Dagur - Tíminn Akureyri - 16.07.1997, Síða 11

Dagur - Tíminn Akureyri - 16.07.1997, Síða 11
Jlagur-®TOtcmt Miðvikudagur 16. júlí 1997 -11 H E S T A R I Þ R 0 T T / R LiðiðáHM fullsklpað á hefur einvaldurinn í vali keppnishesta á heims- meistarmótið í Noregi gert heyrinkunnugt hvernig ís- lenska keppnissveitin verður skipuð. Hans niðurstaða varð sú að meiri ástæða væri til að styrkja fjórgangsþáttinn og tölt- ið fremur en fimmganginn. Þeir hestar sem koma til viðbótar við liðið, sem skýrt hefur verið ursta. Því er þess að vænta að þetta mót geti orðið mjög eftir- sóknarvert. Það er vitað að þýska keppnissveitin er mjög sterk og verði ekki unnin átaka- laust. Fyrir framleiðendur ís- lenskra hrossa eru mót af því tagi sem um ræðir í Seljord afar mikilvæg. Mótin sækir fjöldi fólks frá flestum Evrópulöndum og því fer þarna fram mjög bakið á þessari keppni. Verulegar tekjur fslenski hesturinn og það sem honum er tengt skapar veruleg- ar gjaldeyristekjur fyrir landið. Áætlað er að á þessu ári verði þær tekjur í kringum tvo millj- arða þegar allt er talið saman, þ.e. sala á hestum, sala á Þyrill frá Vatnsleysu er kominn í keppnisliðið. Knapi Vignir Siggeirsson frá hér fyrr í HESTAMÓTUM, eru Boði frá Gerðum sem er 8 vetra og knapi á honum er Styrmir Árnason og Þyrill frá Vatnsleysu 10 vetra, knapi Vignir Siggeirsson. Báðir þessir hestar eru í Þýskalandi. Þá hafa varahestar verið valdir en fyrsti varahestur er Funi frá Hvítárholti, knapi Trausti Þór Guðmundsson. Funi fer því aðeins utan að einhver hestur forfallist fyrir brottför. Aðrir varahestar eru Glaður frá Ifólabaki, Breki frá Eyrarbakka og Kolfinna frá Egilsstöðum. Þessi þrjú hross eru öll þátttak- endur í kynbótahrossakeppn- inni og verða því á staðnum. Þetta mun vera fyrsta sinn sem knapar sem starfa erlendis eru í keppnisliðinu. Það gefur vísbendingu um að hestar sem seldir eru erlendis geti áfram keppt fyrir íslands hönd á Heimsmeistaramótum sem verður að teljast af hinu góða því margir þeirra eru í góðri þjálfun þeirra íslendinga sem vinna ytra og metnaðarmál eig- endanna að þeir komi fram á stórmótum. Aðstaðan mjög góð Aðstaðan í Seljord er talin mjög góð enda umhverfið allt hið feg- mikilvæg kynning á okkar vöru. Þess vegna er það mikilvægt að í íslenska liðið veljist góð hross sem líkleg eru til að vinna sigur. íslendingar eru þegar í mikilli samkeppni við Þjóðverja og mega ekki liggja á liði sínu við að kynna hestinn eins og hann kemur frá heimalandinu. íslenski hesturinn og það sem honum er tengt skapar verulegar gjaldeyr- istekjur fyrir landið. Áætlað er að á þessu ári verði þær tekjur í kringum tvo milljarða. En þátttaka í svona móti er kostnaðarsöm og hefur Hesta- fþróttasambandið leitað stuðn- ings hjá ýmsum fyrirtækjum. Stærstu styktaraðilarnir eru Flugleiðir og svo verslunin Hestamaðurinn, en báðir þessir aðilar hafa alltaf staðið vel við hestaferðum og gjaldeyristekjur af ferðamönnum sem koma hingað fyrst og fremst hestsins vegna. Það er því þjóðhagslega hagstætt að leggja fyrirtæki eins og þátttöku í heimsmeist- aramóti gott lið. Þess má geta að auk þess beina styrks sem Hestamaðurinn veitir þá heitir verslunin á hvern þann knapa sem hlýtur gull og fær hann hnakk með öllu tilheyrandi sem er að verðmæti upp á 102 þús- und krónur. Það væri æskilegt að fleiri gerðu slíkt hið sama að veðja á þá íslensku knapa sem sigra, því enn vantar nokkuð á að náðst hafi upp í áætlaðan kostnað. Hestaíþróttasambandið lætur útbúa fyrir þetta mót platta eins og jafnan áður og er það listakonan Sigrún Eldjárn sem hefur hannað hann að þessu sinni. Þessi platti verður seldur eða veittur fyrir verulegt fram- lag til keppninnar. Þá hefur Félag tamninga- manna ákveðið að styrkja sína félagsmenn sem eru keppendur á þessu móti. Hestarnir fara utan 27. júlí og keppendur 30. júlí. KNATTSPYRNA Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari, kynnir val sitt á landsliðsmönnum á blaðamannfundi hjá KSÍ í Laugardalnum. Mynd:ÞöK Engin bylting Guðjón Þórðarson tilkynnti sinn fyrsta landsliðshóp, sem leikur við Norðmenn á sunnudagskvöldið kl. 20:00, á blaðamannafundi í hinni nýju og glæsilegu aðstöðu KSI í Laugardalnum. Engin bylting var gerð á hópnum en athygli vekur að hvorki Arnar Grétars- son eða Arnar Gunnlaugsson voru valdir að þessu sinni. Eng- inn nýliði er í hópnurn en Einar Þór Daníelsson úr KR og Sverr- ir Sverrisson frá ÍBV hafa feng- ið landsliðssæti að nýju og kem- ur það varla nokkrum á óvart. Landsliðið er skipað eftir- töldum leikmönnum: Kristján Finnbogason KR Ólafur Gottskálksson Keflavík Guðni Bergsson Bolton Arnór Guðjohnsen Örebro Rúnar Kristinsson Örgryte Sigurður Jónsson Örebro Eyjólfur Sverrisson Herta Bjarki Gunnlaugsson Molde Sigursteinn Gíslason ÍA Helgi Sigurðsson Stabæk Þórður Guðjónsson Genk Lárus Orri Sigurðsson Stoke Einar Þór Daníelsson KR Hermann Hreiðarsson ÍBV Sverrir Sverrisson ÍBV Brynjar B. Gunnarsson KR Guðjón sagði á blaðamanna- fundinum að hann ætlaðist til þess að allir leggðu sig fram í leiknum við Norðmenn. Hann varaði við of mikilli bjartsýni fyrir leikinn en sagði að ef allir leggðust á eitt og gerðu sitt besta væri yfir engu að kvarta. „Þeir sem ekki leggja sig fram eru einfaldlega að segja að þeir hafi ekki áhuga á að vera í landsliðinu." Guðjón sagði að enginn gæti orðið áskrifandi að landsliðssæti. Þá var einnig tilkynntur U-21 landsliðshópurinn sem keppir við Norðmenn í Keflavík á sunnudaginn kl. 14:00. Atli Eð- valdsson, þjálfari liðsins, hefur valið einn nýliða í hópinn, mið- vörðinn Bjarna Þorsteinsson úr KR. Bjarni hefur leikið mjög vel í sumar og lengst af verið í byrjunarliði KR. Annars er hóp- urinn skipaður eftirtöldum leik- mönnum: Árni Gautur Arason Stjarnan Gunnar Sigurðsson ÍBV Sigurvin Ólafsson ÍBV Ólafur Stígsson Fylkir Guðni R. Helgason ÍBV Bjarnólfur Lárusson ÍBV Bjarki Stefánsson Valur Arnar Þór Viðarsson FH Valur Fannar Gíslas .Arsenal Þorbjörn A. Sveinss. Fram Stefán Þ. Þórðarson Öster Gunnar Einarsson MW ívar Ingimarsson Valur Jóhann Guðmundsson Keflavík Andri Sigþórsson KR Bjarni Þorsteinsson KR ^Oagur-ÍEímttm - besti tími dagsins! jy TILB0Ð A SMÁAUGLÝSINGUM FYRSTA BIRTING 800 KB. ENDURBIRTING 400 KB. Ofangreind verð miðasl við staögreiöslu eöa VISA / EURO Sími auglýsingadeildar er 460 6100 Fax auglýsingadeildar er 460 6161 m

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.