Dagur - Tíminn Akureyri - 16.07.1997, Side 4
4 - Miðvikudagur 16. júlí 1997
F R E T T I R
Guðmundur ráðinn
bæjarstjóri á Siglufirði
Bæjarstjórn Siglufjarðar samþykkti á fundi sínum í gær að
ráða Guðmund Guðlaugsson, í stöðu bæjarstjóra frá og með 1.
október næstkomandi. Guðmundur tekur við starfinu af Birni
Valdimarssyni, sem hafði gegnt því frá 1990. Björn hverfur nú
til starfa hjá Þormóði ramma - Sæbergi hf. á Siglufirði.
Guðmundur Guðlaugsson er 38 ára og hefur starfað sem
skrifstofustjóri hjá Sigluljarðarbæ frá síðustu áramótum. Áður
var hann um átta ára skeið framkvæmdastjóri Brúnáss hf á
Egilsstöðum. Eiginkona Guðmundar er Soffía Björg Sigurjóns-
dóttir, og eiga þau þrjú börn. -sbs.
Leik frestað vegna verkfalls
Leik Leifturs og ÍA sem vera átti í kvöld er frestað vegna tafa í
ferð Leiftursmanna til Tyrklands. Verkfall starfsmanna British
Airways varð til þess að liðið millilenti í Þýskalandi. Þar var
leikmönnum liðsins sem upprunnir eru frá fyrrum Júgóslavíu
meinaður aðgangur að landinu þar sem þýsk yfirvöld viður-
kenna ekki vegabréf þeirra. Þeim var síðan haldið á flugstöð-
inni og fengu ekki að fara með fyrstu vél áfram þegar hluti
liðsins hélt för sinn áfram. Að lokum tókst þó að greiða úr
málinu og eru allir leikmenn liðsins komnir til landsins.
Mýflugsmenn sáttir
Mýflug í Mývatnssveit hefur hafið áætlunarferðir til Horna-
fjarðar. Flogið verður daglega milli staðanna og kostar ferðin
fram og til baka tíu þúsund krónur. Mýflugsmenn telja að
markaður sé fyrir ferðir af þessu tagi yfir ferðamannatímann.
Flugleiðin er ákaflega falleg og báðir staðir vinsælir ferða-
mannastaðir.
Leifur Hallgrímsson hjá Mýflugi segir að viðtökur hafi verið
góðar, en veðrið hafi verið óhagstætt. Aðspurður um truflun á
útsýnisflugi vegna æfingar Norðurvíkings, sem fram hefur
komið í fréttum, segir Leifur að búið sé að semja við aðstand-
endur æfingarinnar og flugmálayfirvöld. Leifur segist ánægður
með niðurstöðuna og lítil röskun verði á útsýnisflugi Mýflugs.
38 punda lax
úr Leirutjörn
Hann Gunnar Páll
Gunnarsson veiddi á
dögimum 38 punda
lax í Leirutjörn á Ak-
ureyri. Þessi fiskur
er sá stærsti sem þar
hefur veiðst í sumar
og sennilega þó víðar
væri leitað.
Það er fyrirtækið
Jaxlinn sem hefur
keypt eldisfisk, regn-
bogasilung og lax, og
sleppt í Leirutjörn í
sumar og fyrrasum-
ar. Þeir selja síðan
veiðileyfi sem kosta
1800 kr. fyrir fimm
tíma og er hámarks-
veiði 4 fiskar. „Ég
hugsa að hægt sé að
telja á fingri annarar
handar þá sem ekki
hafa fengið fisk,“
segir Jóhannes Gísli Gunnar Páll Gunnarsson með laxinn góða.
Pálmason, . einn
þeirra sem sér um leiguna. Jóhannes segir aðsókn hafa verið
þokkalega það sem af er sumars. Margir Akureyringar, sem
ekki sóu vanir að veiða, komi til að prófa og einnig sé nokkuð
um að vonsviknir veiðimenn, sem ekki hafi fengið neitt úr án-
um, reyni að létta skapið með því að draga nokkra fiska úr
Leirutjörn. Kannski ekki alveg jafnspennandi og hin veiðin - en
samt.... AI
Stutt & laggott
Akureyri
Sigurður Hafþórsson, tjaldvörður.
5 : ' ■■
Tjaldgestir flýðu margir
á gistihús eða tif vina
vegna bleytu í fyrrinótt.
Votir en
kátir ferðamenn
Mikii rígning og bleyta
á mánudag og að-
faranótt þríðjudags
varð til þess að margir tjald-
gestir á tjaldstæðinu á Akur-
eyri flýðu á gistiheimili eða á
náðir kunningja og vina.
Mikill fjöldi var á tjaldstæð-
inu um helgina. Á laugardag
voru næturgestir t.d. 511 sem
er mesti fjöldi sem af er
sumars. „Það var helvíti
margt,“ segir Sigurður Hafþórs-
son, tjaldvörður. Töluvert fækk-
aði á mánudag þegar veðrið
versnaði en þá var Qöldinn 180
manns. Margir voru mjög
blautir og segir Sigurður frá út-
lendingum sem ferðuðust á
mótórhjólum og voru rennandi
þegar þeir mættu á staðinn.
„Þeir fengu að komast inn þar
sem við eruin með sturtuað-
stöðu og setja skó og blaut föt á
ofn. Ég man ekki eftir að það
hafi komið fyrir áður,“ segir
hann. Annars segir Sigurður
helstan mun á útlendingum og
íslendingum þann að þeir fyrr-
nefndu hafa ákveðið fyrirfram
hvað margar nætur þeir ætla að
gista, á meðan landinn vill bíða
og sjá hvernig verðrið verður.
Annað sem greinir á milli þess-
ara hópa er að útlendingarnir
fara til tjaldvarða að fyrra
bragði og borga áður en þeir
tjalda en flesta íslendinga þarf
að rukka.
Sunnlensk bjúgu
„Við komum í gær [mánudag] í
rigningunni og byrjuðum á að
fara í sund. Reyndar fundum
við ekki muninn hvort við vær-
um ofan í lauginni eða ekki,“
segir Ragnheiður K. Sigurðar-
dóttir og skellihlær. Ragnheiður
er á ferðalagi með vinahópi og
kom hópurinn til Akureyrar frá
hálendinu. Hugmyndin er að
halda næst í Fjörður. Alls eru
16 manns í hópnum, 18 ef kan-
ínan og hundurinn eru talin
með. Yngsti meðlimur hópsins
er aðeins 7 mánaða.
Vinahópurinn er úr Reykja-
vík og samanstendur af fimm
fjölskyldum. „Við höfum gert
töluvert af því að ferðast sam-
an,“ segir Ragnheiður. „Það er
ákveðin samkeppni í gangi hjá
okkur. Bílarnir stækka, tjöldin
verða flottari og börnunum
ljölgar," bætir hún við og vin-
Ragnheiður K. Sigurðardóttir.
Myndir: JHF
irnir taka undir. Greinilegt er
að Iétt er yfir þessum hópi enda
var rigningin ekkert vandamál.
„Við höfðum það mjög huggu-
legt þegar við vorum búin að
koma okkur fyrir. Hlógum mik-
ið og borðuðum sunnlensk
bjúgu, ekki sperðla," segir
Ragnheiður. AI
Fjarskipti
Nýtt farsímakerfi í haust
Stjórn Pósts og síma hefur
ákveðið að heíja tilrauna-
rekstur á DCS 1800, nýs
farsímakerfis, í haust með með
það fyrir augum að almennur
rekstur slíkrar fjarskiptaþjón-
ustu geti hafist um næstu ára-
mót.
Frá 1. janúar 1998 fellur
einkaréttur Pósts og síma á
Ijarskiptaþjónustu niður. Sam-
kvæmt tilskipun EES verður
nýjum aðilum þá heimilt að
hefja rekstur farsímaþjónustu
nema tæknilcgar hindranir
standi í vegi fyrir því, að upp-
fylltum þeim skilyrðum sem
Póst- og Ijarskiptastofnun kann
að setja. Þess ber þó að gæta að
1. júlí sl. féll einkaréttur Pósts
og síma á GSM-farsímaþjónustu
niður. Það er samgönguráð-
herra sem gefur Póst- og síma-
málastofnun heimild til að fara
af stað með hið nýja farsíma-
kerfi. í fréttatilkynningu frá
samgönguráðuneytinu kemur
fram að ekki hafi borist erindi
um DCS 1800 frá öðrum en
Póst- og símamálastofnun. AI