Dagur - Tíminn Akureyri - 16.05.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Akureyri - 16.05.1997, Blaðsíða 10
10 - Föstudagur 16. maí 1997 Haym--ÍEímum íþrótta- POTTURINN • Margir Akureyringar hafa verið áhyggjufullir yfir „mann- falli“ Islandsmeistaranna í handbolta, en nærri lætur að um helmings afföll hafi orðið á leikmannahópnum frá því að íslandsmótinu lauk, fyrir rúm- um mánuði. Varla hefur liðið sú vika öðru vísi en að tala fall- inna KA-manna hækkaði. Það væri hins vegar verðugt verk- efni fyrir veðurfræðinga að kanna áhrif þessara frétta á veðurfar í norðlenska höfuð- staðnum. Veðurguðirnir brostu blítt vikurnar eftir að titill KA- manna var í höfn, en í takt við neikvæðu fréttirnar sem bárust úr herbúðum meistaranna lækkað hitastigið mjög ört í stórum radíus í kringum KA- heimilið. • Það er hins vegar aftur farið að hlýna norðanlands og hjá- trúarfullir pottormar tengja það að sjálfsögðu þvx sem nú er í deiglunni í kringum KA-liðið. Björgvin Rúnarsson, örvhenti leikmaðurinn hjá Selfossi, sem barði fast að landsliðsdyrunum hjá Þorbirni Jenssyni í vetur, gengur væntanlega til liðs við KA, þó enn sé það ekki öruggt. Það mun ráðast af því hvort leikmaðurinn geti sett upp Hróa-Hattar pizzustað á Akur- eyri, en hann er nýlega búinn að selja einn slíkan á Selfossi. KA-menn sitja hins vegar ekki einir að Björgvini, því hann hef- ur einnig rætt við sitt gamla lið, ÍBV. Fleiri leikmenn hafa verið orðaðir við KA, þar á meðal Júrí Sadovski, rússneska stór- skyttan sem lék með Gróttu í fyrra. Nýlega slitnaði upp úr samningaviðæðum hans við austurrískt lið og heyrst hefur að hann sé sterklega inni í myndinni hjá KA. • Körfuboltamenn í sportpott- inum velta nú mjög fyrir sér mannaþreifingum Njarðvíkinga. Félagið, sem haft hefur erfiðan íjárhag eins og mörg önnur fé- lög undanfarin ár og afar fáa áhorfendur að leikjum sínum, virðist nú vera að rétta úr kútn- um. Það hefur ráðið til sín dýr- asta þjálfara landsins, einnig dýrasta leikmanninn, Teit Ör- lygsson. Eftir því sem pottorm- ar segja fær hann a.m.k. 200 þúsund krónur á mánuði fyrir að leika með liðinu. Þar með er okki látið staðar numið. Nú eru þeir á eftir Hermanni Hauks- syni úr KR og hafa boðið hon- um sex stafa tölu gerist hann leikmaður þessa forna stórveld- is. Spekingar pottanna telja víst að gullæð hafi fundist í Njarð- víkinni. Öðruvísi geti þeir ekki fjármagnað ævitýrið. Aðalfundur íþróttafélagsins Þórs verður haldinn í Hamri, Iaugardaginn 17. maí kl. 17. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Stjórnin. HANDBOLTI • Félagaskipti Þrír íslenskir leikmenn meðÁlaborg Þrír íslenskir handknattleiks- menn munu leika með danska 2. deildarliðinu Álaborg á næsta vetri. Gunnar Erlings- son, fyrrum markvörður úr Stjörnunni, lék með liðinu í fyrra og í júlí bætast tveir ís- ienskir leikmenn í hópinn. Það eru bræðurnir Jóhann og Atli Þór Samúelssynir. Jóhann lék með Bjerringbro í fyrra, en var liðsmaður með Aftureldingu áð- ur en hann hélt út, Atli Þór lék með Þórsliðinu síðasta vetur. Bræðurnir Atli Þór og Jóhann munu leika með liði Álaborgar næsta vetur, en félagið stefnir að sæti í 1. deildinni. Mynd: t HANDBOLTI • Ríkisborgararéttur „Ég vonaði það besta enbjómigund- irþað versta“ Eg fékk fréttirnar í gær- kvöld þegar mamma vin- konu minnar í Vestmann- eyjum hringdi í mig og ég er ánægð með að þetta mái skuli loksins vera komið í gegn. Ég var ekki viss um hvernig tekið yrði á umsókninni, en ég vonaði það besta, en bjó mig undir það versta. Ég hef hins vegar fengið mikil viðbrögð og það eru allir að bjóða mig velkomna í hóp- inn,“ segir Judith Esztergal, leikmaður Hauka, en í fyrradag var umsókn hennar um íslensk- an ríkisborgararétt, samþykkt af allsherjarnefnd Alþingis. Judith kom hingað til lands haustið 1990, þá 23 ára til að leika með ÍBV. „Eyjaliðið var að leita að spilara, sem gæti þjálf- að, talaði ensku og gæti komið einsömul hingað til lands og þessi lýsing átti við mig,“ segir Judith, sem fyrir fjórum árum byrjaði að sækja um íslenskan ríkisborgararétt. „Erla Rafns- dóttir, sem var landsliðsþjálfari, hjálpaði mér mikið á sínum tíma, þó að sú hjálp hafi ekki borið árangur og það hafa fleiri komið mér til hjálpar og vil ég koma þakklæti mínu til þeirra,“ segir Judith, sem segist í vafa um möguleika sína að leika með HANDBOLTI Nýtttímarit Nýtt tímarit er komið á markaðinn, HSÍ-blaðið. Það fjallar um handbolta eins og nafnið bendir til og er gefið út af Útgáfuþjónustu MM ehf. í samvinnu við Handknattleiks- samband íslands. Fyrsta tölublaðið er allt helg- að þátttöku íslenska landsliðs- ins í heimsmeistara.mótinu í Kumamoto. Þar er meðal ann- ars að finna viðtöl við Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfara, fyr- irliðann Geir Sveinsson, Viggó Sigurðsson og marga fleiri. HSÍ-blaðið kemur út þrisvar til ijórum sinnum á ári. Það er ríkulega myndskreytt, 60 blað- síður, kostar kr. 200. gþö íslenska landsliðinu. „Núna er ég orðin þrítug og ég veit ekki nema ég sé orðinn fullgömul til að verða nýliði í landsliðinu. Málið hefði horft öðru vísi við fyrir nokkrum árum. Ég er samt ekki bitur út í kerfið og að sumu leyti get ég verið samþykk því. Það þarf að gæta öryggis í þess- um málum og landið þarf að halda sérstöðu. Þetta er kannski spurning um að ávinna sér traust og ég er ánægð yfir því að vera talin traustsins verð,“ sagði Judith. Miami Heat og N.Y. Knicks léku 5. leik sinn í undanúrslitum Aust- urdeildarinnar í fyrrakvöld. Mi- ami glæddi vonir sínar verulega um að komast áfram með því að sigra sterkt lið Knicks, 96- 81. Knicks leiddi lengst af fyrri hálíleiks en Miami komst yfir á seinustu sekúndum hálfleiksins og leiddi að mestu eftir það. Sigur Miami er merkilegur fyrir það að aðalmenn liðsins, Tim Hardaway og Alonzo Mourning, náðu sér aldrei á strik í leikn- um. Staða liðanna er nú 3-2 N.Y. Knicks í hag og þeir þurfa því aðeins að vinna einn leik til viðbótar, sem þeir ættu að geta gert á laugardaginn kemur á heimavelli sínum, Madison Squ- are Garden. Þessi leikur verður lengi í minnum hafður og þá ekki fyrir góðan körfuknattleik heldur fyrir áílog leikmanna sem brut- ust út. Atið hófst í stöðunni 88- 74 fyrir Miami og tæpar tvær mínútur til leiksloka. Charles Oakley, leikmaður Knicks, var þá rekinn af leikvelli fyrir kjaft- brúk. Tveim sekúndum síðar Judith Esztergal fékk umsókn sína um íslenskan ríkisborgararétt samþykkta í fyrradag. lenti P.J. Brown og Charlie Ward saman. Ward, sem var þekkt ruðningshetja með Flor- ida State háskólanum, beitti ruðningskunnáttu sinni með því að stökkva á Iappir P.J. Brown þegar sá síðarnefndi hugðist rífa niður frákast. Skipti þá engum togum að Brown hætti við að taka frákastið og reif þess í stað Ward, sem er 20 sm lægri en Brown, upp úr gólfinu og henti honum út af vellinum. Eftir þetta atvik heilsuðust menn að sjómanna sið, með hnefum og hnúum, sem endaði með þvf að þeir voru báðir reknir út af og John Starks fylgdi á eftir. Þar með hafði Knicks misst 3 leikmenn útaf og Miami 1 leikmann. Það er þó fleira sem hrjáir N.Y. Knicks en brottrekstur þessara þriggja leikmanna þeirra því 5 af 7 varamönnum liðsins ruddust inn á völlinn og tóku þátt óeirð- unum. Þeir geta allir átt yfir sér leikbann svo hætt er við að N.Y. Knicks verði þunnskipað á laugardaginn en NBA dæmir í málinu á föstudaginn. gþö KARFA • NBA Heitt í kolunum / sigri Miami Golf Fyrsta konan með landsdómarapróf Anne-Mette Kokholm, kylíingur úr Golfklúbbi Bakkakots, braut blað í sögu golfíþróttarinnar hér á landi um síðustu helgi. Anne-Metta er fyrsta konan til að hljóta lands- dómararéttindi, en landsdómarar eru aðeins á annan tug hér á landi. Nokkrar konur hafa hins vegar hlotið héraðsdómararéttindi. Keilismenn á sögu- slóðum í Skotlandi Gamli völlurinn St. Andrews er talinn elsti golfvöllur heims, samkvæmt heimildum, en það eru vellir sem eru litlu yngri, eins og Sigurjón Gíslason og Sig- urjón Sverrisson úr Keili komust að, þegar þeir fóru fyrir tilviljun inn á níu holna völl í nágrenni Edinborgar í Skotlandi. Völlur- inn heitir Musselburgh Links og ýmsir þekktir einstaklingar, bæði í veraldarsögunni og í golfsög- unni, hafa leikið golf á þessum velli. María Skotadrottning, sem illa var þjáð af golfbakteríunni fyrir rúmum íjórum öldum lék á vellinum og fyrsta Opna breska meistararamótið var haldið á þessum velli árið 1874. Keilis- mennirnir létu vel af vellinum og rétt er að benda golfþyrstum ferðalöngum á að hafa augun opin, næst þegar haldið er í píla- grímsferð til Skotlands. Ekki spillir fyrir að vallargjaldinu er stillt í hóf, en það er sex sterl- ingspund. „Shoot-out“-mót á Nesvellinum Framkvæmdamenn f Nesklúbbn- um munu í samvinnu við fleiri aðila gangast fyrir góðgerðar- móti, sem lildega verður haldið á Nesvellinum mánudaginn 21. júlí og mun verða sjónvarpað. Tíu keppendur verða á mótinu og vonast aðstandendur mótsins til að allir bestu kylfingar landsins, að þeim Birgi Leif Hafþórssyni og Sigurjóni Arnarssyni meðtöld- um, muni mæta til leiks. Leiknar verða níu holur með útsláttarfyr- irkomulagi, sem kallað er „sho- ot-out“ og margir íslendingar þekkja erlendis frá. Einn kylfing- ur mun heltast úr lestinni á hverri holu, þar til aðeins einn stendur uppi sem sigurvegari. Uikulegur golf- þáttur á FM 95,7 Eyjamaðurinn Þorsteinn Hall- grímsson er með þátt á Útvarps- stöðinni FM 95,7 í samvinnu við Einar Lyng, sem sendur er út klukkan 19 á sunnudagskvöld- um. f þættinum er meðal annars ijallað um helstu mót helgarinn- ar og úrslit þeirra tíunduð. Út- sendingarsvæði útvarpsstöðvar- innar er á suð-vesturhorninu, en hægt er að ná útsendingunum í öðrum landshlutum með loftneti. Þátturinn næsta sunnudags- kvöld gæti orðið hinn athyglis- verðasti, sérstaklega ef Þor- steinn lendir í þeirri stöðu að þurfa að ijölyrða um eigin afrek. Hann er með forystu á íslensku mótaröðinni, því kylfingar tóku með sér stig frá Stigamótunum í fyrra og þykir alltaf líklegur til sigurs, þegar leikið er í Eyjum.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.