GARRI Harður og linur málílutningur Garri sá sér til mikillar gleði í Mogganum í gær að sr. Flóki Kristinsson tölvupóstsprestur í Evrópu- sambandinu ritaði grein um Langholtsmálið margfræga. Tilefni greinar Flóka er viðtal við sr. Karl Sigurbjörnsson í einhverju glanstímariti og þar mun Karl hafa verið spurður út í áhrif Langholtskirkjudeil- unnar á þjóðkirkjuna. Nú verð- ur Garri að viðurkenna að hann hefur ekki séð umrætt tímaritsviðtal en af grein Flóka að dæma hefur sr. Karl talað um að í Langholtsdeilunni haii deiluaðilar notað ijölmiðlafárið sér til fram- dráttar og að einhvers- staðar hafi orðið klúður í málinu og loks að betra hefði verið að unnið hefði verið að lausn deilumála „inn á við“. Hvað ertu að fara Karl? Allt er þetta nú óttalega sak- laust að virðist og satt að segja hefði Garri ekki átt von á að unnt væri að gera úr því slíkt mál sem sr. Flóka tekst að gera. Enda segir Flóki sjálfur við Karl með svo dásamlega bróðurlegum hætti: „Mér þykir eftirtektarvert, sórstaklega í ljósi þess hve fimlega þú ferð undan í flæmingi, að þú skulir þó þrisvar láta fjúka athuga- semdir um svokallaða „Lang- holtskirkjudeiluÞað er hins vegar ntjög erfitt að henda reiður á því hvað þú ert að fara í þeim málum svo loðið og lint er mál þitt.“ Og þegar Flóki er búinn að fara yfir þessi ummæli öll og spyrja hvassra spurninga er greini- legt að Karl er hinn mesti sam- særismaður sem gerir hvað hann getur til að koma höggi á sóknarprestinn fyrrverandi í Langholti. Svo ekki sé talað um hugsanleg tengsl Karls við samsæri Ólafs Skúlasonar biskups sem „var með sínum hætti búinn að tengja saman „Langholtskirkjudeiluna“ og kvennamál sfn?“ Hafi menn verið í efa um að skýrar lfnur kæmu í biskupskjörið þá þurfa þeir ekki að efast lengur. ari vettvang inn á svið umræð- unnar fyrir biskupskjörið og er ófeiminn við að blanda inn í hana á opinbcrum vettvangi hinum og þessum prostum. Þessi leikur Flóka er augljós- lega til þess gerður að gera „Langholtsdeiluna" í útfærðri merkingu að átakamáli í bisk- upskjöri. Flóki segir: „Ég neit- aði öllurn beiðnum um að koma fram í sjónvarpsþáttum og blaðagreinum, sem þér þóknast nú að nota þegar stefnir í biskupskjör." Skýrara getur þetta varla orðið og úr því sem komið er munu verð- andi biskupskandídatar þurfa að gera annað en að lofa að setja klósett 1 kirkjur landsins. Biskupskjörið verður heitara en svo að landsmenn sætti sig við umræður um salernisað- stöðu í kirkjum. Eftir kjarnyrt fúkyrðin f Mogganum í gær munu menn vilja mergjaðan biskupsslag. Garri. Atakamál í bisk- upskjöri Til að gera langa sögu stutta þá hefur það gerst með þessari grein sr. Flóka að Langholts- deilan sem allir héldu að væri löngu gloymd og grafin grætur nú í annað sinnni í þjóðkirkj- unni. Land- Opiðbréftil séra.Karísj Il“inu bignrbjömssonar KlÓtXRtfcfeiw Er<«aðfy;yn;i*<Vrts 'OMÍK «rt»!*kkjk.-i,<k hefur að vísu verið sleppt, en Evrópu- presturinn hefur tekið málið með sér á breið-

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.