Dagur - Tíminn Akureyri - 16.07.1997, Qupperneq 5

Dagur - Tíminn Akureyri - 16.07.1997, Qupperneq 5
,®agyr-®ítttnm F R É T T Miðvikudagur 16. júlí 1997 - 5 I R Bandaríkin að lokast? Nýjar tillögur Samstarfsnefndar bandarískra læknasamtaka gætu leitt til þess að íslemskir læknar geti ekki stundað framhaldsnám f Bandaríkjunum. Óttast er að aðgangur íslenskra lækna að háskólasjúkrahúsum í Bandaríkjunum muni jafnvel lokast vegna vaxandi offramboðs lækna þar. Atriði í tillögum samstarfs- nefndar bandarískra læknasamtaka til að stemma stigu við vaxandi fram- boði á læknum vestra geta haft mjög mikla þýðingu fyrir mögu- leika erlendra lækna, þeirra á meðal íslenskra, á að stunda framhaldsnám í Bandaríkjun- um, segir Davíð 0. Arnar í Læknablaðinu (júlí-ág.’97). Annars vegar er lagt til að námsstöðum verði fækkað um 8.000 á ári og hins vegar að Medicare (ríkistryggingastofnun aldraðra og öryrkja) hætti að greiða fyrir menntun erlendra lækna. Af um 25.000 námsstöðum á fyrsta ári, sem nú eru í boði í Bandaríkjunum, manna banda- rískir læknar aðeins um 16.000, en reynt er að fylla hinar með útlendingum. En meginhluti þeirra dvelur síðan áfram í Bandaríkjunum að sérfræði- þjálfun lokinni og keppir um stöður við innfædda. Fjármögnun þessa náms hef- ur til þessa verið þannig háttað að Medicare hefur greitt há- skólasjúkrahúsxmum sem svar- ar tæplega 5 milljómnn kr. á ári fyrir hverja námsstöðu, þannig að bandarískir skattgreiðendur borga 15-20 milljónir fyrir 3- 4ra ára sérfræðimenntun hvers læknis, útlendinganna einnig. Þykir því að vonum að stjórn- völd skoði fyrrnefndar tillögur ofan í kjölinn. En ljóst þykir, að komi þær til framkvæmda yrði miklum mun erfiðara fyrir lækna að komast í námsstöður í Bandaríkjumnn og þar á ofan óskaplega dýrt. Ekki alveg svart Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir segir að ekki sé al- svart í þessu efnum: í fyrsta lagi verði alltaf stöður til fyrir góða menn vestra, og þá sé Evrópa að opnast með auknum sam- skiptum sem geti leitt margt gott af sér fyrir hérlenda lækna. HEI Kvennalistinn Fundað um nýjar leiðir Meðan landsmenn eru í sumarfríi hafa kvenna- listakonur fimdað reglulega einu sinni í viku um nýjar leiðir í kvennabaráttu. Framkvæmdastýra Kvenna- listans segir að hugsanlegt samstarf við hina stjórnar- andstöðuflokkana sé meðal annars til umræðu. Niður- staða fundanna verði örugg- lega kynnt síðar. „Við höfum tekið þátt í sameiginlegum viðræðuhóp stjórnarandstöðuflokkanna. Við sendum bréf til hinna flokkanna og vildum fá nefnd sem myndi ræða af al- vöru um kvenfrelsi og þátt kvenna í hugsanlegu fram- tíðarsamstarfi. Við vildum fá að heyra um vilja og hug- myndir hinna flokkanna," segir Sigrún Erla Egilsdóttir, framkvæmdastýra Kvenna- listans. Á fundunum er einnig fjallað um kvenréttindabar- áttu á hinum Norðurlöndun- um, meðal annars kvóta- kerfi og svokallað „main- streaming“, það er að við ákvarðanatöku og stefnu- mótun sé tekið tillit til þess hver áhrifín verða á karla og kornn-. -GHS Lögreglan á Akureyri Daníel Guðjónsson, iögreglustjóri á Akureyri, tekur við lyklum af nýjum lögreglubíl frá umboðsmanni Heklu hf. Þetta er áttundi bdlinn af tfu sem Hekla hf. afhendir lögreglunni á Akureyri. Myn&. e.ó Ríkissaksóknari Ræða bara umfjöllunina orsteinn Geirsson, ráðu- neytisstjóri dómsmála- ráðuneytisins, mun ræða við ríkissaksóknara á næstunni um unifjöllun þá sem orðið hef- ur um fjárhag hans. Ekki stend- ur til að fara fram á það við Hallvarð Einvarðsson að hann geri opinberlega grein fyrir fjárreiðum sínum. Fram hefur komið í fjöliniðlum að ríkissak- sóknari hefur verið fjárhags- kröggum í mörg ár og fyrir nokkrum árum tók Landsbank- inn íbúð hans upp í skuldir. íbúðin var nýlega seld aftur og flutti ríkissaksóknari þá í sum- arbústað sinn við Elliðavatn. Þorsteinn Pálsson, dómsmála- ráðherra, ítrekaði í samtali við Dag-Tímann í gær að ráðuneyt- ið gæti ekki séð að það væri neitt í þessu máli, sem benti til þess annars en ríkissaksóknari fullnægði þeim skilyrðum sem lög kvæðu á um. Hann væri ekki gjaldþrota og því ekki ástæða fyrir ráðuneytið að grípa inn í. En hvað á ráðuneyt- isstjórinn að ræða um við Hall- varð Einvarðsson? „Þeir ræða bara saman um þessa umfjöll- un sem orðið hefur um málið,“ segir dómsmálaráðherra. Það verður væntanlega fljótlega eft- ir að ríkissaksóknari kemur úr sumarfríi. Veðjað á reynsluna Fyrstu togararnir á leið í Barentshafið. Allir túrar óskrifað blað í byrjun. Reynslan segir okkur að það sé fiskur í Smugunni á þessum árstíma," segir Eiríkur Tómasson, fram- kvæmdastjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík. í vikunni heldur annar af tveimur frystitogurum fyrirtæk- isins, Hrafn Sveinbjarnarson GK, í Smuguna í Barentshafi. Tveir aðrir togarar eru á leiðnni þangað norður, Orri ÍS og Stakfellið ÞH. Viðbúið er að fleiri togarar muni halda þang- að á næstunni. „Ég hef aldrei vitað hvað menn munu fá þegar þeir fara á sjóinn," segir Eiríkur að- spurður hvernig túrinn leggst í útgerðina. Hann segist ekki hafa heyrt eitt einasta orð um að einhverja veiði væri að hafa í Smugunni. í því ljósi hafa t.d. skipverjar á Hrafni búið sig undir að eiga langa útiveru fyr- ir höndum, eða jafnvel til ágústloka. Framkvæmda- stjóri Þorbjarnar segir að afleiðingar af hagræðingu í sjávarútvegi skili sér í meiri kvóta á hvert skip. Það skýrir að hluta af hverju togaraút- gerðir senda skip sín seinna en áður til veiða í Smug- unni. -grh Eiríkur Tómasson framkv.stj- Þorbjarnar hf. i Grindavík „Reynslan segir okk~ ur að það sé fiskur í Smugunni á þessum árstíma“ Peningamarkaður Umframeftirspurn eftir ríkisvíxlum Takmarkað framboð á ríkisvíxlum vegna lítillar lánsfjárþarfar ríkissjóðs. Frá því línur skýrðust í kjaramálum um miðjan apríl hafa skilyrði á pen- inga- og gjaldeyrismarkaði ver- ið þannig að umframeftirspurn hefur verið eftir ríkisvíxlum og stöðugt innstreymi gjaldeyris,“ segir í Hagtölum Seðlabankans þar sem ljallað er um þróunina á fyrstu mánuðum ársins. Seðlabankinn segir greinilegt að kjarasamningarnir hafi ann- að hvort stuðlað að lægri verð- bólguvæntingum eða lægra áhættuálagi, nema hvort tveggja sé. Umframeftirspurn eftir ríkis- víxlum segir Seðlabankinn stafa af litlu framboði þeirra, sökum lítillar lánsfjárjiarfar ríkissjóðs. Þessi umframeftirspurn hafi vaxið eftir því sem liðið hefur á árið, og kjarasamningarnir og mikið gjaldeyrisinnstreymi magnað hana. Erlendar lántök- ur, bæði langar og stuttar, virð- ast meginskýringin á gjaldeyris- innstreyminu. Að baki þeirra liggi vaxtamunurinn milli ís- lands og nágrannalandanna þar sem vextir séu um 3-3,5 prósentustigum lægri en hér. Sérstaklega hafa endurlán bankanna á erlendu lánsfé auk- ist mikið. - HEI

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.