Dagur - Tíminn Akureyri - 17.07.1997, Blaðsíða 3
ÍDagur-©mtmt
Fimmtudagur 17. júlí 1997 - 3
F R É T T I R
Loðna
Tveir milljarðar
á hálfum mánuði
Mynd: JHF
Útf I utni ngsverðmæti
loðnuafurða um
2 milljarðar króna á
rúmum hálfum
mánuði. Hlutur
útgerða um einn
milljarður.
Heildarverðmæti loðnu-
veiðanna frá 1. júlí sl.
lætur nærri að vera um 3
milljarðar króna. í gær var búið
að landa um 176 þúsund tonn-
um og nemur útílutningsverð-
mæti mjöls og Ivsis um 2 millj-
örðum króna. A þessum rúma
hálfa mánuði hafa útgerðir
loðnuskipa fengið um einn
milljarð í sinn hlut ef miðað er
við að verksmiðjur greiði þeim
6 þúsund krónur fyrir tonnið
uppúr sjó. Það gerir um 25
milljónir á skip ef miðað er við
að loðnufloti landsmanna sé um
40 skip.
Gull og grænir skógar
Teitur Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Félags flskimjöls-
framleiðenda, segir að það
megi með sanni segja að það
séu gull og grænir skógar í at-
vinnugreininni á meðan aflinn
er jafn mikill og raun ber vitni
og afurðaverð nokkuð stöðugt.
Hann segist ekki minnast þess
að nein vertíð hafi byrjað jafn
vel. Hinsvegar ber þess að gæta
að veiðar og vinnsla á loðnu er
mjög viðkvæm atvinnugrein.
Þótt rífandi gangur sé í grein-
inni um þessar mundir sé ekki
á vísann að róa með verð af-
urða svo ekki sé minnst á afla-
brögðin, enda loðnan með dynt-
óttari fiskum.
Loðnudælur á fullu!
Þessi mikla veiði á miðunum
norður af Kolbeinsey er meira
en verksmiðjurnar geta annað
og því hafa skipin orðið að doka
við í höfnum eftir löndun. Þá
tefur það fyrir að nokkur áta er
í loðnunni og því geymist hún
illa fyrir vinnslu. Lætur nærri
að mestur tími flotans fari í
siglingar til og frá miðunum
þegar loðnan gefur sig í jafn
ríkum mæli og verið hefur. í
þessum veiðiskap reynir því
mikið á loðnudælur skipanna
við að innbyrða aflann sem
kemur í nótina hverju sinni.
Af um 850 þúsund tonna
bráðabirgðakvóta í loðnu er
hlutur landans um 570 þúsund
tonn, eða 78%. Reiknað er með
að heildarkvóti landsmanna
verði nálægt milljón tonn á allri
vertíðinni af um 1200 þúsund
tonnum. Þótt vel ári í loðnu-
veiðunum í sumar er loðnan
verðmætust í haust og í vetrar-
byrjun þegar hún er hvað feit-
ust. -grh
Breiðafjörður
Leitað að báti
Hafin var í gær leit að fjögurra
tonna plastpáti, Margróti
SH-196, sem fór úr höfn á Rifi á
Snæfellsnesi á þriðjudagsmorg-
un. Þegar ekkert hafði til ferða
bátsins spurst síðdegis í gær var
leit hafln. Talið er að einn eða
tveir menn séu um borð.
„Við erum búnir að spyrjast
fyrir um bátinn víða í höfnum
og talað við marga. En við er-
um engu nær og Tilkynninga-
skyldan var aldrei látin vita um
ferðir bátsins,“ sagði Hjalti Sæ-
mundsson í stjórnstöð Land-
helgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar
fór til leitar um kl. 20 í gær-
kvöld og átti í fyrstu að beina
leitinni að norðanverðum
Breiðafirði. -sbs
Akureyri
Ekið á reið-
hjólastúlku
Ekið var á stúlku á reiðhjóli á
Hörgárbraut síðdegis í gær.
Ilún var að fara yfir götuna á
merktri gangbraut, þegar bíll
sem var á leið í suðurátt ók á
stúlkuna. Stúlkan fékk opið fót-
brot, hruflaðist á vinstri fæti og
kvartaði undan eymslum í
mjöðm, að sögn lögreglu.
Við athugun kom í ljós að
bremsubúnaður reiðhjólsins
var óvirkur og ekki þótti lög-
reglu bæta úr skák að stúlkan
var með vasadiskó - og í eigin
heimi. -sbs.
Myndlist
Mynd: JHF
Æskan málar
risaverk
Akureyrsk ungmenni
mála risaverk sem
blaktir fagurlega í
bænum þessa dagana. Á
meðan reykvískir jafnaldrar
sitja á Kjarvalsstöðum (sjá
bls. 2) fara þau norðlensku
með málningu og pensla
(rúllur) og skreyta á vegum
íþrótta- og tómstundaráðs.
Glerárgatan fagnar nú að-
vífandi ferðamönnum sem
koma akandi í bæinn, eða
lífgar upp á sumarið fyrir
bæjarbúa. Hver var aðal
málningarsprautan? Örn
Ingi! Aðal fjöllistamaður
landsbyggðarinnar og uppá-
komuskipuleggjari sá um
stjórnlistina og hluta mynd-
listarinnar - en hún var
mest á vegum æskulýðsins.
„Rís þú unga íslands merki“
hefur fengið alveg nýja
merkingu í Glerárgötu!
Túrístar
Stefnir í gott ferðaár
Fólk í ferðaþjónustu telur stefna í nokkuð gott ferðamannaár þrátt fyrir
efnahagssamdrátt í Þýskalandi sem hefur verið ein helsta uppspretta
ferðamanna á íslandi. Ferðamönnum fjölgar frá öðrum löndum.
íslendingar eru að
sækja í sig veðrið í
bændagistingunni.
erðamannastraumurinn
hefur farið hægar af stað í
ár en oft áður og spáðu
menn í ferðaþjónustu að e.t.v.
færi að minnka eitthvað ferða-
mannastraumurinn. Erfitt efna-
hagsástand í Þýskalandi og
Frakklandi segir til sín í ferða-
mannastraumnum. Það virðist
þó ekki ætla að koma að sök
þar sem fleiri þjóðir eru farnir
að sækja landið heim auk þess
sem íslendingum Qölgar sem
ferðast um eigið land. Mikil
uppbygging hefur átt sér stað í
bændagistingunni. Eru íslenskir
ferðabændur að fara of geyst?
Paul Richardson hjá ferða-
þjónustu bænda, segir svo ekki
vera og að íslendingar séu að
sækja í sig veðrið hvað varðar
bændagistinguna. „íslendingar
eru farnir að nota þetta töluvert
meira. Það er okkar tilfinning
en almennt séð er samdráttur
frá Þýskalandi og Frakklandi.
En það virðist bætast upp frá
öðrum löndum, t.d. frá Italíu,
Bretlandi og Bandaríkjunum.
Flestir þeir sem ég tala við eru
með aukningu í bændagisting-
unni. Mér sýnist salan vera hjá
okkur núna um 10% aukning
frá því í fyrra,“ segir Paul. Vil-
borg Guðnadóttir hjá upplýs-
ingamiðstöð ferðamála í Reykja-
vík segir júm' hafa verið mjög
góðan miðað við árið í fyrra.
Stefnir þá í nokkuð gott
ferðaár?
„Ég heyrði raddir í byrjun
um að þetta yrði ekki gott ár en
ég held að menn verði bara að
skoða þetta þegar búið er að
telja. Mér sýnist þetta vera að
glæðast." rm
Flugleiðir
7 milljarða króna lán
Sigurður Helgason, forstjóri
Flugleiða, og fulltrúar 8 al-
þjóðlegra íjármálastofnana
undirrituðu samning um 7
milljarða króna lán í Reykjavík
í gær. Lánið er veitt til kaupa á
tveimur nýjum Boeing 757-200
flugvélum sem Flugleiðir fá af-
hentar um næstu áramót og á
fyrsta ársíjórðungi 1999. Þetta
er stærsta lán sem íslenskt
einkafyrirtæki hefur tekið. Lán-
ið er til 12 ára og segir í frétta-
tilkynningu frá Flugleiðum að
lánakjör og uppbygging lán-
anna séu fyrirtækinu mjög hag-
stæð. Umsjónaraðili lánsins er
breski bankinn HSBC Invest-
ment Bank Asia en auk þess
taka þátt stofnanir í Þýskalandi,
Finnlandi og Japan. AI