Dagur - Tíminn Akureyri - 17.07.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Akureyri - 17.07.1997, Blaðsíða 2
ílagur-^Jtmum 2 - Fimmtudagur 17. júlí 1997 F R É T T I R Myndlistarmennt Kiddi, Einar, María og Erla Dröfn sögðu leiðsögnina fína en ekkert þeirra, nema María, hafði áður farið sjálfviljugt á myndlistarsýningu. „Nei, vá rólegur maður," sagði Kiddi og þótti hugmyndin fráleit. Þau virtust hafa náð útskýr- ingum llluga að hluta en eins og Kiddi sagði: „Sumt af þessu var alveg fáránlegt og ég botnaði ekkert í því.“ En fíluðu þau eitthvað verkið? Já, þau fíluðu Erró. „Hann er að mála nútímann..." Myn&E.ói. Ala upp gagnrýna neytendur Heiti Potturinn Nefnd sem falið var að gera tillögur um framtíðarskip- an bæjarmála á Sauðárkróki ætlar að kynna niðurstöður sínar í dag og fullyrt er f heita pottinum að þar sé að finna margar bombur. Engir pólitík- usar áttu sæti í nefndinni, né heldur áttu bæjarstjórnarflokk- arnir sérstaka fulltrúa þar. Það segja pottormar að kunni að skýra þá ósvinnu nefndar- manna að vilja kynna tillögur sínar fyrst á almennum borg- arafundi, í stað þess að kynna bæjarfulltrúunum þær fyrst. Þeir verða að sætta sig við að sitja á bekk með óbreyttum al- múganum og hlusta á framtíð- arnefndina. Sagt er að það hafi komið nokkuð á bæjarfull- trúa, þegar þetta rann upp fyrir þeim, en þeir hafi ekki þorað að setja sig upp á móti því. Hafnarfjarðarpólitíkin er oft til umræðu í heita pottin- um þessa dagana, enda búist við að til tíðinda dragi í meiri- hlutasamstarfi krata og Jó- hanns Bergþórssonar. Því verður væntanlega slitið fljót- lega og myndaður meirhluti A- flokkanna. Allaballar eru sagðir tilbúnir til sætta sig við Ingvar Viktorsson sem bæjarstjóra út kjörtímabilið en ekki lengur. Reyndar er fullyrt að Ingvari verði skipt út af lista krata fyrir kosningarnar næsta vor og jafnvel fleirum af núverandi bæjarfulltrúum flokksins. Sagt er Tryggvi Harðarsson sé far- inn að líta hýru auga til alþing- ishússins við Austurvöll. Einnig er fullyrt að Guðmundur Árni Stefánsson sé tvístígandi yfir því hvort hann eigi að leiða Hafnafjarðarkrata og verða bæjarstjóri eða halda áfram á þingi og taka slaginn aftur við Sighvat Björgvinsson um for- mennsku í flokknum á flokks- þingi 1998. Illugi Eysteinsson hoppar, tekur andköf, leggst flatur, rífur skó af áheyranda, slettir og svissar milli móð- urmálsins og tv-máls- ins. Hvar? Á Kjarvals- stöðum... Starfsmenn Kjarvalsstaða eru nefnilega að reyna að brúa bilið milli myndbstar- innar og unglinganna. Ekki með því að tala niður eftir ffla- beinsturninum heldur með því að útskýra hvernig landslagið vék fyrir fólkinu í landinu á 4. áratugnum („landslag, who gi- ves a shit?“), hugmyndir abstr- aktmálaranna um mátt lita og forms með vísunum í appels- ínugula plaststólana á McDon- alds, gulu bekkina á Subway, re-mixið í verki Errós o.s.frv. Er’ann eikva ruglaður Það er listamaðurinn Illugi Ey- steinsson sem á heiðurinn af leiðsögninni en í sumar hafa allir 10. bekkingar í Vinnuskól- anum í Reykjavík farið á yfir- litssýningu Kjarvalsstaða sem spannar íslenska listasögu frá upphafi til vorra daga. Dagur- Tíminn slóst í för með þeim í gær og fylgdist með því hvernig unglingarnir litu stundum hver á annan með svipnum: „er’ann eikva ruglaður maðrinn?" en létu sig samt hafa það að hríf- ast með. Þeim leist að vísu fæst- um á blikuna þegar hverjum og einum var úthlutað einhverju óvígu verkefninu, þ.e. að tjá til- finningar sínar gagnvart einhverju nútímalistaverkinu. Unglingar illa læsir á myndmál „Við erum ekki að kenna krökk- um að vera skapandi," segir Ólöf K. Sigurðardóttir, safn- vörður fræðsludeildar. „Við er- um að efla áhuga þeirra á skapandi list, fá þá til að vera krítíska neytendur. Það er svo rosalegt myndefni sem flæðir yfir krakka og þau hafa ekki nokkra aðstöðu til að meta það því þau eru illa læs á myndmál og ógagnrýnin." Ólöf segir afar misjafnt hvernig gangi að fá unglingana til að tjá sig um verkin. „Ég held að krakkar séu ekkert vanir að tjá sig um eitthvað sem er ekki lesið af bók, heldur þar sem þau þurfa að draga eigin ályktanir." Kjarvalsstaðir ætla að halda áfram að brúa bilið. Eftir ára- mót er fyrirhuguð norræn sýn- ing á samtímalist. Sýningin verður kynnt sérstaklega fyrir unglinga og gerð aðgengileg fyrir þá, m.a. sett á Internetið þar sem imglingar og aðrir geta tjáð sig um sýninguna. Auk þess er ætlunin að þjálfa upp ungt fólk (17-20 ára) til að leið- segja jafnöldrum sínum. Allt til að ala upp gagnrýna neytendur. lóa Handbolti Bergendi skrifaði undir í gær Handknattleiksdeild KA hef- ur endanlega gengið frá samningum við ungverska landsliðsmannin Zoltan Berg- endi. Hann er talinn með allra bestu vinstrihandarskyttum í heiminum í dag svo ljóst er að íslandsmeistararnir eru að fá góðan liðsstyrk. Bergendi er væntanlegur til Akureyrar á næstu dögum. gþö FRÉTTAVIÐTALIÐ „Þú verður að spyrja Davíð að því Orri Hauksson aðstoðarmaður forsœtisráðherra Orri Hauksson, 26 ára véla- og iðnaðar- verkfrœðingur og varaformaður Heim- dallar, hefur verið ráðinn aðstoðarmað- ur Davíðs Oddssonar forsœtisráðherra. SL tvö ár hefur Orri slarfað hjá utan- landsdeild Eimskips og nta. undirbúið stofnun skrifstofa í lYomsö í Noregi og í Boston í Bandaríkjunum. - Kom óvœnt til að þú ferð í starf aðstoðarmanns forsœtisráðherra ? „Þetta er búið að eiga sér nokkurn aðdraganda. Ég var með tveggja ára samning hjá Eimskip, sem átti að renna út í haust. Hafði fyrirhugað að fara til Spánar í mastersnám í við- skiptum og eins til að skerpa á spænskunni. En ég ákvað að söðla um er þetta tækifæri bauðst. Nei, ég veit ekki hvort fleiri voru í sigtinu varðandi starfið. Þú verður að spyrja Davíð að því.“ - / hverju felast slörf aðstoðar- manns forsœtisráðherra og eru ein- hver mál sérstaklega sem þú hefur áhuga á að kynnast eða starfa að? „Störf aðstoðarmanns ráðherra fel- ast í að létta undir með ráðherra - t.d. vinna grunnvinnu eða fylgja eftir mál- um. En þetta er breytilegt - frá einu máli til annars. Innan stjórnarráðsins hefur forsætisráðuneytið aðallega með samræmingar- og efnahagsmál að gera og ég mun ekki nema að litlu leyti ráða því hvaða verkefni ég vinn hverju sinni. Ég leyni þó ekki að minn áhugi beinist að því að bæta samkeppnis- hæfni íslands. Ekki er sjálfgefið að ungt fólk í dag velji ísland til framtíð- arbúsetu. Lágir skattar, lítil höft á at- hafnaþrá fólks og almennt takmörkuð ríkisafskipti verða, að mínu mati, með að því helsta til að gera það aðlað- andi.“ - Hvernig Jinnst þér núverandi rík- isstjórn hafa staðið sig? „Að mörgu leyti vel, það er upp- gangur í efnahagslífinu. í samsteypu- stjórnum þarf hinsvegar að miðla mál- um. Persónulega hefði ég viljað sjá enn frekari þróun í frjálslyndisátt eiga sér stað. Ég bendi á að í dag er yfir 40% þjóðarframleiðslu ráðstafað með skyldugreiddum gjöldum og enn hefur ríkið yfirburðatök á fjármagnsmark- aði. Það verður gleðilegt að sjá þetta breytast." - Telur þú að auka eiga framlög til velferðarmálaflokks? „Ég tel að skilgreina eigi markmið í velferðarmálum, þannig að við hjálp- um þeim sem virkilega þurfa. Þeim sem hafa ekki aðra kosti. Þá sem geta staðið á eigin fótum þarf ekki aðstoða. Að auki finnst mér eðlilegt að fólki verði sem mest hjálpað til sjálfsbjarg- ar, en kerfið geri fólkinu ekki þann grikk að það verði að varanlegum þiggjendum." - Telur þú þig vera jjálshyggju- mann? „Nei, ég tel mig frekar vera frjáls- lyndan. Almennt hefur ungt fólk í dag frjálslyndar lífsskoðanir þannig að við erum ílest á svipuðu róli að því leyti - þó flokkspólitískar skoðanir geti verið mismunandi. Ég hygg að sem greiðust samskipti, samvinna og viðskipti milli fólks geri tvennt. Bæði tel ég slflct um- hverfi laða það besta fram í fólki, svo sem ábyrgð, sjálfsbjargarviðleitni, dugnað og umburðarlyndi. Um leið verður sem mest verðmætasköpun, at- vinna og hagsæld með þessu móti, sem nýtist þeim sem minna hafa - ekki síð- ur en efnuðu fólki. Ríkisvaldið þarf á móti að gæta þess að fólk brjóti ekki hvort á öðru og hjálpa þeim sem minnst mega sín.“ -sbs.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.