Dagur - Tíminn Akureyri - 14.03.1997, Page 8

Dagur - Tíminn Akureyri - 14.03.1997, Page 8
20 - Föstudaaur 14. mars 1997 IWnÆmrám íDagur-ÍCímtmt Mœlir með: ...Hvað gerðist þá? Bókinni um Mimlu, Múmín- snáðann og Míu litlu eftir finnska rithöfundinn Tove Jans- son sem Böðvar Guðmundsson þýddi fyrir nokkrum árum. Bókin er sígild og mikill skemmtilestur og ekki spillir fyrir hversu textinn er vandað- ur og myndirnar sterkar. Bókin hentar jafnt fyrir unga sem aldna. Ketti á heitu blikkþaki Það er nauðsynlegt að sjá þetta stykki til þess að vera með í umræðunni eldheitu um hvort Jón Viðar sé með leiðindi út í Þjóðleikhúsið eða hvort honum finnist Tennessee Williams virkilega ekkert sérstakur! íslandsklukkunni á fær- eysku. Lífspælingum Jóns Hreggviðssonar og hinum, þeirra réttlæti og ranglæti. Helgarbíltúr í Hafnarfjörð .. .fljótlegu rölti um sýningarsal- ina í Hafnarborg í Hafnarfirði. Valdabaráttunni á Politiken Úttekt Lise Nörgaard í bókinni De sendte en dame (er til útláns í Norræna húsinu) á m.a. valda- baráttu stjóra og peða á Politik- en fyrr á árum hífði upp starfs- vitundina og eíldi ritgleðina. En þetta er ekki sagt hér af ein- óisma. Salurinn var allavega nógu þéttsetinn þegar myndin Kun en pige (eftir a-hluta ævi- minninga Lise) kom í bíó í vet- ur. Og þar voru ekki bara breið- ar blaðakonur. (En konur voru þær í yfirgnæfandi meirihluta). Útivist og ferðalögum Gerum allt það sem við gátum ekki gert um síðustu helgi vegna vonskuveðurs. HRISALUNDUR fvrir þig! Kjötveisla föstudag Jónas Þór, kjötverkandi, verður í kjötborðinu okkar og veitir ráðgjöf um með- höndlun á kjöti. Einnig verður mikið úrval af tilbúnum kjötréttum ásamt miklu úrvali af nauta-, lamba- og svínakjöti. Komið og nýtið ykkur kunnáttu fag- manna okkar og Jónasar Þórs... (Maðurinn sem kenndi þjóðinni að borða nautakjöt) ki Hrísalundur sér um sína Fyrirmyndaríki Herranætur Á Herranóttum vetrarins 1997 ætlar Leikfé- lag MR að leika verk svissneska rithöfund- arins Max Frisch, Andorra. Max starfaði sem fréttaritari víðs vegar um Evrópu en ákvað hálfþrítugur að fara aftur í skóla og nam arkítektúr. Síðar sneri Max sér heils hugar að skáldskap. Andorra segir frá ung- um gyðingadreng sem alinn er upp af ást- ríkum fósturforeldrum, í „fyrirmyndarríkinu“ Andorra, ástríkir altént þar til hann og stjúpsystirin Barglin fella hugi saman. Yfir vofir svo árás „hinna svörtu“(?) sem magn- ar upp spennu í verkinu. Þykir félögum Herranætur ísland og Andorra eiga sitt- hvað sameiginlegt... Pýramídafræðingur til landsins Einar Pálsson þeirra Norðmanna, Bodvar Schjel- derup, er norskur arkítekt sem hefur m.a. lagt sig eftir pýramídafræðum, táknfræði, korta- og töl- fræði sem nánast eru óskiljanleg nema fyrir inn- vígða. Bodvar ætlar að gera sitt til að skýra út kenningar sínar um pýramídann Giza sem mið- punkt veraldar á fyrirlestri í Norræna húsinu á mánudaginn kl. 20. í dag kl. 17 opnar sýning hans Tákn dagrenningar sem hverfist um hlutverk og mikilvægi Ólafs helga. En hver eru tengslin milli Ólafs helga og pýramídans Giza? Jú, samkvæmt kenningum Bodvars eru mjög greinileg tákn í pýr- amídanum sem sýna mikilvægi þessa norska þjóðardýrlings og á sýningin að vera sjónræn framsetning á þessum táknum. Tjamarkvartett á Skaganum Hinn föngulegi og kraftmikli Tjarnarkvartett tók sér fyrir hendur að syngja fyrir 2150 grunnskóla- nemendur á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla. Söngferðinni er nú að Ijúka og verða síðustu skólatónleikarnir í Grundaskóla á Akranesi í dag. En í kvöld gefst fullorðnum Skagamönnum tæki- færi til að hlýða á Tjarnarkvartettinn hefja upp raustir sínar í fimmundarsöng og fábreyttum rímnasöng, síðari tíma útsetningum tónskálda á þjóðlögum en auk þess lögum eftir ýmsa sam- tímahöfunda. Tónleikarnir verða í sal Grundaskóla kl. 20.30 í kvöld. Leðurblakan og leikhústónlist Vegna þess að uppselt var á bæði tónlistarkvöld nemendaóperu Söng- skólans í Reykjavík í mars fá 26 nem- endur óperudeildarinnar að leggja undir sig Listaklúbb Leikhúskjallar- ans á mánudagskvöldið kl. 21 og flytja úrval úr dagskrá beggja kvölda. Fluttur verður klukkustundar útdrátt- ur úr Leðurblökunni eftir Johann Strauss. Inn á milli verður skotið at- riðum úr Carmen og Ævintýrum Hoff- manns. í síðari hluta dagskrárinnar verða svo sungin lög úr íslenskum leikritum og amerískum söngleikjum.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.