Dagur - Tíminn Akureyri - 16.05.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 16.05.1997, Blaðsíða 1
Fréttir og þjóömál Tryggingabætur Öryrkjar enn að dragast aftur úr Eg er mjög ósáttur og það er ljóst að bilið mun breikka milli lægstu launa í landinu og hins vegar bóta al- mannatrygginga. Þetta er afar alvarlegt vegna þess að bilið helst fram til aldamóta," sagði Helgi Seljan, fram- kvæmdastjóri Öryrkjabanda- lagsins, í gær- kvöld. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að bætur til aldraðra, atvinnu- lausra og öryrkja hækki um 4% frá mars sl. afturvirkt, 4% 1. jan. nk. og 3,7% 1. jan. 1999. í janúar sl. hækkuðu bætur um 2%. Einnig var samþykkt vegna jaðaráhrifa að hækka heimilis- uppbót svo eitthvað sé nefnt. Helgi Seljan sagði að brýnt hefði verið að hækka örorkulíf- eyrinn og tekjutryggingu - rétta hlut öryrkja almennt eins og farið hefði verið fram á. Hækk- un heimilisuppbótarinnar tryggi ekki jafnræði: „Það bend- ir margt til að bilið milli ein- staklinga og sambúðarfólks eða hjóna sé líka að breytast og það er ekki já- kvætt. Það sem kemur núna á heimilisupp- bótina nær eingöngu til þeirra sem búa einir en hinir fá ekki neitt. Þannig versnar staða sambúðarfólks hlutfalls- lega en munurinn var orðinn ærinn áður.“ Breytingarnar þýða fyrir ör- yrkja að þeir sem ekki búa einir hafa eftir breytinguna ríflega 40.000 þús. kr. að hámarki út úr tryggingakerfinu sem skerð- ist svo e.t.v. vegna makatekna. Helgi sagði að farið yrði fram á fund með ríkisstjórninni vegna málsins. BÞ Ríkisstjórnin hækkar bætur en bilið eykst samt. Akureyri 1. júní nk. verður Hafnarstrætið aftur að göngugötu, en tilraun hefur staðið yfir frá 15. janúar sl. með bílaumferð. Framkvæmdin hefur verið umdeild. Mynd:jHF Kvikmyndagerð Kvikmyndakóngar stefna rithöfundasjóði s Oað hún Móra mín sæi nú þetta! Václav Klaus, for- sætisráðherra Tékklands, kom- inn í reifið hennar á þingfund! Tékkneska blaðið Tyden sýnir Klaus nýkominn úr íslandsför og þetta líka ánægðan með þjóðargersemið sem honum áskotnaðist. Þessi viðhafnar- klæði tékkneska forsætisráð- herrans væru bönnuð í íslensk- um þingsölum; þar er mönnum uppálagl að hengja utan á sig slifsi og hversdagsgráan jakka (kannski í stíl við umræðuna?). Væri Guðni ekki betri svona? Fjórir helstu leikstjórar ís- lenska kvikmyndaheims- ins hafa stefnt Rithöf- undasambandi íslands. Þeir kreijast þess að reglur sem sambandið samþykkti á aðal- fundi 1995 um ráðstöfun greiðslna úr Innheimtusjóði gjalda verði dæmdar ólögmæt- ar. Þeir telja að fé sem þeim beri að fá renni til annarra. Stefnendur málsins eru Ágúst Guðmundsson, Ilrafn Gunnlaugsson, Friðrik Þór Frið- riksson og Þráinn Bertelsson. Gestur Jónsson hæstaréttar- lögmaður sagði í gær að málið stæði um greiðslur á fé sem myndast við skattlagningu myndbandstækja og auðra myndbanda og hljóðsnælda. Þetta fé fer til Innheimtustöðvar gjalda sem kölluð er, en gerðar- dómur ákvað 1995 hvernig sjóðurinn skiptist. Rithöfunda- sambandið fær í sinn hlut 16% af innkomunni, og hefur skipt fénu milli félagsmanna sinna í formi styrkja og RSÍ sjálfs samkvæmt ákveðnum reglum. Það sætta íjór- menningarnir sig ekki við. „Þessir íjórir listamenn sem höfða málið telja að þeir eigi mjög verulegan hluta af þeim höfundarrótti sem verið er að greiða fyrir og Rit- höfundasambandið tekur á móti. í raun gengur málshöfð- unin út á það að kreljast viður- kenningar á því að þetta séu bótagreiðslur sem skipta beri milli rétthafanna samkvæmt al- mennri reglu sem taki tillit til notkunar á verkum hvers og eins,“ sagði Gestur Jónsson. „Ég skil ekki þessa stíflu í kerfinu að það skuli ekki koma peningunum til skila til þeirra sem mynduðu réttinn. Þessu fé er að hluta til úthlutað eftir umsóknum til einhverra bók- menntastyrkja og það finnst mér dásamlegt. En þeir sem leggja fram féð í bókmennta- styrkinn eiga að gera það að eigin vilja. Það á ekki að taka af kaupinu manns til að úthluta til vandalausra,“ sagði Þráinn Bertelsson í gær, en hann var formaður Rithöfundasambands íslands fyrir nokkrum árum. Þráinn er enn í Rithöfundasam- bandinu, en telur að breyting geti orðið þar á þótt honum þyki vænt um félagið. Raunar hafði Þráinn skrifað úrsagnar- bréf, en sendi það aldrei. Hrafn og Ágúst voru í Rithöfundasam- bandinu. -JBP Þráinn Bertelsson kvikmyndagerðarmaður „Pað á ekki að taka af kaupinu manns til að úthluta til vandalausra. “ Lífið í landinu BlACK&DECKERl Handverkfæri SINDRI t -sterkur í verki BOHG ARTUNI 31 • SIMI S62 7222 • BRf: FASIMI SG2 102-1

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.