Dagur - Tíminn Akureyri - 16.07.1997, Qupperneq 7

Dagur - Tíminn Akureyri - 16.07.1997, Qupperneq 7
Jlagur-'ðKiiróm ERLENDAR F R É T T Miðvikudagur 16. júlí 1997 - 7 Baksvið Dagur Þorleifsson Jeltsín og Clinton, forsetar Rúss- lands og Bandaríkjanna, í Helsinki í mars sl. Stækkun NATO ráðstefnu leiðtoga og utanríkisráðherra NATO-ríkja í Madrid var Póllandi, Tékklandi og Ung- verjalandi boðið í bandalagið, eins og búist hafði verið við. Rúmeníu og Slóveníu var vísað frá, eins og talið hafði verið lík- legast, en þó ekki alveg víst. Á óvart kom að á ráðstefn- unni jukust lík- ur á því að fleiri ríkjum yrði boðið inn í NATO þegar á næstu leiðtoga- ráðstefnu þess, sem verður 1999. Og enn meira kom á óvart að eftir Madridarfund eru Eistland, Lettland og Litháen meðal þeirra ríkja, sem líkleg- ast er að verði boðið inn næst. Norðurlönd styðja Eystrasaltslönd Ekki er laust við tilviljana- kennda atburðarás á bak við að svona fór. Frakkland gerði það að sérstöku metnaðarmáli að Rúmeníu yrði boðið inn í Madr- id, eða a.m.k. nefnd - ásamt Sló- veníu - í lokayfirlýsingu ráð- stefnunnar sem ríki, er boðið yrði inn í „næstu umferð." Gegn því beittu sér Norðurlandaríkin í NATO og áhrif Norðurlandaríkja sem ekki eru í bandalaginu, Sví- þjóðar og Finnlands, virðast í því samhengi hafa haft nokkurt vægi. Ekki það að Norðurlanda- ríkin beittu sér gegn Rúmeníu og Slóveníu í þessu máli, heldur lögðu þau áherslu á að ef Balk- anlönd þessi tvö yrðu nefnd í lokayfirlýsingunni, yrði að nefna Eystrasaltslöndin þrjú í henni einnig. Að öðrum kosti yrði litið svo á að NATO hyggðist halda ríkjum þessum þremur utan dyra sinna um ófyrirsjáanlega framtíð, samþykkja þau sem „grátt svæði“ milli sín og Rúss- lands. Niðurstaðan varð að bæði, áður nefnd tvö Balkanríki og Eystrasaltslöndin þrjú, voru nefnd í lokayfirlýsingunni á þann hátt, að litið er á það sem ábendingu um þau sem ríki er sennilegt sé að fái aðild að NATO innan skamms. Að vísu voru aðeins Rúmenía og Slóven- ía nefnd þar á nafn, en vikið að Eystrasaltslöndum sem ríkjum á Eystrasaltssvæðinu „sem óska eftir að verða aðilar" að NATO. Einhverjir túlka það svo að með því sé verið á lúmskan hátt að taka Rúmeníu og Slóveníu, sem Rússland hefur ekki mik- ið á móti að gangi í NATO, fram yfir Eystrasaltslönd, sem Rússland má ekki heyra minnst á að fái NATO-aðild. Á bak við það er trúlega ekki síst það að rússneskir þjóðernissinn- ar, bæði í Rússlandi og Eystra- saltslöndum, vilja í raun ekki viðurkenna annað en að Eystra- saltslönd eigi að heyra Rúss- landi til. Þýskaland studdi Norðurlönd En það að Eistland er sagt kom- ið á lista Evrópusambands yfir ríki sem kemur til greina að taka í það bandalag í næstu stækkunarumferð þess, bendir til þess að áhuginn fyrir því að taka Eystrasaltslönd inn í NATO fari vaxandi á Vesturlöndum. Drjúgan þátt í að svo fór sem fór í Madrid átti, að Þýskaland, sem hafði tvístigið um hríð við að reyna að gera bæði Banda- ríkjunum og Frakklandi til geðs, hallaðist um síðir á sveif með Bandaríkjunum, eins og við mátti búast, og tók undir þá af- stöðu þeirra að aðeins Póllandi, Tékklandi og Ungverjalandi yrði boðið inn að sinni. En jafnframt snerist Kohl sambandskanslari á sveif með Norðurlandaríkjum og kvað Þýskaland ekki geta sam- þykkt Rúmeníu og Slóveníu inn ef Eystrasaltslönd yrðu skilin eft- ir fyrir utan. Sagði Kohl til skýr- ingar að Þýskalandi væri í mun að bæta fyrir þá „sögulegu ábyrgð", sem það bæri á því að Sovétmenn lögðu Eystrasalts- lönd undir sig. Á bak við þessa afstöðu Þýskalands, sem að nokkru mun hafa komið á óvart, er að líkindum að það telur afstöðu Norðurlanda í þessum efnum skipta máli og að það er Norð- urlandaríkjunum sammála um að best fari á því að Rússland hafi ekki meiri aðgang að Eystrasalti en nú er. Ennfremur kann að vera að Þýskaland, sem í utanríkismálum hefur allmjög hliðsjón af Bandaríkj- unum, hafi þóst sjá þess merki að í bandarísku forystunni væri á uppleið sú skoðun að taka ætti Eystrasaltslönd í NATO. At- hygli vakti að Thomas Siebert, ambassador Bandaríkjanna í Stokkhólmi, skrifaði eftir Madr- id-fund í blaðið Dagens Nyheter að Bandaríkin myndu ekki telja að útþensla NATO væri full- komnuð eða hefði náð tilgangi sínum fyrr en Eystrasaltslönd væru komin í bandalagið. Samningur NATO og Úkraínu Viðbrögðin frá Rússlandi við út- þenslu NATO eru sem fyrr tví- ræð, og sumir fréttaskýrendur a.m.k. virðast telja að Vestrinu hafi með samningum um nýtt öryggismálafyrirkomulag í Evr- ópu og samvinnu við Rússland í því samhengi tekist að einhverju marki að róa pólitísku forystuna þarlendis. En um afstöðu Rúss- lands í raun í umræddum mál- um skiptir þó að líkindum mestu hve veikburða það er. 44 dagar sem breyttu Evr- ópu, skrifar einn fréttaskýrand- inn hrifinn. Hann telur upp í því samhengi samning NATO og Rússlands um náið samstarf í öryggismálum, undirritaðan í París 27. maí, samstarfssamn- ing um „óskipta Evrópu" sem 43 ríki í Norður-Ameríku, Evr- ópu og Asíu skrifuðu undir í Sintra í Portúgal 30. maí, NATO-ráðstefnuna í Madrid sem lauk 8. júlí og samning um öryggismálasamstarf NATO og Úkraínu, er undirritaður var í sömu borg daginn eftir. Sumra ætlan er greinilega að draum- urinn um sameinaðan norður- heim „frá Vancouver til Vladi- vostok“ sé á uppleið. Eflir Madrid-fund eru nokkrar líkur á að Eystrasaltslöndum verði boðið í NATO 1999. Skrifstofa íslandsflugs á Akureyrarflugvelli: 461 4050 Símbréf 461 4051 ISLANOSFLUB -gerir fleirum fært aö fljúga HRISALUNDUR - fyrir þig! Dáyndis steikur Fallegt fiskborð Ódýr alþýðumatur Úrvals Kea kindabjúgu í metravís, 398 kr. kg Úrvals Kea saitað miðaldra feitt og fallegt hrossasaltkjöt, 449 kr. kg Hrísalundur sér um sína

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.