Dagur - Tíminn Akureyri - 22.05.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Akureyri - 22.05.1997, Blaðsíða 6
18 - Fimmtudagur 22. maí 1997 I%ur-®ímmn MENNING OG LISTIR Gospelkonunguríim tíl landsíns Stundum nefndur konungur gospel- tónlistarinnar, Andraé Crouch söngvari og laga- smiður, heldur hér tónleika nk. þriðju- dag og það er einn mesti aðdáandi konungsins sem flytur hann inn. Hann er þvílíkur kóngur í gospel að allir gospelkór- ar alls staðar í heiminum eru að syngja tónlistina hans,“ segir Óskar Einarsson, tónlist- arstjóri Fíladelfíu, sem flytur Crouch inn til landsins. Óskar hefur líka þjálfað 30 manna gospel-kór sem syngur með Crouch á tónleikunum. Ekkert smánúmer Crouch þessi er ekkert smá- númer og gospeltónhst er hreint ekki takmörkuð við kirkjur og trúarlega söfnuði þótt hún eigi rætur sínar að rekja til shkra safnaða svert- ingja í Bandaríkjunum. Crouch kemur við hér á landi í Evrópu- för til að kynna nýjustu plötu sína Pray en hann hefur alls gefið út 15 plötur með eigin efni, þá fyrstu 1969. Að auki hafa söngvar hans verið þýddir á 22 tungumál enda margir orðnir sígildir trúarsöngvar. í fyrstu taldi Crouch að hlut- verk sitt væri að syngja fyrir fanga og byrjaði hann því feril- inn á að heim- sækja fangelsi reglulega tfi að syngja fyrir hina ógæfusömu. En tónlist hans hef- ur farið víðar. Ekki minni stjörnur en El- vis Presley og Paul Simon hafa flutt lög eftir Crouch. Hann hefur líka feng- ist töluvert við útsetningar, m.a. fyrir Mic- hael Jackson, Quincy Jones, Madonnu, Dí- önu Ross, Elton John, Rick Astl- ey og Vanessu Williams. Disn- ey-myndir og trúartónlist virðast ekki eiga margt sameiginlegt. Þó var það Crouch sem samdi hina geysi- vinsælu tónlist teiknimyndar- innar The Lion King (og fleiri, m.a. Once Upon A Forest). ff Hann var orðinn Guð greip inní Pað var trúin sem kom Crouch á sporið og varð til þess að hann lagði tónlistina fyrir sig. Faðir hans, prestur í hvíta- sunnukirkju, leiddi hann fyrir söfnuð sinn þar sem rosalega ríkur, var ™a voða upptekinn af tóniistargáfu x x J sina guði til dýrðar. Það gerði hann og varð mjög virtur í tónlistarheim- inum. Hefur m.a. fengið átta Grammy verðlaun. En á tímabili missti hann sjónar á heitinu, frægð- in og ríkidæm- ið óx honum yfir höfuð. „Hann var orðinn rosa- lega ríkur, var voða upptek- inn af fínu húsunum og bflunum og eiginlega hættur að nenna að spila og syngja. Svo greip guð inní, tók hann í gegn fínu húsunum og hílunum og eigin- lega hcettur að nenna að spila og syngja. Svo greip guð inní, tók hann í gegn og hann er að syngja núna dfullu,(( segir Oskar. og hann er að syngja núna á fullu,“ segir Óskar. Crouch hefur nú stigið skref- ið til fulls, íluttist úr glæsivill- unni sinni á bernskuheimilið og veitir söfnuði föður síns for- stöðu, í hvítasunnukirkjunni í útjaðri Los Angeles. Nær uppselt er á tónleika Crouch á Hótel íslandi þriðju- daginn 27. maí en miðar eru seldir í versluniimi Jötu, Hátúni 2. lóa Andraé Crouch gaf út fyrstu plötu sína 27 ára gamall (1969) en síðan hefur tónlist hans farið víða Besta afmælisgjöfin Kannski að gospeltónlist fari að hljóma oftar í eyrum íslendinga eftir að aðdáandi hennar Óskar Einarsson kemur heim með meistaragráðu í útsetningum. Þjóðkirkjumaður í Hjálprœðishernum sem starfar í Hvítasunnusöfnuð- inum er mjög áfram um að kynna gospeltón- list hér á landi. s skar Einarsson sem flyt- ur Crouch inn á líklega eitt stærsta gospelplötu- safn á landinu, yfír 400 plötur, og hefur brennandi áhuga á þessari tegund tónlistar. „Þessi gæi, Andraé Crouch, er búinn að vera minn uppáhaldstónlist- armaður lengi og ég væri áreið- anlega ekki í þessum sporum í tónlistinni í dag ef ekki væri fyrir hans tónlist. Ég hlustaði á þessa músík dag eftir dag, sofn- aði út frá henni á kvöldin. Ég verð þrítugur daginn eftir tón- leikana þannig að þetta er besta afmælisgjöf sem ég get hugsað mér,“ segir Óskar. Þjóðkirkjan lokuð Gospeltónlist er ekki vel kynnt hér á landi. Hún á rætur sínar í trúarlegri tónlist svertingja í Bandaríkjunum en hvernig myndi Óskar skilgreina þessa tónlist? „Ég lít á gospelið sem tónlistarstefnu, þetta eru ekki negrasálmar. Það er sérstakur hljómagangur og sérstakur taktur sem gerir þetta að gospeltónlist." Óskar segir að Mahela Jack- son, ein frægasta gospelsöng- kona fyrr og síðar, hafi þróað negrasálmana út í gospeltónlist. Segja má að gospeltónlistin hafi færst út úr kirkjunum á sjötta áratugnum og orðið þá að sjálf- stæðri tónlistarstefnu, þótt trú- arlegar rætur gospel (á ísl. guð- spjall) hverfi aldrei enda er hún einkum vinsæl sem kirkjutón- list, og afar vinsæl í ýmsum am- erískum og skandinavískum söfnuðum. „Þjóðkirkjan hefur því miður ekki opnað sig fyrir þessari tónlist. Það þarf nátt- úrulega hæft fólk og það vantar bara menn í þjóðkirkjuna sem kunna þessa músík,“ segir Ósk- ar en ber um leið lof á framtak sr. Pálma Matthíassonar í Bú- staðakirkju, sem tvisvar hefur ílutt inn gospel-söngkonu. 14 ára kórstjóri Óskar hefur, þrátt fyrir ungan aldur, komið víða við í tónlist- inni, séð um og samið tónlist við síðustu tvö áramótaskaup, útsett lög fyrir m.a. íslenska og norska kóra, þjálfað marga kóra í gegnum tíðina og var 14 ára þegar hann stjórnaði sínum fyrsta kór, í Hjálpræðishernum á Akureyri. „Ég lærði aldrei, þetta kom bara af sjálfu sér.“ Hann segist hafa spilað undir hjá mörgum kórum á Reykja- víkursvæðinu og þeir séu flestir að reyna að syngja gospel. „En það vantar bara eitthvað, að fólk hlusti á þessa músík og skilji hana.“ MA-nám í útsetningum Það eru ekki margir íslendingar menntaðir í útsetningum en innan tveggja ára mun einn slíkur bætast í hópinn. Óskar er á leið í MA-nám í háskóla í Bandaríkjunum, þar sem hann ætlar að læra útsetningar fyrir allt frá kvikmyndum til sinfón- íuhljómsveita. Augljóst er að söngvari þarf góða rödd, aga, tækni og tilfinningu til að ná langt í sönglistinni en hvað þarf góður útsetjari að hafa til að bera? „Fjölhæfni," segir Óskar umsvifalaust. Helst þurfi menn að spila á fleiri en eitt hljóðfæri og á það svo sannarlega við um Óskar sem syngur og semur, er útskrifaður blásaraleikari (þ.e. með saxófón, flautu og klarin- ett) en er þó einkum píanóleik- ari „En líka áhuga og mikinn tíma.“ lóa

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.