Dagur - Tíminn Akureyri - 05.03.1997, Blaðsíða 13

Dagur - Tíminn Akureyri - 05.03.1997, Blaðsíða 13
jDagim®mmm AL-ANON Samtök ættingja og vina alkohólista. Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Ef svo er getur þú i gegnum samtökin: - Hitt aöra sem glíma við samskonar vandamál - byggt upp sjálfstraust þitt. - bætt ástandið innan fjölskyldunnar. - fundið betri líðan Fundarstaður: AA húsið, Strandgötu 21, Akureyri, sími 462 2373. Fundir f Al-Anon deildum eru: Miðvikudaga kl. 21.00 og laugardaga kl. 11.00 (nýliðar boðnir velkomnir kl. 10.30) Húsnæð! óskast 4ra manna fjölskylda óskar eftir aö taka á leigu 3ja herb. íbúö á Akureyrl sem fyrst. Uppl. í síma 557 4211. Sala Tll sölu: Subaru 1800 árg. '84, verð kr. 150 þús., ath. skipti á dýrari bíl; Pioneer 40" litasjónvarp, verð kr. 200 þús. og pylsu- vagn, þarfnast lagfæringar, verð kr. 150 þús. Uppl. í síma 462 7404. Ýmislegt | Víngerðarefni: Vermouth, rauðvín, hvítvín, kirsuberjavín, IVIóselvín, Rínarvín, sherry, rósavín. Bjórgeröarefni: Þýsk, dönsk, ensk. Plastbrúsar, síur, vatnslásar, alko- hólmælar, sykurmælar, líkkjörar, filter, kol, kísill, felliefni, suöusteinar ofl. Sendum í póstkröfu. Hólabúðin hf., Skipagötu 4. Sími 4611861. Hjólbarðar Ódýrir hjólbaröar!!! Fyrsta flokks hjólbarðar fýrir traktora, vinnuvélar og búvélar í öllum stærðum. Sendum hvert á land sem er. Simi 462 3002, fax 462 4581. Teppahreinsun, nýjar og kraftmiklar vélar. Bón og bónleysing. Þrífuin rimlagardínur. Fjölhreinsun Noröurlands. Alliliða hreingerningaþjónusta. Símar: 462 5966, 461 1875, 896 3212, 896 6812. Hestar Tek aö mér hross í tamningu og þjálfun frá 1. mars. Einnig járningar og morgungjafir. Er félagi í F.T. Magnús R. Árnason, Akureyri. Síml 462 7927. Messur Akureyrarkirkja. Miðvikudagur 5. mars. Föstu- messa kl. 20.30. Sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur, messar. Glerárkirkja. f dag miðvikudag verður kyrrð- arstund í hádeginu kl. 12.00- 13.00. Orgelleikur, helgistund, altarissakramenti, fyrirbænir. Léttur máls- verður að stundinni Iokinni. Allir velkomnir. Sóknarprestur. Samkomur HVlTASunnumKJM Miðvikudagur 5. mars. Biblíulestur kl. 20.30. Róbert Gunnarsson. Athugið Frá Sálarrannsóknafélaginu á Akureyri. '/ Heilunarnámskeið verður dag- ana 8.-9. mars. Leiðbeinandi er Þórhallur Guðmundsson. Einnig verður hann með kyrrðarkvöld í sal félagsins sunnudagskvöldið 9. mars kl. 20.30. Inga Magnúsdóttir Tarot-lesari starfar hjá félaginu 20.-24. mars. Bíbí Ólafsdóttir verður með Iestur/heilun í mars. Valgarður Einarsson verður með lestur 10.-14. apríl. Mallory Stendall verður með lestur/flöskur 12.- 24. apríl. Tímapantanir og nánari upplýsingar eru f símum félagsins, 462 7677 og 461 2147, alla virka daga frá kl. 13.30 til 16. Munið heilunina alla laugardaga frá kl. 13-15.30. Stígamót, samtök kvenna gegn kynferðis- legu ofbeldi. Símatími til kl. 19.00 í síma 5626868. Minningarkort Akureyrarkirkju fást í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, Blóma- búðinni Akri og Bókvali. Minningarkort Gigtarfélags Islands fást í Bókabúð Jónasar. Samúðar- og heillaóskakort |jpv|n Gideonfélagsins. Æj Samúðar- og heillaóskakort Gi- 's—S deonfélagsins liggja frammi í flestum kirkjum landsins, einnig hjá öðrum kristnum söfnuðum. Ágóðinn rennur til kaupa á Biblíum og nýjatestamentum til dreifingar hérlendis og erlendis. Útbreiðum Guðs heilaga orð. Frá Náttúrulækningafélagi Akureyrar. Félagar og aðrir velunnarar eru vinsamlega minntir á minningakort félagsins sem fást í Blómabúðinni Akri, Amaro og Bókvali. DENNI DÆMALAUSI C) NAS/Di,tr. BUILS .en til hvers að þvo þá? Þeir eru búnir að vera í vatni allt sitt líf! Athugið Minningarkort Glerárkirkju fást á eftir- töldum stöðum: I Glerárkirkju, hjá Ásrúnu Pálsdóttur Skarðshlíð 16a, Guðrúnu Sigurð- ardóttur Langholti 13 (Rammagerðinni), í Möppudýrinu Sunnuhlíð og versluninni Bókval. Iþróttafélagið Akur vill minna á minning- arkort félagsins. Þau fást á eftirtöldum stöð- um: Bjargi Bugðusíðu 1 Akureyri og versl- uninni Bókval við Skipagötu Akureyri. Minningar- og tækifæriskort Styrktarfé- lags krabbameinssjúkra barna fást hjá fé- laginu í síma 588 7555. Enn fremur hjá Garðsapóteki, sími 568 0990 og víðar um land. Minningarkort Umhyggju, félags til stuðnings sjúkum börnum, fást í síma 553 2288 og hjá Body Shop, sími 588 7299 (Kringlan)/S61 7299 (Laugavegur 51). Miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit. m Opið hús í Punktinum alla mið- I1||Í|H vikudaga frá kl. 15- 17. Kaffiveitingar í boði, dagblöð liggja frammi og prestur mætir á staðinn til skrafs og ráðagerða. Sérstök dagskrá auglýst ef svo ber undir. Akureyrarkirkja. Spakmælib Eftirmæli Sæll varst þú, Akkilles, að eiga trúan vin í lífinu og Hómer til að vibfrægja dáðir þínir að þér látn- um. (Alexander mikli) Ljób dagsins Söknubur Man ég þig, mey, er hin mœra sól hátt í heibi blikar. Man ég þig, er máni ab mararskauti sigur silfurblár. (Úr Ijóbinu Söknubur eftir Jónas Hallgrímsson) A Fróni Hvilftarströnd Strönd Önundarfjarðar að norð- anverbu kennd vib bæinn Hvilft. Þegar hvalveiðistöbin að Sól- bakka brann árið 1901 átti að færa stöðina inn á Hvilftarströnd. Þar stendur nú skorsteinn, múr- steinshlaðinn og gamall gufuket- ill, en fleira var ekki byggt og verksmiðjan flutt á Austfirði. SONY PLAY STATION VerMœkkun ! Áður 35.500 stgr. Nú 16.990 stgr. HLJÓMDEILD BDKVAL8 Hafnarstræti 91 Akureyri - Sími 461 3555 Miðvikudagur 5. mars 1997 - 25 3tiuxð ci öejyxín Höfuðborgarsvæðið Gengið á milli umferðarmiðstöðva í miðvikudagskvöldgöngu Hafnagönguhópsins 5. mars verður gengin skemmtileg leið sem gæti tengt saman helstu umferðamiðstöðvar landsins fyrir ferðir á láði, legi og í lofti. Þá er ýmislegt í náttúrufari, sögu og menningu að sjá og kynnast á þessari leið. Um þetta verður rætt á göngunni og um ýmsa möguleika sem þetta gefur. Farið verður frá Ilafnar- húsinu kl. 20. Áætlað er að ferðin taki einn og hálfan til tvo tíma. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnagönguhópnum. Háskólafyrirlestur Michele Marsonet, prófessor í heimspeki frá háskólanum í Ge- núa, flytur opinberan fyrirlest- ur í boði Heimspekideildar Há- skóla íslands og Félags áhuga- manna um heimspeki fimmtu- daginn 6. mars kl. 20.30 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist Richard Rorty’s Ironic Liberalism and its Dangers. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn. Sagt frá menningarviðburði Um 20 listamenn úr öllum greinum, ásamt matreiðslu- meisturum og jarðræktarfólki lögðust á eitt um að skapa málsverð, leik- og listsýningu í Vasa í Finnlandi sl. haust. Þessi sýning, sem nefndist Pidot 96 Gástabud, var valin einn af merkustu menningarviðburðum í Finnlandi árið 1996 af finnska ríkissjónvarpinu. Fjórir íslend- ingar tóku þátt í þessu verkefni, Dröfn Friðfmnsdóttir myndlist- armaður, Helga Pálína Brynj- ólfsdóttir textílhönnuður, Mar- grét Jónsdóttir leirlistamaður og Jórunn Sigurðardóttir leik- ari. Þær þrjár síðasttöldu sýna myndir og segja frá þessu verk- efni í Barmahlíð, Myndlistar- og handíðaskóla íslands, Skipholti 1, Reykjavík, klukkan 16 mið- vikudaginn 5. mars. Fyrirlest- urinn er öllum opinn og enginn aðgangseyrir. Frumkvæði í atvinnulífi Samvinnuháskólinn á Bifröst efnir á hverju misseri til nokk- urra málstofa, um málefni sem ofarlega eru á baugi. Jórnna Benediktsdóttir er næsti gestur á málstofu og mun hún íjalla um frumkvæði í atvinnulífi. Málstofan fer fram miðvikudag- inn 5. mars kl. 15.30 í hátíðar- sal skólans. Námskeið í skyndihjálp Reykjavíkurdeild RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst miðviku- daginn 5. mars kl. 19, kennt verður til kl. 23. Aðrir kennslu- dagar verða 10. og 11. mars. Námskeiði telst vera 16 kennslustundir og verður hald- ið í Ármúla 34, 3. hæð. Nám- skeiðið er opið öllum 15 ára og eldri. Sérstaklega er þó vænst þátttöku ungra ökumanna sem hafa í höndum ávísun á nám- skeið í skyndihjálp gefna út af Rauða krossi íslands. Námskeiðsgjald er 4.000 krónur. Skuldlausir félagar í RKÍ fá 50% afslátt. Hægt verður að ganga í félagið á staðnum. Einnig fá nemendur í fram- haldsskólum og háskólum sama afslátt gegn framvísun á skóla- skírteini. Tónskóli Sigursveins heldur sinfóníu- tónleika Tónleikar Hljómsveitar Tón- skólans í Langholtskirkju þann 8. mars næstkomandi kl. 16. Frumflutt verður hér á landi sinfónía í D-dúr op. 24 eftir Jan Václav Vorísek. Hljómsveitin er skipuð 40 nemendum skólans á aldrinum 9-18 ára. Stjórnandi er Sigur- sveinn Magnússon. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÁRNI ÞORSTEINSSON, Fljótstungu, Hvítársíðu, lést að heimili sínu 3. mars síðastliðinn. Ingibjörg Bergþórsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. sem lést á Sólvangi 28. febrúar síðastliðinn, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. mars kl. 15. Reynir Snædal Magnússon, Eygló Ásmundsdóttir, Gylfi Guðjónsson, Elfa Guðmundsdóttir Rafn Vigfússon, Karen Gestsdóttir og aðrir aðstandendur.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.