Dagur - Tíminn Akureyri - 08.03.1997, Side 12

Dagur - Tíminn Akureyri - 08.03.1997, Side 12
wmmm^m^mmmmm JDagur-®tmtmt Laugardagur 8. mars 1997 |Dagur-®tmmn -besti tími dagsins! Konur gegn plebbamenningu Kvennalistakonur vilja sporna gegn plebbamenningu, sem þær segja breiðast út í borginni í formi fatafellusýninga og erótískra símaþjónusta. Plebbamenning breiðist óð- um út í Reykjavík, segja Kvennalistakonur, sem ætla að koma saman síðar í mánuðinum og ræða hvort og hvernig hægt sé að sporna gegn þessu. „Við erum tala um þessa skemmtistaði sem spretta upp hver á fætur öðrum og bjóða upp á fatafelludans. Þetta er orðið mjög áberandi og einnig auglýsingar í dagblöðunum á ástarlínum og fleiru í þeim dúr,“ segir Sigrún Erla Egils- dóttir, starfsmaður Kvennalist- ans. „Þetta er auðvitað spurn- ing um hvað við viljum hafa sem hluta af okkar menningu og hvað ekki. Mörgum konum finnst það slæmt að þetta sé farið að grassera hér óárBeitt." Fyrr í vetur var talsvert um það rætt hvort skilgreina ætti fata- felludansins sem list eða klám og það ætla Kvennalistakonur m.a. að ræða á fundi 20. mars næstkomandi. Sigrún Erla seg- ist ekki vita hvers vegna það sem þær kalla „plebbamenn- ingu“ hafi færst í vöxt hér á landi. „Þetta er auðvitað mjög áberandi víða erlendis og ég held þetta hafi viðgengist mjög lengi hér í einkaklúbbum. Hins vegar veit ég ekki alveg af hverju þetta er svona sýnilegt núna. Þetta er kannski hluti af þessum afstæðishugsunarhætti sem ræður ríkjum. Allt á að fá að blómstra í nafni frelsins og fólk í dag er ragara við að taka afstöðu en áður var.“ , —2 fyrírru*n‘ Opnuro 0Pnunartfmi Opemng hoors %*>- til iim íö Thi> 21-00-01,00 StansU } sýnin Spriklandi fatafellur um allan bæ... plebbamenning? VORTILBOÐ! Vorið kemur með SAS Sumaráætlun SAS á íslandi hefst 5. apríl SAS fagnar vorkomu með tilboði á ferðum til nokkurra borga í Evrópu ef ferðast er á tímabilinu frá 5. apríl til 13. júní. Flogið er til Kaupmannahafnar á laugardögum og til íslands á föstudögum. Hámarkstími er 1 mánuður og lágmarkstími er 6 dagar. Barnaafsláttur er 50%. Allar nánari upplýsingar færðu á ferðaskrif- stofunni þinni eða söluskrifstofu SAS. Kaupmannahöfn 21.060 Mílanó 30.480 Parfs 30.130 Vín 31.040 Ziirich 30.590 Amsterdam Flugvallarskattar eru innifaldir í verði. 29.340 Laugavegi 172 Simi 562 2211

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.