Dagur - Tíminn Akureyri - 07.05.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 07.05.1997, Blaðsíða 1
Handritin heim Síðasti hluti meginsendingar Elstu ritin frá 14. öld. Grettla meðal dýrgripa. Síðusta meginsending hand- rita úr Árnasafni í Kaup- mannahöfn kom til lands- ins í gær með varðskipinu Vædderen og voru þau flutt þaðan í Árna- stofnun við Suðurgötu. Þau handrit sem nú komu eru síð- ustu íslensku fornbréfin úr Árnasafni, alls um 160 talsins. Einnig hefur sendingin að geyma 8 hand- rit, flest skinn- handrit, þau elstu frá 14. öld og hafa m.a. að geyma sögu Guð- mundar góða, Bárðar sögu, Víg- lundar sögu og Grettis sögu. Einnig mætti nefna Jónsbókar- handrit og sögu heilagrar Mar- grétar frá fyrri hluta 15. aldar. Formlega lýkur afhendingu handritanna með afhendingu tveggja handrita að morgni 19. júní nk., við setningu tveggja daga málþings um handrit, sem Árna- stofnun hefur boðið 50 Dön- um að sækja. Þeir hafa með einum eða öðrum hætti tengst íslensk- um handritum í Kaupmanna- höfn með starfi sínu. GG Stefán Skaftason, t.h., forstöðu- maður Handritastofnunar glaður á góðri stundu ásamt skipherra. Fimmtán keikir sjóliðar bíða þess að afhenda íslensku þjóðinni síðustu handritin. Mynd:BG Hestar Verkalýðshreyfingin Dags-Tímabikarmn veittur Galsa Tímabikarinn, sem eftir- leiðis verður kenndur við Dag-Tímann, var nýlega veittur stóðhestinum Galsa frá Sauðárkróki sem hlaut hæstu aðaleinkunn ársins 1996 sem kynbótahross, 8,44. Baldvin Ari Guðlaugsson frá Akureyri tók við bikarnum úr hendi Kára Arnórssonar, hestafréttaritara Dags-Tímans, en Baldvin er ásamt Andreas Trappe eigandi og þjálfari hestsins. Galsi gat ekki verið viðstaddur athöfnina en Baldvin situr hér frænda hans, stóðhestinn Ljósvaka frá Akureyri. Mynd: Hilmar Oánægja með baráttu Péturs Verkfall Vestfirðinga í óþökk sumra verka- lýðsleiðtoga. Búnir að varða leiðina og vilja ekki framúrakstur. Töluverð óánægja mun vera meðal einstakra for- ystumanna verkalýðs- hreyfingar vegna baráttu Vest- firðinga fyrir betri kjörum. Sér- staklega fer það fyrir brjóstið á mörgum að Alþýðusamband Vestijarða skuli ekki vilja ganga að gerðum samningum og feta þá braut sem vörðuð var í ný- gerðum samningum. „Það verður bara að segjast eins og er að barátta okkar er í óþökk sumra í verkalýðs- hreyfing- unni,“ seg- ir Karitas Pálsdóttir hjá verka- lýðsfélag- inu Baldri á ísafirði og fyrrver- andi for- maður fisk- vinnsludeildar Verkamanna- sambandsins. Því til staðfest- ingar bendir hún m.a. á að sumir af hennar fyrrum sam- starfsmönnum í verkalýðshreyf- ingunni hafa ekki einu sinni haft fyrir því að lyfta upp sím- tóli til að hvetja Vestfirðinga áfram í sinni baráttu. Hún er ekki ein um að hafa það á tilfinningunni að barátta Alþýðusambands Vestíjarða fyr- ir 100 þúsund króna lágmarks- launum sé ekki litin hýru auga hjá sumum verkalýðsleiðtogum sem sömdu um 70 þúsund króna lágmarkið. Þetta hefur Dagur-Tíminn fengið staðfest hjá forustumönnum einstakra félaga. Það skýrir að hluta það samstöðuleysi sem ríkt hefur innan verkalýðshreyfingar í af- stöðu til verkfallsbrota vest- firskra útgerðarmanna. Töluverð harka er farin að færast í verkfall Vestfirðinga sem staðið hefur yfir síðan 21. apnl sl. Nokkuð var um tilraun- ir til verkfallsbrota á ísafirði í gær en þau voru brotin á bak aftur af galvöskum verkfall- svörðum. -grh Pétur Sigurðsson aflar sér ekki vin- sælda hjá kollegum.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.