Dagur - Tíminn Akureyri - 08.03.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Akureyri - 08.03.1997, Blaðsíða 6
6 -Laugardagur 8. mars 1997 iOagur-ÍEtmmn IÐNÓ Endurbyggingarnefnd IÐNÓ auglýsir eftir umsækjendum sem hafa áhuga á að taka að sér rekstur IÐNÓ. Umsóknum þar sem gerð skal grein fyrir hug- myndum umsækjenda um rekstur í húsinu skal skilað til formanns endurbyggingarnefndar, Pór- arins Magnússonar, verkfræðings, Austurstræti 6, 3. hæð, fyrir 19. mars nk. — AKUREYRARBÆR Lóð í miðbæ Laus er til umsóknar byggingarlóð í miðbæ Ak- ureyrar. Lóðin afmarkast af Strandgötu og Geislagötu austan Landsbanka, reitur nr. 21 skv. skipulagi norðurhluta miðbæjar. Lóðin er skil- greind fyrir miðbæjarstarfsemi og íbúðir. Fyrirvari er um hvenær lóðin verður byggingarhæf. Umsóknareyðublöð og upplýsingar um lóðina fást hjá byggingafulltrúaembættinu á Akureyri. Umsóknum skal skilað til byggingafulltrúa, Geisla- götu 9, Akureyri, fyrir 15. mars 1995. Byggingarfulltrúi Akureyrar. Við þökkum innilega auðsýnda vináttu og hlýhug við andlát og útför GUÐNÝJAR KRISTJÁNSDÓTTUR, frá Rauðaskriðu. Sérstakar þakkirfærum við starfsfólki á 3. hæð Sjúkrahúss Húsavíkur. Börn, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn. Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og út- för eiginmanns míns og föður okkar, SÉRA GUÐMUNDAR SVEINSSONAR, fyrrv. skólameistara, Flúðaseli 30, Reykjavík. Guðlaug Einarsdóttir og dætur. sem lóst 3. mars sl., verður jarðsunginn laugardaginn 8. mars kl. 14. Athöfnin fer fram í Reykholtskirkju en jarðsett verður á Gilsbakka. Ingibjörg Bergþórsdóttir, Hjörtur Bergþór Hjartarson, Helga Brynjólfsdóttir, Jónína Marta Árnadóttir, Guðbjörn Sigvaldason, Þorsteinn Árnason, Pia Hesselvig og barnabörn. Sætaferðir verða frá B.S.Í. kl. 10.30 sama dag og Hyrnunni, Borgarnesi kl. 13. Hætt að lemja pizzusendlana Pizzusendlar á höfuðborgarsvæð- inu eiga nú miklu síður á hættu að verða lamdir eða rændir en áður. Meginvandamálið nú er hvað þeir sem panta eru oft sofnaðir þegar pizzan kemur. Heimsending á pizzum er að verða vandræða- minni, t.d. miklu minna um að reynt sé að brjóta eitt- hvað á pizzusendlunum, ógna þeim eða plata þá á einhvern hátt, að sögn Péturs Þórs Guð- mundssonar, framkvæmda- stjóra Hróa Hattar. „Sérstak- lega var það orðið hættulegt þegar menn voru að berja sendlana. En það er nú alveg hætt.“ Dagur-Tíminn hafði sam- band við Pétur til að fræðast um hina tiltölulega nýju en ótrúlega gróskumiklu „pizzu- menningu“ í landinu. Afgreiðsl- una segir hann tölvuvædda þannig að símanúmerið kemur upp á skjáinn um leið og hringt er inn. „Þannig sjáum við líka hvort hringt er úr því númeri sem gefið er upp - hvort nokkuð sé verið að gabba. Og þar sjá- um við líka allar færslur á hverjum stað.“ Vasapeningar sumra í pizzur Pizzur er hægt að panta allan sólarhringinn. Mest segir Pétur þó um pantanir um kvöldmat- arleytið og síðan fram til klukk- an 2-3 á nóttunni á virkum dögum, en alveg fram undir klukkan 8 á morgnana um helgar. Og yfirleitt sé miklu mera að gera á nóttunni heldur en yfir daginn. Töluvert sé um það að fjölskyldur kaupi pizzur reglulega einu sinni í mánuði. Og mikið um það að fjölskyldur kaupi alltaf pizzu einu sinni í viku, t.d. hverju föstudagskvöldi eða laugardegi. - Panta e.t.v. einhverjir oft í viku? „Já, unglingar. Til sumra þeirra erum við að keyra pizzur nokkrum sinnum í hverri viku og alltaf það sama. Svona milli klukkan 3 til 5 á daginn erum við aðallega í því að keyra út til unglinga. Vasapeningarnir þeirra koma hingað." Lítið er hins vegar um að fjölskyldur panti pizzu oft í viku, nema eitt- vað sérstakt komi upp á; óvenju seint sé komið heim úr vinn- unni, eða að fólk standi í stór- ræðum, t.d. flutningum eða sé að mála og annað slíkt. Pizzan sumum ómiss- andi með íþróttum „Hins vegar virðist mikið um það að pizzur séu pantaðar ef hópur kemur saman, á spila- kvöld eða þannig. Og líka mjög mikið með íþróttum. Sumum er pizzan ómissandi með íþrótt- um. Við verðum t.d. mikið vör við það ef er fótbolti í sjónvarp- inu, eins og í gær. Þá berst mik- ið af pöntimum". - Lenda pizzusendlar aldrei í ströggli eða vandræðum þegar þeir koma í hús? „Stundum á næturnar. Það er ekkert um þetta fyrr en svona upp úr klukkan eitt á nóttunni. Þá fer það að byrja að fólk getur ekki borgað. Sumir segjast ekki finna veskið sitt eða því um líkt.“ „Töff“ að ógna sendlinum eða ræna hann... Alvarlegri vandamál af þessum sökum segir Pétur hins vegar hafa minnkað verulega. „Það var svolítið um það að pizza- sendlar væru rændir; pizzan bara tekin af þeim og fólk neit- aði að borga en hótaði að berja sendilinn ef hann hefði sig ekki í burtu. En það er orðið mjög lítið um svona mál. Reyndar held ég að það sé vegna þess að ekkert hefur verið fjallað um þetta í fjölmiðlum að undan- förnu. En þegar svonalagað kemst til umræðu í fréttum, þá verður það eitthvað „töff' og þá þurfa alltaf einhverjir að reyna þetta. Það gekk líka yfir önnur bylgja. Þá voru pantaðar pizzur á eitthvert heimilisfang, sem var gabb og síðan önnur pizza í sömu götu á nánast sama tíma. Meðan sendillinn fór inn með fyrri pizzuna, var farið í bflinn og hinni pizzunm rænt, þ.e. meðan sendillinn var kannski uppi á 4. hæð í blokk að gá að þeim sem átti að hafa pantað pizzu, sem enginn kannaðist við. Þetta var stundað úti um allan bæ á tímabili, en er líka næstum búið núna, nema í ein- stöku tilfellum. Maður heyrir kannski um eina og eina pizzu sem hverfur úr bflum. Þarna held ég að okkar full- komna símakerfi hafi hjálpað til. Því við sjáum hvort hringt er úr því númeri sem tilgreint er, þannig að það er orðið erfitt að gabba.“ Svangir - og óskap- lega syfjaðir - Eru vandamálin þá að verða úr sögunni? „Núna er það aðalvandamál- ið að fólk pantar á nóttunni, og er síðan sofnað þegar við kom- um á staðinn. Hversu snöggir sem við erum - sérstaklega ef fólk er eitthvað fþví - þá eru 15-20 mínútur alveg nóg til þess að fólk steinsofnar á þess- um tíma, og rumskar ekki þó sendillinn hamist á dyrabjöll- unni, eða á stofuglugganum þegar hann sér kannski þann sem pantaði sofandi í sófanum. En fólk haggast ekki. Um helgar er töluvert mikið um þetta. Annað vandamál er fólk sem pantar og fer síðan úr húsinu áður en við komum, í annað partí eða eitthvað slíkt.“ Pétur segir nú orðið fremur lítið um það að fólk panti pizzu eigi það ekki pening, enda taki sendillinn hana þá til baka. „Það er helst, eftir að debet- kortin komu, að það ætla að borga þannig. En debetkort er rafræn greiðsla og útilokuð í heimahúsi. Við höfum þá annað hvort boðið kúnanum að koma daginn eftir, eða að skjótast bara með hann að borga hjá okkur," segir Pétur Þór Guð- mundsson. HEI

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.