Dagur - Tíminn Akureyri - 05.03.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 05.03.1997, Blaðsíða 1
Blað LÍFIÐ í LANDINU Miðvikudagur 5. mars 1997 - 80. og 81. árgangur - 44. tölublað ívar Esa Henttinen, 29 ára dagpabbi í Reykjavík, tekur daglega á móti tíu börnum á aldrinum hálfs árs upp í tveggja ára ásamt vinkonu sinni, dagmömmunni Báru Margréti Benediktsdóttur. Á myndinni eru frá vinstrl- Axel Valur, Bjartur Fannar, Rakel Ýr ífangi ívars, Irma Gná, dóttir ívars, Birna íris og Vet- urliðt Drengurinn í röndóttu jotunum heitir Þórarinn. Mynd: BG IVAR ER EINIDAGPA331NN Fáir karlmenn hafa starfað sem dagfeður enda eru dagmœður að hefðinni til konur. Aðeins einn dag- pabbi er starfandi núna í Reykjavík, ívar Esa Hentt- inen, og segir hann að Jyrir sér sé það bara eðlilegt að vilja hugsa um börn og vera dagpabbl Hann hafi lítið velt fyrir sér að hann sé eini karlinn í stétt dagforeldra. Við höfum starf okkar frjálslegt núna, kannski fyrst og fremst af sam- keppnisástæðum, og leyfum foreldrunum að ráða hversu lengi þeir hafa börnin sín í vist- un hjá okkur. Þeir þurfa þá bara að skipuleggja vistunina fyrirfram og skrifa það niður fyrir okkur,“ segir ívar Esa Henttinen, 29 ára dagpabbi og sálfræðinemi við Háskóla ís- lands. fvar segir að það hafi varla hvarflað að sér að hann sé eini dagpabbinn í borginni því að fyrir sér sé þetta svo sjálfsagt auk þess sem það sé þægilegt að hafa vinnuna heima barnanna vegna. „Mig langar til að taka þátt í því að ala upp börn og nú er ég líka með mitt eigið barn, sem er að verða sex mánaða um næstu mánaðamót. Það er ómetanlegt að geta tekið þátt í að móta þessi börn,“ segir fvar. Hann segir að litla dóttirin sé ein af ástæðunum fyrir því að hann hafi ákveðið að fara út í dag- pabbann. Vinnutíminn sé líka frjálslegur þannig að hann geti sótt samhliða námskeið í há- skólanum þó að ekki sé rétt að draga úr mikilvægi starfsins. Reynir á þolinmæðina „Þetta er ótrúlega mikil vinna. Það má ekki vanmeta það. Það er fullt starf allan daginn að hugsa um börnin og það reynir sífellt á andlegu hliðina. Maður þarf að vera mjög þolinmóður í þessu starfi," segir fvar og bendir á að sálfræðin komi sér vel því að í henni læri hann meðal annars ýmis konar at- ferlistækni, til dæmis varðandi aðlögun barnanna. „Börnunum finnst þægilegra að hafa fastskorðaðar reglur, hafa til dæmis matmálstíma á föstum tímum. Við erum alltaf með heimilismat og reynum að hafa þetta heimilislegt. Við reynum að draga úr frekju og ólátum og örva jákvæða hegð- un, til dæmis leik með öðrum börnum,“ segir hann. Vill stofna dagheimili ívar og vinkona hans, Bára “Mig langar til að taka þátt í því að ala upp börn, “ segir ívar Esa Henttinen, 29 ára dagpabbl „Það er ómetan- legt að geta tekið þátt í að móta þessi börn. “ Margrét Benediktsdóttir, starfa sem dagpabbi og dagmamma í vesturbænum í Reykjavík og á hverjum degi taka þau á móti tíu börnum á aldrinum sex mánaða upp í tveggja ára og sjá um þau meðan foreldrarnir eru í vinnu. Þau skipta starfinu jafnt milli sín og ganga í öll verk, elda mat og sinna börn- unum. fvar hefur verið í fullu starfi með Báru í tæpt ár eða frá því hann fór á námskeið fyr- ir dagmömmur hjá Dagvist barna síðasta vor. Áður vann hann hjá Báru sem aðstoðar- maður. ívar er staðráðinn í því að starfa sem dagpabbi næstu árin enda þykir honum vænt um börn og hann hefur mikinn áhuga á þroska barna en í dag eru börn hjá dagmæðrum í borginni í flestum tilfellum und- ir tveggja ára aldri því að borg- aryfirvöld stefna að því að öll börn yfir tveggja ára eigi kost á leikskólaplássi. í framtíðinni langar fvar til að stofna dag- heimili og starfa með eldri börnum líka þó að það sé ekk- ert auðhlaupið, ekki síst af þeirri ástæðu að húsnæði undir dagheimili verður ekki tínt af trjánum. „Það er bara svolítið erfitt að stofna dagheimili því að það er svo lítið af hentugu leiguhús- næði í réttu hverfunum til að geta stækkað við sig reksturinn og ráðið til sín starfsfólk. Hinn kosturinn er að kaupa húsnæði undir dagheimili en þá vantar fjármagn," segir ívar. Sjaldséðir hvítir hrafnar Hjá Dagvist barna fást þær upplýsingar að sjaldgæft sé að karlmenn starfi sem dagpabbar en það þekkist þó í nokkrum til- fellum, sérstaklega þar sem uppeldissinnaða feður langi til að vera heima og taka virkari þátt í uppeldi barna sinna. Að minnsta kosti einn karlmaður hafi starfað sem dagpabbi áður en ívar hafi komið til sögunnar. Sá hafi tekið sér leyfi en taki hugsanlega aftur til starfa. Og svo er aldrei að vita nema dag- pöbbum fjölgi verulega á næst- unni þvf að Dagvist barna hefur einmitt verið að auglýsa eftir dagmæðrum og -feðrum að undanförnu. í lokin fylgir hér stutt dæmi- saga sem er ef til vill svolítið lýsandi fyrir þjóðfélagið: „Einn ágætur vinur minn, verkfræð- ingur, sagði eitt sinn við mig: Er þetta ekki ágæt vinna svona tímabundið meðan þú ert í námi? Það er kannski svolítið lýsandi fyrir viðhorf fólks,“ seg- ir fvar að lokum. -GHS

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.