Dagur - Tíminn Akureyri - 17.07.1997, Blaðsíða 6
6 - Fimmtudagur 17 júlí 1997
|Dagur-<ð&ntmt
FRETTASKYRING
Það var krafa um blóð
Ragnar: Spurning um hugarfar. Mynd: þök
Róbert
Marshall
skrifar
S
fyrradag var birtur úrskurð-
ur Hæstaréttar vegna beiðni
Svævars Ciesielski um end-
urupptöku Guðmundar- og
Geirfinnsmálsins. Beiðni Sæv-
ars var hafnað á þeirri for-
sendu að ekki hefðu komið
fram upplýsingar sem myndu
breyta niðurstöðu. Ragnar Að-
alsteinsson, skipaður talsmaður
Svævars, er ósammála.
- Þú ert ósáttur við túlkun
Hæstaréttar á 184. grein laga
um meðferð opinberra mála.
Hver er þín túlkun?
„Ég tel það orðalag sem þar
er að finna hafi verið ætlað til
að rýmka réttindi manna til
endurupptöku. Það eru sam-
kvæmt fyrstu málsgrein tvenns
konar forsendur sem geta leitt
til endurupptöku mála. Annars
vegar ný gögn og hins vegar
það sem kallað er refsiverð
hegðun í því skyni að fá fram
málalok. Seinna atriðið sem ég
byggði að verulegu leyti á liefur
ekki verið íjailað um af Hæsta-
rétti eftir því sem ég fæ best
séð. Þegar kemur að nýjum
gögnum þá verðum við að at-
huga að gögn er mjög víðtækt
hugtak samkvæmt norrænni
fræðikenningu og norrænum
dómum. Almennt er talið ef
maður er dæmdur á grundvelli
tiltekins lagaákvæðis og seinna
er sama lagaákvæði að óbreytt-
um lögum, túlkað öðruvísi af
æðsta dómstól ríkis. Þá er hægt
að endurupptaka það mál. Það
er ýmislegt fleira sem ég túlka
sem gögn. Það eru nýir dómar,
ný túlkun og ný þekking.“
- Hver eru þau nýju gögn
sem þú kemur fram með í
þessu máli?
„Þau gögn sem mestu máli
skipta eru framburðir tveggja
vitna sem talin voru hafa séð
Guðmund Einarsson nóttina
sem hann hvarf, á Strandgötu
við balllok í Alþýðuhúsinu um
tvöleytið. Um leið og komu
myndir af Guðmundi í blöðun-
um hringdu þær og það voru
ekki teknar neinar skýrslur af
þeim þá. Tveimur árum seinna,
eða rúmlega það, voru teknar
af þeim skýrslur og þá voru þær
búnar að sjá myndir af Krist-
jáni Viðari í blöðunum. Svo var
Kristjáni stillt upp í hópi nokk-
urra lögreglunema. Þær voru
látnar sjá Kristján Viðar áður
frammi á ganginum úti að
Borgartúni 7. Þær bentu á hann
en það var ekki fyrr en í vetur
sem leið að þær komust að því
að Kristján Viðar er 190 cm á
hæð. Þær könnuðust við Guð-
mund og vissu að hann er 180
cm maður og maðurinn sem
var með honum var minni en
Guðmundur. Þess vegna gáfu
þær nýja skýrslu, bæði mér og
fyrir dómi. Þetta eru einu
tengslin sem tengja Guðmund
Einarsson og Kristján Viðar.
Þær hafa nú lýst því yfir að
þessi maður hefur ekki verið
Kristján og þær gera sér grein
fyrir því nú að þær voru leiddar
af lögreglunni til þeirrar frá-
sagnar sem þær sögðu frá.
Hefðu þær þá vitað að Kristján
var 190 cm þá hefðu þær ekki
skýrt svo frá. Og þá hefði dóm-
ur ekki fallið eins og hann féll.
Svo eru ein önnur tengsl en það
er Gunnar Jónsson sem sóttur
var til Spánar mörgum árum
eftir atburðina. Hann var yfir-
heyrður í þrjá daga og verjend-
um haldið frá, gagngert. Tveir
verjendanna skrifuðu bréf og
kvörtuðu yfir því eftir á en
dómstólnum var alveg sama. Ef
ég væri staddur í einhverju
öðru landi þá þyrfti ég ekki að
benda á neitt nema þetta, þá
væri málið endurtekið. Þetta er
brýnt brot á réttindum manna á
lögfræðiaðstoð fyrir dómi. Ef ég
væri staddur í réttarríkislandi
þá myndi ég skrifa hálfa blað-
síðu og væri þá búinn að leysa
verkefnið.“
Volkswagen jeppinn?
„Þarna eru tengslin fengin. Allt
annað er frá þátttakendum sem
eru látnir játa. Og hvernig er
farið að því. Fyrst eru búnar til
sögur sem eru rangar. Þær eru í
fyrsta lagi þannig að Albert
Klahn hafi verið á Toyota bíl og
í öðru Iagi að það hafi verið
mikið um hringingar. Þetta eru
tvö meginatriðin í öllum frá-
sögnum þessa nótt. Þetta getur
ekki hafa átt sér stað því hvorki
var þessi Toyota bfll til né neinn
opinn sími í húsinu. Þar af leið-
andi varð að breyta sögunni.
Hver held ég að hafi gert það?
Fangar í einangrun hittast ekki
á kaffihúsum á kvöldin það veit
ég. Þess vegna veit ég það að
það voru lögreglumennirnir
sem báru sögurnar á milli
vegna þess að þeim var brýn
nauðsyn að ná símanum út og
Toyotabflnum út. Þeir urðu þess
vegna að fá annan bfl inn á
staðinn og fengu 17 ára Volks-
wagen inn. Ef ég gæti náð í
þennan Volkswagen í dag þá
væri hann einhver sá dýrasti í
sögunni vegna þess að í honum
voru stóru mennirnir Kristján
Viðar og Tryggvi Rúnar sem var
þrekinn og líkið aftur í. Og
frammí voru tveir menn. En
þetta er það minnsta, leigubíl-
stjóri skýrði frá því í viðtali við
lögregluna að þessa nótt hafi
hann hætt að keyra af því að
það var svo erfitt að keyra um
götur Hafnarfjarðar í ófærðinni.
Albert Klahn keyrði hins vegar
lengst út í hraun á gömlum
Volkswagen með alla þessa
menn um borð. Á þessu var
aldrei tekið.“
Óttinn skiptir
ekki máli
- Af hverju er ekki tekið á hinni
refsiverðu hegðun við rann-
sóknina?
„Það er mjög athyglisvert að
sjá hvernig þeir taka á harð-
ræðinu. Þeir segja; hérna er
gamla harðræðið og svo hitt
harðræðið sem Ragnar kemur
með, það eru agaviðurlög og
við getum ekki lagt þau saman.
Ef að maðurinn er laminn dag-
inn fyrir yfirheyrslu og ef að
formi er hægt að kalla það aga-
Óttinn sem maðurinn
upplifir skiptir ekki máli
af því að þetta eru
agaviðurlög.
viðurlög þá skiptir það ekki
máli. Óttinn sem maðurinn
upplifir skiptir ekki máli af því
að þetta eru agaviðurlög. Ég
hef ekki mátt vera að því að
rannsaka meðferðir á réttar-
heimildum en mín niðurstaða
er sú að á þessum tíma var
bannað í öllum tilvikum að nota
járn.“
Engir kórdrengir
- Hefur með úrskurði Hæsta-
réttar skapast að þínu mati
óbrúanleg gjá á milli réttarvit-
undar almennings annars veg-
ar og Hæstaréttar hins vegar?
„Eg held að þetta mál sé ein-
stakt vegna þess að frá því ég
fór að vinna í þessu máli hef ég
orðið þess var að (jölmargir
menn sem eru ekki nema rétt
rúmlega tvítugir, vissu svo mik-
ið um málið. Önnur stórmál frá
svipuðum tíma eru öll gleymd.
Það á sér ýmsar skýringar en
fyrst og fremst þær að málið fór
svo víða. Það fór inn á Alþingi
og á því eru tvær pólitískar
hliðar. Önnur hliðin er þegar
tveir þingmenn Alþýðuflokksins
notuðu málið til árása á Ólaf
Jóhannesson. Hin hliðin er svo
þegar svokallaður rannsókna-
dómari lýsti því yfir á frétta-
mannafundi, samkvæmt því
sem stendur í Morgunblaðinu í
febrúar 1977, að sakborning-
arnir væru í anda Bader Mein-
hoff og væru fólk sem vildu
bylta ríkjandi skipulagi.
Það var á þessum tíma krafa
um blóð. Dómsmálaráðherra
sagði á þessum blaðamanna-
fundi að fargi væri létt af þjóð-
inni. Það sagði hann vegna þess
að Sævar og kompaní voru
dæmdir á þessum blaðamanna-
fundi. Það gerði sá maður sem
stjórnaði fundinum og Schultz
heitir, hann lýsti því yfir að þeir
væru sekir og yfirsakadómari
sat við hliðina á honum og
stimplaði þar með þögninni
yfirlýsingar hans með því að
þetta væri afstaða dómsins og
allt annað sem á eftir kom voru
bara leiktjöld. Fólki enn þann
dag í dag er ljóst, sem kynnir
sér málið, að strax á þeim tíma
áður en dómur gengur að búið
var að ákveða að þau voru sek.
Nú hefur Ragnar Hall sagt
frá því að þetta hafi nú aldeilis
ekki verið neinir kórdrengir
sem hafi verið kippt úr ferm-
ingarveislunni. Hann segir að
þeir hafi verið glæpamenn og
þar af leiðandi mátti fara með
þá hvernig sem vera skal. Þetta
hugarfar er það sem við erum
að reyna berjast gegn í okkar
samfélagi. Það er spurning
hvort þetta hugarfar ríki ekki
hjá allt of mörgum sem hafa
áhrif á þessu sviði samfélags-
ins. Ég var hins vegar mjög
ánægður með hvað almenning-
ur greip þetta á stundinni, ungt
fólk og gamalt sá að svona segir
maður ekki.“
Hvernig líður
þínum bíl?
Svona?
Eða svona?
Inntaksventill bílvélar sem gekk
12.000 km á venjulegu bensíni.
Inntaksventill bílvélar sem gekk
12.000 km á HreintSystem3 bensíni.
Olís og ÓB selja eingöngu HreintSystem3 bensín.
03
ódýrt bensin
m
Meiri kraftur, hreinni útblástur, minni eyðsla.