Dagur - Tíminn Akureyri - 16.07.1997, Side 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 16.07.1997, Side 1
Akureyri Styrkurmn til KA rétt- mætur? KA menn fengu milljón í ferðastyrk þrátt fyrir þá stefnu að veita ekki ferðastyrki. Ákvörðun bæjarráðs Akur- eyrar um að veita handknatt- leiksdeild KA einnar milljónar króna styrk vegna þátttöku liðs- ins í Evrópukeppni var til um- ræðu á bæjarstjórnarfundi x gær. Gagnrýnt var að málið hafi ekki verið á dagskrá fundarins heldur kynnt sem munnlegt er- indi og einnig þótti mörgum bæjarfulltrúum skjóta skökku við að bæjarráð veitti styrk með þessum hætti þegar yfirlýst stefna bæjarins væri að veita ekki styrki til keppnisferða. Iþrótta- og tómstundanefnd hafi t.d. nýlega hafnað þremur beiðnum um styrki vegna þess- arar stefnu bæjarins. Styrkur- inn var samþykktur í bæjarráði með tveimur atkvæðum en þrír sátu hjá. AI Fréttir og þjóðmál Fimm fjölskyldur, hundur og kanína. Þessi hressilegi hópur varð á vegi Ijósmyndara og blaðamanns Dags-Tímans í gær á tjaldstæðinu á Akureyri. Þau hafa ferðast saman í gegn um árin og þykir lítið mál að gista í tjaldi með börnin (það yngsta er 7 mánaða) og dýrin. Og rigningin? Ekkert vandamál - bara borða bjúgu! - Sjá bls.4 jhf Hæstiréttur Embættishrokinn skín í gegnum úrskurðinn Hæstiréttur telur ekki tilefni til að taka svokölluð Guðmund- ar- og Geirfinnsmál upp að nýju. Mér finnst rökstuðningur- inn vera afskaplega hæpinn í þessum úr- skurði. Það er eiginlega enginn rökstuðningur," sagði Sævar Ci- esielski í gær eftir að ljóst var orðið að Hæstiréttur hefði hafn- að beiðni hans um endurupp- töku svokallaðra Guðmundar- og Geirfinnsmála. Hæstiréttur telur nýjar upp- lýsingar ekki fullnægja þeim skilyrðum sem nauðsynleg séu til endurupptöku málsins. Byggist sú skoðun á því að flest þeirra atriða, sem lögð hafa verið fram nú, hafi legið fyrir við uppkvaðningu dóms í mál- inu fyrir 17 árum. Hæstiréttur kemst reyndar einnig að þeirri niðurstöðu að Sævar hafi sætt ólögmætu harðræði í gæslu- varðhaldsvist í Síðumúlafang- elsi, en telur að það hefði ekki breytt niðurstöðu dómsins. „Það skín í gegnum þetta embættishroki og þar má nefna það sem þeir segja um harð- ræðið. Að það hafi nú bara ver- ið í refsingarskyni vegna þess að ég hafi verið svo slæmur fangi. Við erum núna aðilar að mannróttindasáttmálanum og svo talar Hæstiréttur íslands um að harðræðið hafi bara ver- ið í refsingarskyni. Þetta er al- ger svívirða,“ segir Sævar. Hann segir málinu ekki lokið af sinni hálfu. „Nei, þetta er bara úrskurður, ekki dómur. Málið er ekki búið. Það er hægt að koma fram með ný gögn og biðja um frekari rökstuðning. En það er sárt að sjá þegar réttlætið nær ekki fram að ganga." Merkileg nið- urstaða „Hæstiréttur virðist taka þann pól í hæðina að ekki sé hægt að taka upp mál sem Hæstiréttur hefur dæmt í. Sama hversu vitlaust það er og sama hversu skýr rök eru sett fram um málatilbúnaðinn á sínum tíma. Það er það sem mér finnst merkilegast í þessu. Af- staða Ragnars Hall, ríkissak- sóknara, er gerð að afstöðu réttarins," segir Sigursteinn Másson, höfundur þáttanna „Aðför að lögum“, sem sýndir voru í sjónvarpinu í vetur um Guðmundar og Geirfinnsmál. „Meginpunkturinn í öllu málinu er að það er byggt á játningum, sem koma fram í löngu varð- haldi, en rétturinn tekur enga afstöðu til þess.“ - Sjá nánar bls. 6 og 9. Sævar Ciesielski „Mér finnst rökstuðn- ingurinn vera afskap- lega hœpinn í þessum úrskurðl Það er eig- inlega enginn rök- stuðningur. “ Lífið í landinu LT\

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.