Dagur - Tíminn Akureyri - 14.03.1997, Page 7
ptgur-®fmtmt
Föstudagur 14. mars 1997 -19
Helgin
framundan
Umsjón
Marín G.
Hrafnsdóttir
Akureyri/Norðurland
Steingrímur á heimavelli
Amánudag kl. 15 opnar
Steingrímur St. Th. Sig-
urðsson listmálari sýningu
á Sal Menntaskólans á Akureyri.
Þetta er 82. sýning Steingríms,
sem um þessar mundir heldur
upp á 30 ára starfsafmæli sitt
sem listmálari. Sýndar verða
olíu- og vatnslitamyndir og ætlar
Steingrímur auk þess að mála
nokkrar myndir á staðnum,
þannig að sýningargestir geta
séð handbrögð þessa afkasta-
mikla málara. Sýningin stendur
frá næstkomandi mánudegi og
fram til föstudags og er opin frá
miðdegi og fram á kvöld. „Nú er
ég kominn heim í norðrið sæla
þar sem ég lifði og hrærðist um
afar langt skeið,“ segir Stein-
grímur, sem er sonur Sigurðar
Guðmundssonar, sem lengi var
skólameistari Menntaskólans á
Akureyri. sbs
Dáið þér
Beethoven?
Sigurður Halldórsson sellóleikari og Daníel Þorsteinsson
píanóleikari halda tónleika á vegum Tónlistarfélags Ak-
ureyrar í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju laugardaginn
15. mars klukkan 17:00.
Á efnisskránni erum verk fyrir selló og píanó eftir Ludwig
van Beethoven; Tvær sónötur op. 5, Tólf tilbrigði við stef úr
óratoríu Hándels „Judas Maccabaeus" og Sjö tilbrigði við
stefið „Bei Mánnern, welche Liebe fiihlen" úr Töfraflautunni
eftir Mozart.
Sigríður Ella og Schubert
Sigríður Elia Magnúsdóttir söngkona heldur þessa dagana námskeið á Akureyri. Nemendur
víða að taka þátt í námskeiðinu sem er á vegum Tónlistarskóla Akureyrar og styrkt af Tón-
listarskóla Eyjafjarðar.
Á sunnudaginn klukkan 17:00 verða tónleikar í sal Tónlistarskólans við Hafnarstræti þar sem
nemendur af námskeiðinu koma fram og verður stór hluti tónleikanna helgaður Franz Schubert
en 200 ár eru frá fæðingu hans. Sigríður Ella syngur eitt verk á tónleikunum ásamt fjórum kven-
röddum. Richard Simm leikur undir á píanó. Aðgagnur er ókeypis og öllum frjáls.
M