Dagur - Tíminn Akureyri - 08.03.1997, Side 1
HELGARÚTGÁFA
Siglufjörður/Ólafsfjörður
Nýr útgerðarrisi
á Tröllaskaga
Þormóður rammi-
Sæberg hf. 3ja stærsta
útgerðarfyrirtæki
landsins.
s
tgerðar- og fiskvinnslu-
fyrirtækin Sæberg hf. í
Ólafsfirði og Þormóður
rammi hf. á Siglufirði hafa sam-
einast og verður sameiningin
afturvirk frá síðustu áramótum.
Starfsemin verður í báðum
byggðalögun-
um. Hið nýja
fyrirtæki mun
heita Þormóð-
ur rammi-Sæ-
berg hf. og
verða fram-
kvæmdastjór-
arnir tveir;
Gunnar Sig-
valdason í Ól-
afsfirði og Ól-
afur Marteinsson á Siglufirði. í
maímánuði 1996 keypti Þor-
móður rammi hf. 20% hlut í Sæ-
bergi hf. og gerðu fólögin með
sér samstarfssamning sem unnið
hefur verið eftir síðan. Tilgang-
urinn með samruna félaganna
er að auka hagkvæmni með
bættri nýtingu eigna og veiði-
heimilda, draga úr kostnaði og
gera hið sameinaða félag betur
búið til að takast á við ný sókn-
arfæri. Stefnt verður að stækk-
un félagsins og eílingu skipa-
stólsins og fyrsta skrefið í því er
kaup á frystiskipinu Engey RE-1
af Granda hf., án kvóta, og fer
skipið á bolfiskveiðar. Skipið,
sem er systurskip Akureyrinnar
og Víðis, er nýendurbyggt.
Veiðiheimildir beggja félaganna
eru um 17 þúsund þorskígildis-
tonn að meðtöldum heimildum
utan lögsögunnar, og er félagið
þriðja stærsta útgerð landsins
með tilliti til kvóta, næst á eftir
Samherja hf. og Haraldi Böðv-
arssyni hf., en með heldur meiri
kvóta en
Vinnslustöðin
hf., Grandi hf.
og ÚA. Skipa-
eignin verður 5
frystiskip og 4
ískfiskskip sem
verða á bolfisk-
veiðum og
rækju.
Heildarvelta
Sæbergs hf. var
á si. ári 1.350 milljónir króna og
Þormóðs ramma hf. 2.272 millj-
ónir króna og er stefnt að 3,7
milljarða króna veltu á þessu
ári og að starfsmannaflöldinn
verði svipaður, eða um 290
manns. Nettóskuldir þess verða
um 1,5 milljarður króna. Fiski-
skipaflotinn verður stokkaður
upp en á þessari stundu er það
ekki ljóst með hvaða hætti það
verður gert. GG
Nýja fyrirtækið hefur
keypt Engey RE-1 og á
fyrir fjóra frystitogara
og fjóra ísfisktogara
með samtals 17 þús-
und þorskígildistonna
kvóta.
Rikisstjórn
Þensla endurmetin
Borgin vill endurskoða
frestun framkvæmda.
að sem skiptir mestu máli
er að sjá einhverja útkomu
úr kjarasamningum," segir
Ólafur Davíðsson, ráðuneytis-
stjóri í forsætisráðuneytinu.
Hann segir að á meðan séu
ekki uppi nein áform um breyt-
ingar á fyrri ákvörðunum sem
teknar voru til að koma í veg
fyrir þensluáhrif vegna stóriðju-
framkvæmda. Ólafur sagði um
miðjan dag í gær að gerð kjara-
samninga væri ekki komin á það
stig að ríkisstjórnin sæi ástæðu
til að koma að þeim með hugs-
anlegar aðgerðir í skattamálum
og fleiru.
Á fundi borgarstjórnar í
fyrrakvöld sagði Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir borgarstjóri að
endurskoða þyrfti samkomulag
við samgönguráðherra um frest-
un framkvæmda hjá borginni
gegn breikkun Ártúnsbrekku,
vegna þeirrar ákvörðunar
Landsvirkjunar að fresta hluta
af fyrirhuguðum virkjunarfram-
kvæmdum. Talið er að þessi
áform Landsvirkjunar hafi í för
með sér allt að 3.3 milljarða kr.
minni fjárfestingar en áætlað
var á næstu þremur árum. -grh
Eitt sinn var skilgreining á frétt sú að ef hundur biti mann væri það ekki frétt, en ef maður biti hund væri það
frétt. En ef hundur glefsar í skokkara? Þá er það Dags-Tímafrétt. m
Afengismál
Páll gegn ESB
Félagsmálaráðherra
segir að ekki verði un-
að við úrskurð frá ESB-
dómstóli um að aflétta
verði ríkiseinkasölu á
áfengi.
etta er eins og margt ann-
að sem frá Brussel kemur.
Ég er auðvitað ekkert hrif-
inn af þessu. Þegar við vorum
að gerast aðilar að Evrópsku
efnahagssvæði, þá sóru þeir og
sárt við lögðu talsmenn aðildar,
að ekki þyrfti að koma til breyt-
ing á áfengislöggjöfinni í fram-
haldi af aðild okkar. Sama saga
gekk á hinum Norðurlöndunum.
Nú kemur annað í ljós og er það
eftir öðru í samskiptum okkar
við Evrópusambandið," sagði
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra í samtali við Dag- Tímann
í gær.
„Á sínum tíma byggði ég and-
stöðu mína við aðild að EES á
því að við værum að afsala okk-
ur sjálfsforræði í mjög veiga-
miklum málaflokkum og yrðum
að fara eftir fyrirsögn frá Brus-
sel, sem nú er komið á daginn,“
sagði Páll Pétursson.
Ráðherrann sagði að aðallög-
maður ESB-dómstólsins væri
ekki maður óskeikull, alla vega
hefði það borið við í tveim tilvik-
um í það minnsta að álit hans
hefði verið hunsað af dómstóln-
um. Lögmaðurinn segir að ís-
land og fleiri lönd hefðu átt að
leggja niðrn- áfengiseinkasölur
þegar eftir undirritun EES-
samningsins.
Páll sagði að hann hefði
áhyggjur af auknu frjálsræði í
áfengismálum íslendinga í þá
veru sem aðallögmaðurinn vill.
Sömu sögu væri að segja af
ráðamönnum í nágrannalönd-
unum. Enn aukið frelsi mundi
alla vega ekki bæta áfengis-
menninguna hér á landi. Hér
væri um að ræða mál
sem snerti ríkissjóð
verulega. Aukið frjáls-
ræði væri nú að koma
í ljós, ríkissjóður yrði
af miklum tekjrnn.
„Nú virðast menn
hættir að mjatla áfeng-
inu í land í pappaköss-
um, heldur flytja inn
ólöglega í heilu gá-
rnunurn," sagði félags-
málaráðherra. Það er
alveg einboðið að í þessu máli
munum við ekki una úrskurði
eins og þeim sem aðallögmaður-
inn ýjar að. Við munum taka á
þessu rnáli." -JBP
Páll Pétursson
félagsmálaráðherra:
Aukið frelsi mun
ekki bœta áfengis-
menninguna og
ríkið tapar
íslendingaþættir
Fylgja
blaðinu í dag
Lítill Víkingur kr. 250,-
Skipagata 14, 5. hæð, sími 462 7100 - opið öll hádegi og öll kvöld