Dagur - Tíminn Akureyri - 11.06.1997, Blaðsíða 11
|Dagmr-'3Kmtmt
Miðvikudagur ll.júní 1997 - 23
VIGDÍS
STEFÁNSDÓTTIR
SKRIFAR
Vigdís svarar í símann í dag að venju, milli klukkan 9 og 10.
Ertu með spurningu, viltu ráð eða viltu gefa, skipta eða ... láttu
Vigdísi vita í síma 460 6100. Algjör trúnaður og nafnleynd ef þú
vilt. Símbréf til Vigdísar? Þá er númerið 551 6270.
Tölvupóstur til Vigdísar? Þá er netfangið vigdis@itn.is
RÁÐAGÓÐA HORNIÐ
Mýkri eyeliner
Oft eru augnlínublýantar dá-
lítið harðir og erfitt að mála
fínlegar línur með þeim. Til
að mýkja oddinn, er gott að
halda honum augnablik upp
að heitri ljósaperu (ekki láta
hann snerta peruna).
Illgresi
Til að ná upp illgresi sem
hefur djúpar rætur, t.d. fífl-
um, er gott að nota langt
skrúfjárn. Það nær vel niður
og vegna þess hvað það er
mjótt, er gott að ýta því fram
og til baka til að losa ræturn-
ar.
Glerbrot
og rakvélablöð
Stundum þarf að henda rak-
vélablöðum og glerbrotum
Mer datt það í hug!
Síminn minn kæri
Ég er háð símanum mínum.
Án hans væri ég aðeins hálf
manneskja því hann gerir
mér fært að hafa á auðveld-
an hátt samband við allann
heiminn ef ég vil. Ég þarf
ekki annað en að taka upp
tólið, slá inn númer og er
með það sama tengd veröld-
inni. Hvort sem um er að
ræða vini, ættingja eða Inter-
netið, sem að mínu áliti er
eitt það besta sem fundið
hefur verið upp.
Oft hef ég heyrt vini mína
og ættingja kvarta undan því
að ekki sé með nokkru móti
hægt að hringja í mig, það sé
alltaf á tali og sjálfsagt hafa
fleiri séð mig með símtól við
eyrað en án þess og myndu
kannski ekki þekkja mig án
þess. Það er aðeins eitt
vandamál við símann minn
og það er SÍMAREIKNING-
URINN. Hann er allt of hár.
Auðvitað má segja sem svo
að það sé skiljanlegt að
reikningurinn sé hár og ég
veit að það myndi kosta mig
miklu meira að keyra á milli
allra þeirra staða sem ég get
hringt í, en samt sem áður
er þetta ákveðið vandamál.
Allstaðar annars staðar en
hjá Pósti og síma, gildir sú
meginregla að eftir því sem
viðskiptin eru meiri, því
hærri afslátt fær maður. En
það gildir ekki um símann.
Maður borgar alveg jafn
mikið fyrir skrefið hvort sem
maður hringir 1 sinni eða
100 sinnum. Þetta finnst mér
óréttlátt og tel að Póstur og
sími megi bæta sig þarna.
en ekki er gott að
henda slíku beint í ruslið. Því
er gott að geyma fóðruð um-
slög og setja glerbrotin og
rakvélablöðin í þau áður en
þeim er hent í ruslið.
Fólk sem notar símann mik-
ið ætti auðvitað að fá magn-
afslátt rétt eins og þeir sem
kaupa t.d. heilan kassa af
súkkulaði eða heilan skrokk
af kjöti. Ég er ekkert viss um
að fyrirtækið muni tapa á
því, heldur myndi hlutfalls-
lega fleiri nota símann meira
ef t.d. skrefagjaldið lækkaði
umtalsvert við 4. símtal
dagsins eða eitthvað slíkt.
Lífið
Lífinu má líkja við bók.
Heimskinginn llettir henni
kæruleysislega. En greindur
lesandi les hana vandlega,
því honum er ljóst að honum
gefst aldrei færi á að lesa
hana aftur.
Jean Paul Richter.
Það er dálítið til í þessu.
Okkur hættir nefnilega til að
fara kæruleysislega með líf
okkar. Það er ekki fyrr en við
stöndum skyndilega frammi
fyrir lífsháska eða einhver
sem okkur er kær, deyr
skyndilega að okkur verður
ljóst hversu dýrmætt lífið er
og það er ekki hægt að ýta á
Replay takkann. Við erum
því miður allt of oft að sjá
eftir gærdeginum eða kvíða
umhugsunar
morgundeginum og höfum
þar af leiðandi ekki tíma til
að lifa daginn í dag. Að njóta
augnabliksins, stoppa og
anda að okkur lífsloftinu,
horfa á náttúruna, faðma
börnin okkar og maka, vera
til. Það liggur ekkert á, tím-
inn líður alveg örugglega.
TEITUR ÞORKELSSON
skrifar
Verið
saman
Sumir lialda því fram að það
að geta verið nálægt þeim
sem maður elskar sé nóg til
þess að vera hamingjusamur
maður. Þarna eiga menn ekki
bara við ástkonuna eða elsk-
hugann, það að eiga aðgang að
annarri manneskju, samvistum
hennar og hlýju. Nei, nánasta
fjölskylda, bestu vinir, uppá-
haldsgæludýr og svo framvegis
eru talin með. Það er að segja,
þeir sem þú elskar, hverjir svo
sem það kunna að vera.
Maður fer í ferðalag frá konu
sinni, í eina nótt eða tvær vikur.
Á meðan situr hún og bíður
hans. Alein, þráir hann, langar
til að hafa liann hjá sér. Og
konan fer í heimsókn í nokkra
daga og karlmaðurinn, einn
síns liðs, verður alveg ær, viti
sínu fjær. Hugur hans og líkami
heimtar mýkt konunnar á ný.
Að henni fjarverandi er hann
aðeins hálfur maður og konan á
sama hátt ekki heil heldur hálf.
Rúmið kalt, sálin tóm. En fólk
hefur alls kyns ástæður til að
fara frá maka sínum og vissu-
lega er það ekki ráðlegt að
fórna öllum t.ækifærum eigin
lífs til þess eins að vera nærri
makanum. En ef þið eruð ást-
fangin í raun, þá ekki yfirgefa
hvort annað, ekki skilja hvort
annað eftir í einsemd og kulda í
of langan tíma í senn. Því þó
fjarvistir skerpi vissulega
ástríðurnar grafa þær líka und-
an sjálfri ástinni.
Hvað er í matínn?
Spaghetti
og kjötbollur
400 gr. nautahakk
'A dl. brauðmylsna bleytt
upp með ca. 1/2 dl. mjólk
1 tsk. salt
'A tsk. pipar
1 egg
1 ds. eða krukka, ca. 400
gr. spaghetti sósa
Blandið öllu nema
sósunni saman og hrærið
þar til kjötið verður að þéttu
deigi. Mótið litlar kúlur úr
deiginu og sjóðið þær í sós-
unni í ca. 30 mín. Fyrir þá
sem hrifnir eru af hvítlauk
er gott að setja 1-2 hvít-
lauksrif útí sósuna. Berið
fram með spaghetti og
brauði. Þessi réttur er fyrir
4-6.
Gamaldags
brauðsúpa
ca. 400 gr. af seyddu rúgbrauði,
skornu í bita
3 msk. púðursykur
'A sítróna, í sneiðum
1 flaska/dós malt
'A bolli rúsínur
Leggið brauðið í bleyti í kalt
vatn yfir nótt. Látið fljóta vel yf-
ir. Sjóðið það svo í mauk og lát-
ið rúsínur, malt og sítrónur
vera með síðustu 10 mín.
Berið þeyttan rjóma eða van-
illuís með.
HVAÐ Á ÉG AÐ GERA?
Nokkrir lesendur hafa hringt og
spurt um það hvernig best er
að hreinsa marmara, gólf og
borðplötur.
Dagleg hreingerning á
marmara fremur einföld, að-
eins að vinda klút úr sápuvatni
og strjúka yfir marmarann.
Stundum koma blettir og fyrsta
ráð er að nota sundurskorna sí-
trónu, leggja hana á blettinn í
nokkrar mínútur, gæta þess að
hafa hana ekki of lengi á, því
sýran er sterk. Þvo og hreinsa
blettinn nokkrum sinnum með
vatni. Svo eru til allskonar
hreinsiefni sem eru ætluð
marmara, en þetta ráð virkar
yfirleitt nokkuð vel.
Vélstjóri óskast
Þormóður rammi - Sæberg hf. óskar eftir að ráða
yfirvélstjóra á Jöfur ÍS-172, vélarstærð 1051 KW og
1429 HÖ.
Nánari upplýsingar veitir útgerðarstjóri, Sigurður Stef-
ánsson í síma 467 1200 á skrifstofutíma.
Þormóður Rammi - Sæberg hf.
Húsbréf
Útdráttur
húsbréfa
Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa
í eftirtöldum flokkum:
1. flokki 1989 -27. útdráttur
1. flokki 1990 - 24. útdráttur
2. flokki 1990 - 23. útdráttur
2. flokki 1991 - 21. útdráttur
3. flokki 1992 - 16. útdráttur
2. flokki 1993 - 12. útdráttur
2. flokki 1994 - 9. útdráttur
3. flokki 1994 - 8. útdráttur
Koma þessi bréf til innlausnar 15. ágúst 1997.
Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði.
Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu fiokkunum
hér að ofan birt í Alþýðublaðinu þriðjudaginn
10. júní. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja
frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á
Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum,
sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum.
HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
J HÚSBRÉFAOEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SfMI 569 690