Dagur - Tíminn Akureyri - 16.05.1997, Blaðsíða 12

Dagur - Tíminn Akureyri - 16.05.1997, Blaðsíða 12
JO^ignr-íitratm Veðrið í dag Föstudagur 16. maí 1997 V uppþvottavélar 4-7 þvottakerfi • Sérstaklega hljóðlátar • Sparnaðarrofi Frábært verð - Frá kr. 49.755 KAUPLAND KAUPANGI srml 462 3565 ■ Fax 461 1829 Línuritin sýna íjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyr- ir neðan. Austan- og norð- austanátt, víðast kaldi eða stinningskaldi. Rigning eða súld um sunnanvert landið, en þurrt að mestu um landið norðanvert. Hiti 5-12 stig. HANDBOLTI • HM í Kumamoto Geir Sveinsson, landsliðsfyrirliði, í baráttunni gegn Dönum, en sigur íslands í leikjunum tryggði íslenska landslið- inu sæti á heimsmeistaramótinu. Mynd. bg Hóttega bjartsýnn segir Geir Sveinsson, fyrirliði iandsliðsins. Margir hafa gert því skóna að það ráðist á morgun, hvort íslenska landsliðið vinni sig upp úr riðla- keppninni á Heimsmeistara- mótinu í Japan. Þá mætir liðið heimamönnum Japönum, en fyrirfram eru liðin tvö talin lík- legust til að keppa um 2. sæti A-riðilsins á eftir Júgóslövum. „Það er ekkert ólíklegt að sú verði raunin, en ef spá margra rætist um að við náum öðru sætinu í riðlinum þá yrði ég nokkuð sáttur. Það er hins veg- ar langur vegur að því. Þjálfar- arnir hafa að undanförnu verið að sanka að sér upplýsingum um andstæðingana, en enn sem komið er vitum við lítið um mótherja okkar í keppninni," sagði Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, þegar slegið var á þráðinn til hans í gær. Tíu þúsund manns munu fylgjast með viðureign heima- manna gegn íslandi, sem hefst að aflokinni setningarhátíðinni. „Það er ekki hægt að bóka neitt í þeim leik. Það hefur verið mikið talað um það hér úti hvað japanska liðið hefur bætt sig mikið upp á síðkastið og árang- ur þeirra í æflngaleikjum fyrir mótið. Að því sem manni skilst, þá eru þeir nokkuð sannfærðir um að vinna okkur á laugar- daginn og ég er því hóflega bjartsýnn," sagði landsliðsfyrir- liðinn. Annar leikur fslands er gegn Alsír á sunnudaginn og sagðist Geir vera nokkuð órór, vegna hans. „Ég sá Alsír í leik í des- ember og veit að þeir geta verið hættulegir. Liðið er þekkt fyrir að byrja vel á öllum mótum og þeir leika sinn fyrsta leik gegn okkur á sunnudaginn. Þeir spila varnarleik sem hentar okkur illa og fyrir mér verður sá leik- ur mjög hættulegur," sagði Geir. Hinar þjóðirnar í A-riðlinum eru Júgóslavía, Sádí-Arabía og Litháen, en síðasttalda þjóðin mátti þola tap í æfingaleik gegn Norðmönnum í gær, 24:21. Geir sagðist búast við því að lið íslands fyrir opnunarleikinn yrði ekki tilkynnt fyrr en á morgun, en fyrirliðinn lét vel af öllum aðbúnaði og sagði að andrúmsloftið væri óneitanlega með nokkrum öðrum hætti en á síðustu heimsmeistarakeppni, sem fram fór hér á landi fyrir tveimur árum. „Andrúmsloftið var reyndar ágætt fyrir keppnina heima, en helsti munurinn er sá að við finnum ekki fyrir sama þrýst- ingi og þegar við vorum á heimavelli í síðustu keppni. Við erum langt í burtu og sjáum ekki fjölmiðla og að því leytinu er þessi keppni allt öðru vísi en sú síðasta." LeóÖm áfram hjáKA Leó Örn Þor- leifsson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við handknatt- leiksdeild KA og er þetta einn lengsti leik- mannasamningur sem gerður hefur verið hjá félaginu á und- anförnum árum. „Þetta var erfið ákvörðun, mér stóð til boða og ég hafði hug á að fara í Háskólann í Reykjavík, en ákvað sfðan að fara í svipað nám í Háskólanum hér á Akureyri. Það réði miklu og ætli KA-blóðið hafi ekki ver- ið það ríkjandi í mér. Ég tók þá ákvörðun í vor að hvort sem ég færi suður eða yrði hérna áfram, að semja til lengri tíma. Ég vil ekki þurfa að standa í samningum á hverju ári,“ sagði Leó Örn. „Þrátt fyrir að við höfum misst leikmenn að undanförnu, hef ég trú á því að við eigum eftir að standa okkur. Við eigum eftir að fá sterka leikmenn og svo eigum við mjög góðan efni- við,“ sagði Leó, sem þegar hef- ur verið orðaður sem eftirmað- ur Erlings Kristjánssonar, um fyrirliðastöðu liðsins. Formaður handknattleiks- deildar ííA, Páll Alfreðsson, sagðist mjög ánægður með málalokin. „Leó Örn er gegn- heill KA-maður, hann er uppal- inn hjá félaginu og það hefði verið mikill sjónvarsviptir að honum.“ KNATTSPYRNA Leikið á Akranesi i 2. umf. Leiftursmenn fóru þess á leit við Knattspyrnuráð ÍA að fé- lögin hafi skipti á heimaleikjum og að leikur liðanna sem fram átti að fara í Ólafsfirði nk. fimmtudag verði leikinn á Akra- nesi. Skagamenn tóku beiðninni vel og gengið var frá breyting- unni hjá mótanefnd KSÍ í gær. Beiðnin kemur til vegna þess að völlurinn í Ólafsfirði er ekki til- búinn eftir veturinn. Leiftursmenn munu gera það upp við sig á næstu dögum, hvort þörf er að ræða við Fram- ara um víxlun á heimaleikjum, eh liðin eiga að mætast í 4. um- ferðinni þann 29. þessa mánað- ar. Enginn varavöllur er í Ólafs- firði og því hafði norðlenska lið- ið aðeins um tvennt að velja. Að biðja um víxlun heimaleikj- anna, eða færa þá yfir á malar- völlinn á Dalvík.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.