Dagur - Tíminn Akureyri - 11.06.1997, Blaðsíða 4
16- Miðvikudagur 11. júní 1997
ÍOagur-®mtrm
Umbúðalmist
Eigi skal höggva
Það skildi þó aldrei vera að konur mættu ekki vera svo sterkar að karl-
mönnum stæði ógn af þeim. Jafnvel svo að þeim fyndist hoggið undan
sér?
^^9«, 'f Agnarsdóttir
>
g var einu sinni stödd á
norrænni ráðstefnu um
konur og leikhús í Finn-
landi og lenti uppi á hótelher-
bergi með frægri sænskri leik-
konu (við vorum ekki saman
sko) Gunnel Lindblom hét hún,
fræg Bergmanleikkona svo ég
nafnadriti pínulítið. Við vorum
auðvitað að tala um kynjamál-
in, hvað annað, þetta er enda-
laus umræða. Gunnel hafði
mestar áhyggjur af því að ef við
konur værum of herskáar í bar-
áttu okkar, þá misstu karlar
náttúruna og hætti að standa til
kvenna og hvar væri mannkyn-
ið þá statt? Við konur bærum
ábyrgð á því að mannkynið
þurrkaðist ekki út. Við mættum
ekki vera svo sterkar að karl-
mönnum stæði ógn af okkur
þannig að þeim fyndist hoggið
undan sér.
Biskupar á höggstokk
Ég mundi allt í einu eftir þess- ■
um orðum leikkonunnar þegar
ég las að fjölmiðlagagnrýnanda
Dagblaðsins liði alltaf eins og
Jóni biskupi
Arasyni á högg-
stokknum þeg-
ar hann læsi
pistlana mína.
Ég fylltist ógur-
legri sektar-
kennd og hugs-
aði með mér:
„Eigi skal
höggva." Jón
biskup býr nú
afturgenginn
og óhogginn í
einum mesta
húmorista bæj-
arins og bíður eftir náðarhögg-
inu frá mér á hverri stundu, því
honum leiðist biðin á högg-
stokknum. Á þessu blaði er ég
einn af fulltrúum siðaskipt-
anna, þar sem konur eru
óþreytandi við að höggva karla
niður í hverri viku. Samkvæmt
afturgöngu Jóns mistekst mér
þó nær alltaf, líklega af því exi
mín er illa brýnd eða nei, ég er
ekki nógu höggviss. Ég hitti af
og til kennda
menntamenn
(ókenndir og
ómenntaðir tjá
sig ekki að
óþörfu) sem
finnst þeir hafa
orðið fyrir
barðinu á þess-
um mistæku
höggum mínum
og þusa ein-
hver lifandis
býsn yflr því að
þeir nenni
aldrei að lesa
pistlana mína af því að þeir séu
svo leiðinlegir. Þá fer ég nú yfir-
leitt að hlæja, því skemmtilegri
þversögn hef ég sjaldan heyrt.
Hvernig getur þeim fundist eitt-
hvað leiðinlegt sem þeir hafa
aldrei lesið? Jú, þeir þurfa ekki
að lesa, þeir hafa farið á hrað-
lestrarnámskeið og renna frán-
um augum sínum rétt sem
snöggvast yfir orðin, finna fljótt
orðið „karlmenn“ og fá sam-
stundis svokallaðan „femfnista-
hroIl“, holdið á þeim skreppur
saman og þeir samsama sig
undireins illa förnum biskup-
um, hvort sem það er Jón Ara
eða Óli Skúla.
Cjáifvirk kvenhræðsla
Kannski þarna sé Ioks að finna
skýringuna á gjánni milli kynj-
anna; þessir biskupar þurfa
ekki nema finna lyktina af því
sem þeir halda að sé „femín-
ismi“ og hræðast mest í heimi
og þá fer sjálfvirk kvenhræðsl-
an í gang eins og reykskynjari
sem ýlir án þess að það hafi
kviknað í. Ef þeir neyðast til að
lesa eitthvað eftir konur, hlusta
á þær eða kynnast þeim þá get-
Á þessu blaði er ég
einn af fulltrúum
siðaskiptanna, þar
sem konur eru
óþreytandi við að
höggva karla niður
í hverri viku.
eœst
ur ýmislegt komið þeim á óvart
og jafnvel víkkað út sjóndeild-
arhring þeirra; „Þú ert nú
miklu skárri en ég hélt,“ segja
þeir þá og afhjúpa fordóma
sína eða „ég var alveg hissa á
því hvað þetta var fullburða hjá
þér“ og afhjúpa um leið litlar
væntingar til kvenna. Það er
engum blöðum um það að
fletta, þessi sjálfskipuðu bisk-
upsefni andans eru miklu
merkilegri, gáfaðri og fyndnari
en kvenböðlar nýju siðaskipt-
anna. Þetta vita konur vel, enda
hafa þær alltaf sýnt sálarflækj-
um karlmannsins mikinn áhuga
og skilning og sumar vilja ná
þessum hrolli úr þeim. Kannski
ættu konur að hætta að ijasa
um karlmenn og konur og fara
að skrifa um fugla og skordýr
eða heimskautaveðrið í byrjun
júm' á íslandi, já eða áhrif
grænmetisfæðis á meltinguna
og hugsunina.
Konur hjúkra
Getur verið að tormelt kjötát
(bíbb) geri það að verkum að
svírinn þykkni um of, svo það
bíti ekkert á honum og það tor-
veldi skilning á eðli og hugsun
kvenna? Svona eru (bíbb), alltaf
að leita skýringa, svo um-
hyggjusamar og alltaf í hjúkr-
unarleik og það er auðvitað
hjúkrunarkonan í mér sem
passar upp á að biskupar þessa
lands hvort sem þeir eru lífs
eða liðnir og afturgengnir, missi
hvorki höfuðið né aðra mikil-
væga hluta af líkama sínum. Ef
þeir missa höfuðið þá rís þeim
ekki lengur hold og ef þeir
missa holdið, já, þá er úti um
mannkynið eins og Gunnel
Lindblom óttaðist.
Nei, eigi skal höggva, heldur
hjakka í sama farinu.
GARRI
Tveir tómhentir
Garri fær ekki betur séð
en tveir nýir búdda-
munkar séu að verða til
í forustusveit hinnar alþjóð-
legu Ólympíuhreyfingar. Kjör-
orð búddamunksins er, eins og
lesendum Dags-Tímans ætti að
vera kunn-
ugt eftir for-
si'ðuviðtal
við íslenska
búdda-
munkinn á
dögunum:
„Farðu allt-
af tómhent-
ur!“ Það er
fróttaviðtal í
Degi-Tíman-
um í gær
sem gefur
mönnum til-
efni til að
ætla að þeir
Ellert B.
Schram, formaður íslensku
Ólympíunefndarinnar, og José
Samaranch, forseti alþjóðlegu
Ólympíunefndarinnar, hyggist
snúa baki við hinu veraldlega
lífsgæðakapphlaupi og taka
upp þann sið að „fara alltaf
tómhentir".
Ellert segir
Raunar er það frótt að þeim
Ellerti og Samaranch semur
nú afskaplega vel og eru orðn-
ir miklir vinir. Það gerist þrátt
fyrir að Ellert hafi kallað hann
glæpamann í leiðara DV fyrir
nokkrum misserum. En Ellert
útskýrir málið í fréttaviðtalinu
í gær: „Ég kann afar vel við
manninn (glæpamanninn??),
hann er greindur og tilgerðar-
laus. í þessum leiðara var ég
að vara við því að tilstand og
skrum mætti ekki bera innri
þátt leikanna ofurliði og mér
sýnist að hann hafi alveg sömu
skoðun og ég í þeim efnum.
Hann var t.d. mjög ánægður
með hve einföid opnunarhátíð-
in var hjá okkur.“
Það er greinilegt að Samar-
anch hefur iðrast frá því Ellert
tjáði sig í leiðaranum fræga
hór um árið. Fastlega verður
líka að gera ráð fyrir að forseti
alþjóða Ólympíunefndarinnar
sé ekki einvörðungu ánægður
með að fslendingar skuli hafa
sparað í opnunarhátíðinni,
heldur hafi hann sjálfur ákveð-
ið að minnka verulega hjá sér
lúxusinn og sé nú farinn að
gæta þess
að láta
ótrúlegan
lífsstíl yfir-
stjórnar
Ólympíu-
hreyfingar-
innar ekki
skyggja á
innihald
leikanna og
hugsjónar-
innar að
baki þeim.
Annars
myndi Ell-
ert varla
hafa tekið
þessum
sinnaskiptum gangvart mann-
inum, því það var jú bruðlið og
ilottræfilshátturinn sem hann
var m.a. að fetta fingur út í á
sínum túna.
Þota í reiðileysi
Garri vill því skora á frótta-
menn að finna farfuglaheimilið
sem Samaranch gisti á og fara
að spyrjast fyrir á hamborg-
arastöðum og pylsubörum þvf
þar hefur hann væntanlega
borðað. Það væri náttúrulega
stórfrétt ef maðurinn er hættur
að borða það allra dýrasta og
flottasta á dýrustu og flottustu
veitingahúsunum. Síðan hlýtur
að vera einhvers staðar stór
einkaþota merkt ólympíu-
hringjunum f reiðileysi því
varla liefur búddamúnkurinn
Samaranch farið að fara í
henni til baka aftur - ekki eftir
að þeir Ellert voru orðnir dús
og búnir að ákveða að vera
alltaf tómhentir.
Stóru gleðifréttirnar við
Smáþjóðaleikana eru því þær
að nú mun hinn innri þáttur
þeirra fá að njóta sín óspjall-
aður af efnahagsríkidæmi for-
ustunnar. Þeir sem iára tóm-
hentir skyggja ekki á Ólympíu-
hugsjónina. Garri.