Dagur - Tíminn Akureyri - 14.03.1997, Síða 2

Dagur - Tíminn Akureyri - 14.03.1997, Síða 2
 14 - Föstudagur 14. mars 1997 jlÉnjinÁEbtrám Smíða flugvél sem hægt erað leggjasaman Feðgarnir Ragnar Axelsson og Axel Sölvason eru að smíða vél sem hægt er að pakka saman á 15 mínútum, setja upp á vagn og draga ef flugveð- ur er slæmt. Axel hefur að mestu séð um smíðina enda völundur mikill en Ragnar hefur gripið í þetta þegar hann hefur haft tíma. Hann var við myndatökur af ísbjörnum á Grænlandi þegar þessi mynd var tekin. Bensínbrúsarnir kunna að vekja athygli. Feðgarnir Ragnar Axelsson ljósmyndari og Axel Sölvason tækjafræðingur eiga ýmislegt sameiginlegt. Báðir eru þeir spenntir fyrir ljósmyndun og báðir hafa þeir einkaflugmannspróf upp á vas- ann. Þeir hafa nú tekið sig til og fjárfest í og ílutt inn ásamt öðr- um nýja gerð af lítilii og léttri flugvél til að setja saman og fljúga við erfið skiiyrði. Axel hefur tekið að sér að setja vél- ina saman, Ragnar hjálpar til þegar hann hefur tíma og Ey- þór Sigmundsson í Laxakortiun heldur þeim félagsskap. „Við erum fyrst og fremst að smíða vél sem við álítum að sé afskaplega þénug vegna þess að á 15 mínútum getum við pakkað henni saman og sett inn í vagn sem við drögum eftir bíl. Þess vegna getum við farið með hana akandi ef flugskilyrðin eru þannig að ekki er hægt að fljúga. Hún á að vera afskap- lega dugleg í loftið þó að flug- brautin sé lítii sem engin. Hún flýgur hægt þannig að það er mjög gott að taka myndir úr henni. Við stflum upp á það,“ segir Axei. Hægt að leggja væng- ina aftur Ragnar og Axel hafa báðir verið með einkaflugmannspróf í Qölda ára og Axel reyndar í 30 ár. Báðir stunda þeir Iíka ljós- myndun, Ragnar hefur gert það að atvinnu sinni eins og al- kunna er og Axel tekur myndir í frístundum. Á nýju vélinni get- ur ljósmyndarinn annað hvort flogið sjálfur og tekið myndir um leið eða verið með flug- mann í för. Þá getur annar ein- beitt sér að því að fljúga meðan hinn einbeitir sér að myndatök- um. „Þegar hún breiðir almenni- lega úr sér er hún býsna stór og ekkert ólík flugvélunum sem sjást dags dagiega fljúga yfir Reykjavík. Meginmálið er að það er hægt að leggja vængina aftur með skrokknum og gera hana svo þunna að það er hægt að setja hana upp á kerru. Þetta verður ósköp viðlíka eyki og með svifflugur. Þetta verður ekkert vandamál, þægilegt og aðgengilegt með öllu,“ segir Axel og bætir við að hægt verði að geyma vélina inni í bflskúr. Klárar fyrir vorið Hann hefur sett vélina saman hjá bróður Eyþórs x' vélsmiðj- unni Formax þar sem hann hef- ur fengið gott pláss og getur fullklárað að setja vélina sam- an. Axel eyðir öllum helgum og mörgum kvöldum í viku í smíð- ina og kveðst bjartsýnn á að sér takist að klára fyrir vorið þann- ig að þá sé hægt að byrja að fljúga henni. Það verður þó ekki seinna vænna því að feðgarnir hafa selt vélina sem þeir áttu fyrir og hafa enga aðra vél til að fljúga en þessa. „Það er afskaplega skemmti- legt að smíða svona vél. Ég er kominn afar langt með hana,“ segir Axel. „Þetta verður fyrir- ferðarmikið þegar maður setur vængina á hana.“ -GHS Klukkan á nokkrum stöðum Hafnfirðingar eru spaugarar miklir og bara gott eitt um það að segja, enda löngu ljóst að hláturinn ger- ir ekkert annað en að lengja lífið. Fram- takssamir Hafnfirðingar hafa nú tekið upp á því að laða fólk í Hafnarfjörð, fyrst með grfnhátíðinni miklu í fyrra og nú með fallegum auglýsingaspjöldum sem dreift er í hús og slegið á léttar nótur. Það er fyrirtækið Aðalskoðun sem stendur að spjöldunum skemmtilegu og gefur þar ýmsar nytsamlegar upplýsing- ar, til dæmis þann alkunna sannleika að morgunstund gefi gull í mund. Það læðir líka frá sér öðrum upplýsingum, svo sem um vindhraða, vindstig og vegalengdir milli staða á íslandi. Að ekki sé minnst á Klukkuna á nokkrum stöðum þegar hún er 12 á hádegi í Hafnarfirði. Þegar klukkan er 12 á hádegi í Hafn- arfirði er hún 12 í Reykjavík, 12 í Kópa- vogi, 12 á Seltjarnarnesi, 12 á Álftanesi, 12 í Garðabæ, 12 í Mosfellsbæ, 12 í Grindavflc, 12 í Vogum, 12 á Reykjanesi að ekki sé minnst á Akureyri, Ólafsfjörð, Grímsey og Hrísey. Þar er klukkan líka 12 þegar hún er 12 á hádegi í Hafnarfirði. Svo mætti lengi telja. Aðalskoðimarmenn geta svo í lokin ekki stillt sig um að klykkja út með því að „Á íslandi eru 24 klukkustundir í sólarhring allt árið. Ef farið er milli staða inn- anlands ber að taka tillit til þess.“ Það getur enginn sagt að ekki séu húmoristar í Hafnarfirði! -GHS )

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.