Dagur - Tíminn Akureyri - 11.06.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Akureyri - 11.06.1997, Blaðsíða 10
22 - Miðvikudagur 11. júní 1997 ^Dagur-Utmmn RADDIR FOLKSINS Z7/./. Á / ^ ■ Heimilisfangið en Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58, 602 r f & L ŒS C rl CL Ll' m • • • Þverolti 14 Reykjavík. Netfang: ritstjori@dagur.is, Fax: 460 6171 Hvort sem líkar betur eða ver Mig langar með nokkrum dæm- um, að sýna hvað lög okkar eru orðin lík lögum frumskógar- inns. Þar sem sá sterki ræður. Gefa ástæðu til að íhuga hvort lög okkar séu slík gatasigti að dómarar, stofnanir og einstak- lingar með aðstöðu, haíi þau aðeins til hliðsjónar. Þjóðir setja sér lög. Efstir í þrepi löglærðra, eru dómarar. Nokkur undanfar- in ár hafa þeir gengið fram af mönnum hvað fáránleik dóma varðar. Nú síðast dæmdu þeir, áður brotlegan, mann í 3 mán- aða fangelsi fyrir að verða stúlku að bana og slasa föru- naut hennar. Skaðvaldurinn ók drukkinn og skildi þau slösuðu eftir á götunni. Um sama leyti dæmdu þeir annan í tíu ára fangelsi fyrir manndráp. Stutt er síðan fíkniefnasali, sem reynst hefur mikið þjóðarmein og margdæmdur, fékk 25 mán- aða fangelsi. Fyrir nokkrum árum var S.R. mjöl eitt af stóreignum þjóðarinar. Lög gerðu ráðherra kleift, að nánast gefa það. Nú malar það seinni eigendum sín- um gull. í vor setti þetta vold- uga fyrirtæki þjóðinni stólinn fyrir dyrnar. Sfld skyldi veidd áður en hún yrði manneldishæf og um leið verðmeiri. S.R. bræddi verðið niður í bókstaf- legri merkingu. Heiðarlegir braskarar Nú er kvótinn búinn og verð- aukning glötuð. Engu er líkara, en stjórnvöld vilji leggja sjávarpláss í auðn. Lög af þeirra völdum gera bröskurum mögulegt að kaupa rétt fólksins til sjálfsbjargar. Það er ekki fólkið, sem selur svo kölluðum atvinnurekendum kvótann. Það eru valdhafarnir. Niðurifs stefna þeirra er farin að hrekja fólk frá heimilum sínum. Landsbyggðarfólk verður að snúa bökum saman. Óþarfi að láta kúga sig. Með óeiningu verkafólks, fá braskarar tromp- in. Sjálfsagðasti réttur hvers manns, er vinna. Látið ekki braskara hrekja ykkur frá heimilum ykkar. Sóknarkonur þræla Þó 75% þjóðarinnar vilji veiði- gjald á fiskveiðar, láta stjórn- völd sem sér komi það ekki við. Lög gera arðránið mögulegt. Verkamenn og aðrir þurfa að bíta í það súra epli að búa við launamisrétti sem lög og reglugerðir styðja heilshugar segir greinarhöfundur meðal annars. Sekuritas hefur lagst svo lágt, að notfæra sér erfiða stöðu skúringakvenna. Þær eru ein- hverjar lægst launuðustu manneskjurnar og greinilega með veika málsvara. Þó lög geri fært, er lágkúra að gera til- boð í heilar atvinnugreinar með þeim hætti sem þar var. Stikki voru stækkuð og tími minkaður. Eldri konunum var á útsmoginn hátt kastað á dyr og hraktar á atvinnuleysisbætur. Þær yngri urðu enn meiri þrælar. Þjóðin blæddi fyrir braskara. Sókn verður að sækja í sig veðrið, fara að berjast, í það minnsta verjast og losa fólk sitt við sníkjudýrin. Fjölskyldustoðirnar? Nýlega hlaut sjómannsekkja smánarbætur eftir mann sinn. Maðurinn fórst af varðskipi við björgunaraðgerð. Löglegt er þetta talið þó siðlaust sé. Skömm viðkomandi stéttarfé- lagi að semja svo illa. Um leið og stjórnvöld hamra á að ijölskyldan sé hornsteinn samfélagsins, eru sett skilnað- araukandi lög í barnabótamál- um. í annan stað geta illa gerð stjúpbörn féflett fósturforeldri eftir makamissir ef ekki var um hjón að ræða. Löglegur þjófn- aður. f Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, var ræstingakonum og starfsfólki eldhúss sagt upp störfum af sparnaðarástæðu. Þeim, sem vistmemm hússins geta síst verið án. Alltaf ráðist á þau lægst launuðu fyrst. Lög hvetja til slíks. Betra væri að þau, sem virðast stjórna án getu, sýndu manndóm og segðu af sér. Mig minnir að Kennedy, fyrv. forseti Bandaríkjanna, hafi sagt mönnum að spyrja ekki hvað landið gæti gert fyrir þá, heldur hvað þeir gætu gert fyrir Iandið. í dag róa íslensk stjórnvöld á vit eyðileggingar í umhverfismál- um. Hér er ekki spurt hvað hægt sé að gera fyrir landið. Skipulögð eyðilegging þess virð- ist í gangi. Rússland, eitt mengaðasta land í heimi, er skírt dæmi um hvað skammsýnir valdsmenn geta látið illt af sér leiða. Að selja útlendingum raf- magn undir kostnaðarverði um leið og okrað er á landsmönn- um, er annarlegt og rannsókn- arvert. Upphitun húsa, ylrækt og margvíslegur iðnaður eru í dæminu. Löglegt. Nú er eytt stórfé í að dæla skolpi landsmanna út á fiski- slóðir. Pakka sorpi í plast og jarða. Og landið fýkur burt. Sandar stækka. Lagalegt launamisrétti Við eigum að nýta allan úrgang. Ekki láta hann eyðileggja land og mið. Með aðferðum sem löngu eru kunnar, er hægt að gera mold úr 95% úrgangsefna. Skolp fer sem vatn í sjóinn. Engin gröftur né brennsla á sorpi. Söndum er breytt í gróð- urlendi eftir þörfum. Þetta eru ekki órar. Þetta eru blákaldar staðreyndir. Ég viðraði þessi mál við núver- andi borgarstjóra. Hún taldi dæmið of kostnaðarsamt, en framkvæmanlegt. Þarna er hið óhjákvæmilega, löglega geymt fyrir afkomendur, með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. Lög styðja launamisréttið sem vex og dafnar háskalega. Það varð vissulega ljóst er viðkomandi ráðherra, að beiðni Jóhönnu Sigurðardóttir, upplýsti þing- heim um hinn mikla ójöfnuð milli stétta. Hvort sem það eru bankastjórar eða aðrir sem vinna eitt ár, móti tíu til tuttugu árum samborgara sinna, er það ólýðræðislegt og óþolandi. Ger- um mannbætandi lög. Líka Iög fyrir land og loftslag. Albert Jensen, Háaleitis- braut 129, sími 5537009. Ómetanlegur stuðningur Verkafólk á Vestijörðum þakkar eftirtöldum félögum launafólks og einstaklingum ómetanlegan stuðning með (járframlögum í bar- áttu okkar við ægivald fjársterkra atvinnurekenda á íslandi. Endanlegur sigur vinnst ekki endilega í þessari orustu, stríðið heldur áfram. ^ JHeinfumnid 9 9 9 Það er alveg með ólíkindum hvað sumir ofnot- aðir orðaleppar geta farið í taugarnar á mein- horninu, eins og t.d. aðili. Það eru allir aðilar en ekki karl, kona, barn eða bara einstaklingur. Á dögunum var meira að segja aðili handtekinn, samkvæmt dagbók lögreglu. Sömu sögu er að segja af orðinu megin. Hver kannast ekki við meginatriði og annað í þeim dúr þar sem megin er notað. Það er eins og það hafi gleymst að í íslensku er til það sem heitir aðal-atriði. Síðast en ekki síst má nefna orðaleppinn í kjöl- farið. Þótt þetta sjómannaorðfæri sé bæði gott og gilt þá má einnig segja og rita í framhaldi af einhverju svona til tilbreytingar. Sigríður Rósa Kr: 1.713 Kennarasamband íslands 2.000.000 Dagsbrún verkamannafélag 1.500.000 B.S.R.R. 2.500.000 Bifreiðafélagið Sleipnir 50.000 Eining Akureyri 1.000.000 Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi 200.000 Félag skrifstofu- og verslunarfólks á Akureyri 250.000 Björn Birgisson 3.000 Flugfreyjufélag tslands 50.000 Félag starfsfólks í veitingahúsum, Reykjavík 1.000.000 Félag bókagerðamanna 200.000 Félag íslenskra leikskólakennara 50.000 Verkamannafélagið Hlíf Hafnarfirð 200.000 Iðja, félag verksmiðjufólks, Reykjavík 500.000 Kennarafélag Kennaraháskóla Íslands 25.000 Starfsfólk Skinnaiðnaði hf. Akureyri 39.500 Starfsmannafélag Kópavogs 100.000 Sjúkraliðafélag tslands 120.000 Starfsmannafélag Reykjavíkur 250.000 Starfsmannafélag ríkisstofnana 500.000 Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur 1.000.000 Verkalýðsfélagið Vaka, Siglufirði 500.000 Verkalýðsfélagið Jökull, Höfn 250.000 Verkalýðsfélagið Pór, Porlákshöfn 300.000 K.V. 1.000 Gæðingur á Bráðavakt Dr. Mark Greene var sérstak- lega gæðalegur á síðustu Bráðavakt. Þangað kom stúlka sem var víst alveg að deyja fengi hún ekki nýtt hjarta en af því að hún var mongóh'ti hafði vonda fólkið f líffæragjafanefndinni strikað hana út af hjartaþegalistan- um. Litlar líkur voru á að hún gæti nýtt sór hjartað nema skamman tíma í viðbót (fólk með Downs-syndróm lifir sjaldnast lengi) og íjöldinn allur af heilbrigðu fólki (sem gæti lifað lugi ára í viðbót, er kannski með börn á framfæri o.s.frv.) var á biðlistum eftir hjarta. Samúðarkast En Mark okkar fráskildi fékk ofsalegt samúðarkast, aðal- lega til að ganga í augun á aðstoðarlækni sínum (sem er kvenkyns og á fyrirmyndar mongólítabróður) og fékk nefndina til að setja stúlkuna aftur inn á lista. Allir glaðir. Þar til mamma stúlkunnar hafnaði boðinu. Björguðu höf- undar ER þar sjálfsvirðing- unni (sem hefur verið að falli komin eftir að fórnfýsi bráð- vaktarfólks hefur orðið gegndarlausari og keyrði um þverbak þegar Nightingælan sjálf Carol Hathaway lýsti því yfir án minnstu beiskju að hún hefði ekki tekið sér sum- arfrí árum saman). Gæðingur í ráðherrastól Rótt eins og Mark hefur Ingi- björg okkar Pálmadóttir obb- oslega samúð með öllu sem lifir og hrærist og er beitt órétti í þessu samfélagi. Þegar á það reyndi að sjómenn sem sigla á hentifánaskipum eru ekki tryggðir hjá Trygginga- stofnun (vegna þess að út- gerðarmenn þeirra telja sér hagkvæmara að borga sín gjöld til hottintotta út í heimi) þá sagði hin skynuga Ingi- björg í útvarpsfréttum að það væri nú hreinlega ólögmætt í þessu tilfelli að veita ekkjun- um ekki bætur, með öðrum orðum að það væri lögbrot að brjóta ekki lög. Sama gerðist þegar ungt öryrkjapar rak upp ramakvein í síðuslu viku og framdi það lögbrot fyrir opnum tjöldum að slíta sam- búð á pappírnum vegna þess að örorku- og barnabæturnar framfærðu þeim ekki í láns- hæfu námi hans en vegna ým- issa ástæðna, m.a. læknis- fræðilegra, hafði Trygginga- stofnun komist að þeirri nið- urstöðu að maðurinn teldist ekki jafnmargraprósentu ör- yrki og áður. (Við erum reyndar býsna mörg sem ekki fáum örorkubætur til að stunda nám). En eins og fyrri daginn var Ingibjörg ekki sein á sér og daginn eftir í DV var það auðsætt af hennar hálfu að endurskoða þyrfti reglur tryggingarlöggjafarinnar, þótt ekki væri jafn augljóst hvaða reglum þyrfti að breyta. Hvort tyfta þyrfti örorkuúrskurðar- nefndina, eða leyfa öllum í sambúð að hætta í sambúð og búa hér bara til þjóðfélag ein- staklinga eða hætta að styðja við bakið á einstæðum eða hvort Imba vorkenndi þeim bara svona ferlega mikið? Lóa Aldísardóttir.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.