Dagur - Tíminn Akureyri - 16.07.1997, Qupperneq 8

Dagur - Tíminn Akureyri - 16.07.1997, Qupperneq 8
8 - Miðvikudagur 16. júlí 1997 |Dagur-'3Riutrat PJÓÐMÁL ^Oagur-tEmtttm Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk. Lausasöluverð Prentun: Grænt númer: Dagsprent hf. Eyjólfur Sveinsson Stefán Jón Hafstein Birgir Guðmundsson Marteinn Jónasson Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík 460 6100 og 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.600 kr. á mánuði kr. 150 og 200 kr. helgarblað Dagsprent hf./(safoldarprentsmiðja 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 460 6161 - Fax ritstjórnar: 460 6171 Nagandi efi r í fyrsta lagi Fæstir þeirra sem komnir eru til vits og ára hafa lesið dóm Hæstaréttar um Guðmundar- og Geir- finnsmál. Flestir þeirra sem komnir eru til vits og ára hafa nagandi efasemdir um að sú niðurstaða sem þá fékkst hafi verið rétt. Efasemdir. Það var einfaldlega of margt sem fór úrskeiðis við rann- sókn málanna, tenging þeirra aldrei ljós og jarð- neskar leifar þeirra sem áttu að hafa fallið fyrir morðingjahendi hafa aldrei fundist. Of margt fór úrskeiðis til að málsmeðférð teljist réttarríkinu til sóma. í öðru lagi Átti Hæstiréttur að heimila endurupptöku máls- ins? Lögfróðir menn takast á um formlegan þátt þess. Það verður áhugavert að sjá úrlausn Hæsta- réttar krufða af þeim sem best kunna. Hin hliðin snýr að almenningsálitinu. Ekki er vafi á að marg- ir hefðu viljað láta reyna á réttlætið á ný. Alveg án tillits tU þess hvort menn telja hin dæmdu sek eða sýkn. Eiga þau ekki skilið að fá betri málsmeðferð en þau fengu? Og það þó þau séu sek um glæpinn? Skulduðum við ekki sjálfum okkur að útkljá málið á heiðarlegan hátt? í þriðja lagi Hæstiréttur getur ekki afgreitt málið á annan hátt en hann kann; sami réttur og dæmdi í því áður. Niðurstaða hans nú kann að vera formlega rétt. En það hefði verið betra að fá málið tekið upp. Betra fyrir Hæstarótt sjálfan. Betra fyrir þjóðina. Því þunga fargi sem átti að vera létt af þjóðinni þegar dómar féllu hefur ekki verið hnikað. Hin dæmdu kunna vel að hafa verið sek. En það voru fleiri. Hvað með þá? Stefán Jón Hafstein. Utó Kemur ákvörðun Hæstaréttar um að hafna beiðni um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála þér á óvart? Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali Þetta kemur ekki á óvart. Síðustu ár hef ég kynnt mér Guð- mundar- og Geirfinnsmálin vel og ég hef talið að engin spurning væri að þessi mál ætti að taka upp að nýju. Það er mín trú að svo verði, en til þess þarf nýja kyn- slóð í stétt dómara. Þeir sem nú sitja hafa ekki kjark til þess að taka málið upp - og eiga ekki heldur hægt um vik til þess af ýmsum ástæðum. Slgríður Jóhannsdóttir alþingismaöur Því miður kemur hún mér ekki á óvart, þó ég vonaðist til að nið- urstaðan yrði á hinn veg- inn. Afar ströng skilyrði eru fyrir endurupptöku mála, og það er ástæðan fyrir því að þessi ákvörðun Hæstaréttar kemur mér ekki í opna skjöldu. Huga mætti betur að þessum skilyrðum sem dómstólar hafa sett fyrir því að taka megi mál upp að nýju. Ómar Valdimarsson blaðamaður lllugi Jökulsson rithöfundur Nei, hún kemur mér ekki á óvart. Ekkert sem dregið hefur verið fram um þessi mál nú á síðustu mánuðum hefur mér fundist vera nýtt, sem gæti hafa leitt til annarar niðurstöðu en þeirrar sem var fengin á sínum tíma. Eg segi nú einsog Njáll á Bergþórshvoli forðum; þetta læt ég segja mér þrisvar. Þó mað- ur hafi nú ekki ævinlega haft mikla trú á íslensku dómskerfi hvarfiaði aldrei annað að mér en þessi mál yrðu tekin upp. Ég held að þetta sé einhver hræðileg- asta skömm fyrir viðkom- andi hæstaréttardóma, sem hægt er að hugsa sér. UCVÍ^ Ær og kýr Halldórs „Um árabil hafa það verið ær og kýr Halldórs Blöndals að vinna markvisst að hagsmunum Flug- leiða og Eimskips og fær hann greitt fyrir þá þjónustu af skattfé almennings. Nær væri að flytja samgönguráðuneytið í húsnæði Eimskipafélagsins og láta það íyrirtæki greiða laun Halldórs." - Leiðari Vikublaðsins. Harðar fram í svívirðunni „Frammistaða umhverfisráð- herrans og hjálparkokka hans er með ólíkindum. Ráðuneytið er orðið að þjónustustofnun iðnaðar og landbúnaðarráðu- neytis og gengur jafnvel enn harðar fram í svívirðunni eins og nótt hinna subbulegu starfs- leyfa ber vitni um.“ - Einar Valur Ingimundarson í Alþýðu- blaðinu í gær. Af hverju núna „Og því er spurt, hví er ástæða til að skoða málið nú, þegar fjölmiðlar hafa vakið á því at- hygli en ekki áður? Ekkert hef- ur breyst nema það að nú er málið ekki lengur leyndarmál. Og þá fyrst vill dómsmálaráð- herra láta skoða það og kanna hvort eitthvað beri að gera.“ - Jóhannes í Degi-Tímanum í gær. Allt í plati „Nú reyna sjálfumglaðir Banda- ríkjamenn að telja heimsbyggð- inni trú um það að þeir hafi sent geimfar til Mars. Við íslendingar vitum betur. Af myndum sem teknar hafa verið af þessum svo- kallaða „jeppa“ þeirra sést glöggt að staðurinn er ekki Mars heldur sjálfur Sprengisandur." - Lesendabréf í DV í gær. Hæstiréttur við sitt heygarðshom á hefur Hæstiréttur úrskiu-ðað um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála og niðurstaðan sú sem við mátti búast. Ekki þarf að efast um að Hæstiréttur fer að lögum og hefur unnið samviskusamlega í þessu máli. Hinsvegar virðist sauð- svörtum almúga Hæstiréttur vera van- hæfur í þessu máli. Ástæðan er auðvit- að sú að ef Hæstiréttur hefði fallist á endurupptöku, þá hefði það um leið verið ákveðinn áfellisdómur yfir þeim dómurum sem dæmdu í málinu 1980, jafnvel þó að úrskurðurinn nú byggðist eingöngu á því að ný gögn hefðu komið fram sem ekki lágu fyrir 1980. Dómar- ar Ilæstaréttar nú væru því á vissan hátt að kasta rýrð á kollega sína og fé- laga sem sátu í réttinum á sínum tíma, og þeir geta því varla talist hlutlausir í málinu. Og að auki er það ekki í verka- hring dómara að láta loðin og teygjan- leg hugtök eins og réttlæti og sann- leika flækja og fordjarfa mikilvæg mál, lagabókstafurinn er þeirra ær og kýr. Dómsmorð? Meirihluti þeirra ólöglærðu og margir löglærðir, sem hafa kynnt sér Guð- mundar- og Geirfinnsmál, eru þeirrar skoðunar að ýmislegt nýtt hafi reyndar komið fram að undanförnu sem hefði átt að heimila endurupptöku. En um það má reyndar deila og Hæstiréttur getur ugglaust rökstutt niðurstöðu sína nú svo viðunandi sé. Vandinn er auðvitað sá að það var í raun ekki þörf á neinum nýjum upp- lýsingum. Þær upplýsingar um málið sem legið hafa fyrir frá því réttarhöld hófust á áttunda áratugnum, eru þess eðlis að það er með öllu óskiljanlegt hvernig undirréttur og síðan Hæstiréttur gátu dæmt sakborninga seka á sínum tíma. Endurupptaka nú þyrfti því miklu fremur að byggja á að dómsmorð hafi verið framið 1980 en að nýjar upplýs- ingar hefðu komið fram. Rannsóknin ætti að beinast að því hvernig í ósköp- unum óvilhallir og vonandi sæmilega viti bornir dómarar gátu sakfellt í mál- inu miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir réttinum, hafandi nánast ekkert í höndunum nema 20-30 mis- vísandi játningar, ekki einu sinni sann- anir um að morð hefðu yfirleitt verið framin. Fáránleg þversögn Það nægir að rifja upp eitt lítið atriði úr ræðu saksóknara á sínum tíma og er þó af mörgu að taka. Hann var að reyna að útskýra hversvegna hinir ákærðu hefðu ekki vísað á líkin og var ekki í vandræðum með það. Jú, hinir köldu og yfirveguðu sakborningar töldu sem sé að ef líkin fyndust ekki þá yrði hugsanlega alls ekki hægt að dæma í málinu. Meðalgreint 12 ára gamalt barn sór þversögnina í þessum málflutningi saksóknara, sem dómurum Hæstarétt- ar virðist hafa yfirsést á sínum tíma. Ef hinir ákærðu höfðu rænu á og viljastyrk til að halda því leyndu hvar líkin voru falin, þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting, í því skyni að sleppa hugsan- lega við dóm, hversvegna í ósköpunum voru þeir þá að játa á sig morð??? Hversvegna neituðu þeir ekki staðfast- lega sekt allan tímann, sem var miklu öruggari leið til að sleppa við dóm en sú að koma í veg fyrir að líkin fyndust? Dæmið gengur hreinlega ekki upp og eina skýringin á því hversvegna lík- in hafa ekki fundist er sú að hinir ákærðu vissu einfaldlega ekki hvar þau voru niður komin. Þetta litla dæmi er Iýsandi fyrir málflutning ríkisvaldsins á sínum tíma og þær forsendur seni dómurinn byggði á. En svona sparðatíningur skiptir Hæstarétt auðvitað engu máli. Málið er að ljúka málinu endanlega og grafa það svo sem dýpst í þögnina. Þannig að það gleymist og týnist eins og hin meintu fórnarlömb í Guðmund- ar- og Geirfinnsmálum. -js

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.