Dagur - Tíminn Akureyri - 05.03.1997, Blaðsíða 7
|Dagur-'3KOTmn
Miðvikudagur 5. mars 1997 -19
MENNING O G LISTIR
Alheimsþorpsbúarnir
segja sömu sögur
Við erum ekki hœtt að segja sögur þó að búið sé að
gefa út þykk og mikil söfn með þjóðsögum fyrri
alda. íslendingar segja hvetjir öðrum ma, flökku-
sögur - sögur sem flakka á milli landa - í heilu lagi!
Rakel Pálsdóttir hefur undanfarin
ár safnað flökkusögum sem hún
ætlar að rannsaka í BA-ritgerð
sinni í þjóðfræði við HÍ. Það er ekki sér-
lega auðvelt að safna flökkusögum enda
„er eiginlega ekki hægt að segja við fólk:
Heyrðu, hefurðu heyrt einhverja flökku-
sögu nýlega?" segir Rakel og því hefur
hún passað sig á að hripa þær niður
þegar þær berast henni til eyrna.
Frændi Gunnu vinkonu
sagði mér...
En hvað eru flökkusagnir? „Þetta eru
sagnir sem flakka á milli þjóða og
heimsáifa, fjalla um óvenjuiega hluti og
sömu minni finnast nánast hvar sem er í
heiminum."
Það sem gefur fiökkusögum yfirbragð
sannra sagna er að þær eru alltaf negld-
ar niður á stað og stund, en fólkið sem
sagan fjallar um er nánast aldrei nafn-
greint. „Þær hafa alltaf einhverja rót-
festu og eiga að hafa gerst; Heyrðu víst,
þetta var hérna frændi hennar Gunnu
vinkonu... Eða þetta var á þessum stað,
það sagði mér maður sem vann þarna.“
Flökkusögurnar greina sig þannig frá
kjaftasögum þar sem fólkið sem kjamsað
er á er ailtaf nafngreint. Þó kemur fyrir,
segir Rakel, að þekkt flökkusagnaminni
eru yfirfærð á þjóðþekkta einstaklinga.
Dæmi um það var t.d. flökkusögn, sem
var yfirfærð á þekkta íslendinga, um ný-
bakaða foreldra sem fóru út og fá
barnapíu til að gæta barnsins. Barna-
pían er orðin rugluð af dópneyslu, sting-
ur barninu í ofninn og það deyr.
Rakel hefur borið allar íslensku
flökkusögurnar saman við erlend flökku-
sagnasöfn og fundið hliðstæður fyrir
þeim öllum. „Ég hef aldrei rekist á sérís-
lenska flökkusögu."
Útrás fyrir
fordóma
Þjóðsögurnar veittu mönnum útrás fyrir
myrkfælni og ótta við ókennilegar verur
myrkursins. Að sögn Rakelar hafa
flökkusögurnar alltaf
einhvern boðskap og
greinast annars vegar
í hryllingssögur (t.d.
pöddusögur) eða túlka
eitthvað sem ber hátt í
þjóðfélagsumræðunni,
t.d. innflytjendasagnir
um m.a. rottukjöt á
veitingastöðum sem
veita útrás fyrir for-
dóma, og hins vegar
hlægilegar sögur um
neyðarlegar uppákom-
ur sem skarast á við
brandara.
„Þegar einhver seg-
ir svona sögu, eins og
t.d. um hvæsandi tar-
antúluna, þá fylgir oft
löng umræða um sög-
una. „Guð, hvað var
barnið gamalt... það
hefði bara getað velt
jukkunni...“ Því þó margar sögurnar ali
á einhverri hræðslu þá veita þær jafn-
framt útrás fyrir þessar sömu tilfinning-
ar.“
Framandi
Það er hið óþekkta sem vekur óhug.
Þegar ráðist er inn í öruggt samfélag
með framandi hlutum kvikna flökku-
sagnir. Þannig hafa ýmsar tækninýjung-
ar getið af sér flökkusögur, s.s. sjónvörp,
tölvunet og myndbandstæki. „Tæknivæð-
ing sem slík er óþrjótandi sagnaefni.
Þarna ertu komin með eitthvað fram-
andi sem þú þekkir ekki alveg og veist
ekki hvernig virkar. Svona eins og með
örbylgjuofnana, um gömlu konuna sem
ætlaði að þurrka köttinn sinn og setti
hann í örbylgjuna."
Rekja sögurnar
Þó að sögurnar séu negldar niður á stað
og tíma þá eru þær alltaf dálítið opnar
þannig að það er sjaldnast hægt að rekja
þær að sínum upphafspunkti. Rakel hef-
ur reynt að rekja sögurnar en þegar far-
ið er að herja á þriðja heimildamanninn
bak við söguna þá man hann ekki lengur
hvar hann heyrði/las söguna.
Því Rakel segir fjölmiðla hjálpa mikið
til því flökkusögur birtast alltaf öðru
hverju á prenti, sem smáfrétt. „Fyrir
nokkrum árum kom t.d. frétt í blaði um
fólk sem kom að utan og hafði með sér
lítinn hund sem reyndist vera einhver
klóakrotta. Fólkið var ekki nafngreint og
þetta er mjög þekkt flökkusögn. Ég hef
lesið um þessa sögn hjá öðrum fræði-
mönnum sem hafa rekist á hana í dag-
blöðum í sínum heimalöndum með
kannski 10 ára millibili.“
Karlar og konur
segja frá
í Bandaríkjunum hafa verið greindar
sérstakar unglingasagnir, um t.d. morð-
ingjann á heimavistinni og fleiri í þeim
dúr. En Rakel ætlar líka að kanna hvort
ákveðnar sagnir höfði fremur til annars
kynsins. „Ég gæti trúað að ákveðnar
sögur féllu betur að konum. Sögur sem
hafa t.d. eitthvað með útlit að gera. Þol-
andinn í þeim er alltaf kona. Það er
kona sem fær kóngulóarbólu á ennið,
það var kona sem túberaði alltaf á sér
hárið sem kónguló bjó sér hreiður í.“
Fleiri útgáfur
staðfesting
Rakel vann nokkur sumur á brúðkjóla-
leigu áður en hún lagðist ofan í þjóð-
fræðagrúskið. Eðli málsins samkvæmt
komu þangað margar spenntar tilvon-
andi brúðir og heyrði hún þar margar
flökkusögur, m.a. þessa um upptökuna á
ástarleikjum brúðkaupsnæturinnar sem
birtist hér á síðunni. „Það er nú svo
fyndið en það hvarflaði ekki að mér að
þetta væri ekki satt. Þegar ég heyrði
brúðkaupssöguna í annað sinn þá fannst
mér það bara vera staðfesting á því að
hún væri örugglega rétt.“ lóa
Brúðhjón fengu vídeótökuvél í brúðkaups-
gjöf og tóku leiki brúðkaupsnœturinnar upp.
Þau gistu á Hótel Örk ásamt megninu af
gestunum, Morguninn eftir koma þau sér
makindalega fyrir í rúminu og œtla að
skoða rekkjubrögð nœturinnar. í miðri
spólu bankar hótelstjórinn upp á og biður
þau vinsamlegast um að slökkva, því myndin sé í út-
sendingu á samtengdu myndbandskerji hótelsins.
„Þessi saga er til nánast óbreytt erlendis. Ég
heyrði þessa sögu trekk í trekk frá ótrúlegasta
fólki Það er til mjög mikið af sögnum um sam-
tengd sjónvörp og myndbönd, og yfirleitt eru
þœr kynferðislegar. Ég grófst einu sinni fyrir
um þetta og það sagði mér maður að þetta œtti ekki
að geta gerst þótt það vœri sameiginlegt myndbandskerji í t.d. fjölbýlishúsi. “
Fólk fer út að borða á ákveðinn
austurlenskan veitingastað í
Reykjavík. Það á þar góða kvöld-
stund en einnfœr svona heiftar-
lega í magann þegar hann kemur
heim. Hann erfluttur upp á
spítala þar sem lœknarnir komast
að því að hann hafi innbyrt rottu-
kjöt. „Þetta er mjög útbreidd saga,
erlendis líka og þá oft með
hunda/kattakjöti. “
•
Maður er að versla íHagkaup,
kemur að afgreiðslukassanum og
það líður yfir hann. Afgreiðslufólk-
ið rýkur upp til handa og fóta og
œtlar að hjálpa manninum. En við
fallið dettur hatturinn af og undan
honum veltur frosinn kjúklingur.
Maðurinn hajði þá œtlað að stela
kjúklingnum, stungið honum und-
ir hattinn og svo hajði liðið yfir
hann af kuldanum.
„Þessi hefur gengið hér í mörg ár
og alltaf á þetta að hafa gerst í
Hagkaup."
•
Kona sem kom heim eftir sumar-
frí á Spáni og var með bólu á enn-
inu, Einhvern daginn var hún að
greiða sér og rak greiðuna í ból-
una, Bólan rifnaði og út spratt
hellingur af litlum kóngulóm,
•
Kona fór í Blómaval og keypti sér
jukku á útsölu. Viku seinna er hún
að vökva og heyrir hvœs úr pottin-
um. Henni finnst þetta frekar ótrú-
legt og spáir ekkert meira í það.
Viku síðar er hún aftur að vökva
og heyrir hljóðið aftur. Hún finnur
að hljóðið heyrist bara þegar hún
hellir vatninu. Hún hringir niður í
Blómaval og nœr
þar sambandi
við mann sem
spyr
hvort
hún sé
ein í hús-
inu.
Hún
segist
vera með
barnið
sitt og
maðurinn
biður hana
þá um að
klœða barnið og drífa sig út.
Skömmu síðar koma tveir menn í
göllum, þeir fara inn og koma
jukkunni fyrir í búrl Þá kemur í
Ijós að einhver banvœn kónguló,
svarta ekkjan eða tarantúla, hajði
hreiðrað um sig við rœtur jukk-
unnar.
„Það Jylgir sögunni að þœr hreiðri
einmitt um sig við rœtur plantna
þegar þœr liggja á eggjum. “