Dagur - Tíminn Akureyri - 11.06.1997, Blaðsíða 9
|Dagur'®tmntn
fólkið
Miðvikudagur 11. júní 1997 - 21
AUtbú eftir átta mánuði
Aðeins átta mánuð-
um eftir rómantískt
brúðkaup herma
áreiðanlegar heim-
ildir að gamanleik-
arinn Jim Carrey og
leikkonan Lauren
Holly séu skilin.
Ekki svo að skilja að það
ætti koma nokkrum á
óvart sem eitthvað þekkir
til leikarastéttarinnar í Holly-
wood. Átta mánuðir teljast ef-
laust prýðilegt úthald á þeim
bænum.
Stórir flutningabílar sáust
skreiðast í kringum milljóna
dollara villu þeirra Jim og
Lauren í Bel Air og telja menn
að Carrey hafi flutt út og komið
sér fyrir á nálægu móteli (ekki
fylgir sögunni hvort hann geymi
búslóðina úr stóra flutninga-
bflnum inni á klósetti).
Jim neitar því alfarið að þau
hjónin séu skilin og skýrir mót-
eldvölina á þann veg að verið sé
að mála og breyta heima hjá
honum. Nánir vinir þeirra segja
hins vegar að ekki sé langt að
bíða formlegrar tilkynningar
um að þau séu hætt að sofa
saman (í hjónasæng, þ.e.).
Þessi 35 ára gamli leikari
hitti Lauren við tökur á mynd-
inni Heimskur, heimskari og fór
frá þáverandi eiginkonu sinni
Melissu, og móður 6 ára dóttur
þeirra, til að geta verið með
Lauren í friði. Lítill friður hefur
víst verið í sambandinu og
segja menn að ótrúlegar vin-
sældir Carreys hafi haft nokkuð
að segja því Lauren sé metnað-
argjörn kona og eigi erfitt með
að lifa og starfa í skugga eigin-
mannsins.
Flutningabíllinn.
Villan þeirra Lauren og Jim.
Skilin eða ekki skilin? Nú ef þau eru skilin þá geta þau altént látið eftir fýsnum sínum við tökur á næstu mynd (er
það ekki þessar kvikmyndatökur sem splundra öllum leikarasamböndum. Samneyti við annað fólk er hverju
hjónabandi einfaldiega óhollt).
nwÆmmmfmm\
HRISALUNDUR
- fyrir þig!
Hjá okkur er
alltaf veisla
Forsoðín hunangs-
marineruð grísarif
kr.298,-
Úrvals kýrgúllas
kr.848,-
í salatbarnum
okkar eru
22 tegundir
Hrísalundur sér um sína