Dagur - Tíminn Akureyri - 17.07.1997, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 17. júlí 1997 - 5
ílagttr-'QImthtn
F R E T T I R
Tungufossar
og tunguhöft
Tungufoss Alþingis er
Steingrímur J. Sigfússon
samkvæmt tölfræðilegri
úttekt þingsins. Hann talaði í
rúmlega 27 klukkustundir á
síðasta þingi, en kom aðeins
231 sinni í ræðustól til þess. Fé-
lagi hans Svavar Gestsson átti
stólmetið, 384 sinnum sá hann
sig knúinn til að rétta kúrs
þjóðmálanna. Til samanburðar
má geta þess að Össur Skarp-
héðinsson, sem ekki er þekktur
fyrir að láta sinn hlut liggja
óbættan hjá garði á málfund-
um, kom aðeins 184 sinnum í
ræðustól á þingi; honum hefur
því óvenju oft verið orðs vant
miðað við Svavar. Þingmenn Al-
þýðubandalagsins taka slaginn
mun oftar en hinir, Iljörleifur
kom 226 sinnum í ræðustól,
Ágúst Einarsson Þjóðvaka held-
ur oftar, eða 258 sinnum, en
helsta valkyrja Kvennalistans (í
þessu efni) var Kristín Ástgeirs-
dóttir sem sté í pontu 195 sinn-
um. Rannveig Guðmundsdóttir
var sjónarmun á eftir með 176
skipti. Ragnar Arnalds átti fáa
spretti, 22, og Árni Johnsen
álíka þaulsætinn, kom 26 sinn-
um í pontu. Engin talaði sjaldn-
ar og skemur en Arndís Sveins-
dóttir, 16 sinnum og talaði í
heild í 59 mínútur. Ef Stein-
grímur er tungufossinn er hún
tunguhaftið. Lesendur Dags-
Tímans geta spreytt sig á því að
meta meðaltal magns og gæða
með því að skoða töfluna hér til
hliðar.
Akureyri
Eðlilegt en óheppilegt
„En mér finnst afgreiðslan ekki
óeðlileg. Hún er ekki heppileg."
✓
bæjarráði sitja fimm manns
og sátu þrír hjá við af-
greiðslu málsins. Jakob
Björnsson, formaður bæjarráðs,
kynnti málið sem munnlegt er-
indi, en hann hefur ekki at-
kvæðisrétt. Samkvæmt heimild-
um blaðsins voru það Sigurður
J. Sigurðsson og Gísli Bragi
Hjartarson sem
greiddu tillögunni at-
kvæði sín. Jakob og
Gísli Bragi eru óbeint
tengdir handboltalið-
inu þar sem synir
beggja voru í liðinu í
vetur, annar sem leik-
maður og hinn sem
þjálfari.
Dagur-Tíminn
hafði samband við
Valgarð Baldvinsson,
bæjarritara, til að
kanna hvaða reglur
væru í gildi um leyfi
bæjarráðs til að af-
greiða mál sem ekki
næst full sátt um.
„Bæjarstjórn hefur
falið bæjarráði að
fullnaðarafgreiða
nauðsynleg mál í júlí
og ágúst á meðan
bæjarstjórn er í sum-
arleyfi," segir Valgarður. Hann
vísar í þessu samhengi til 57.
greinar sveitarstjórnarlaga þar
sem kveðið er á um að byggð-
arráð, sem í þessu tilfelli sé
bæjarráð, sé heimil fullnaðar-
ákvörðun í málum
sem eigi varði veru-
lega ijárhag sveitar-
sjóðs og eigi sé
ágreiningur um innan
ráðsins. í viðbót við
þessi lög hefur lög-
fræðileg túlkun verið
á þann veg að hafi
byggðarráði verið fal-
ið verksvið sveitar-
stjórnar í sumarleyfi
gildi ákvörðun ráðs-
ins sem fullnaðar-
ákvörðun, jafnvel þótt
ágreiningur sé um
niðurstöðu.
Guðmundur Stef-
ánsson var einn
þeirra sem sátu hjá í
bæjarráði. Hann seg-
ist hafa samúð með
málstað KA-manna
og ekki vera á móti
því að þeir fái styrk
en hinsvegar hafi hann ekki
treyst sér til að samþykkja mál-
ið. „En mér finnst afgreiðslan
ekki óeðlileg. Hún er ekki
heppileg en svona eru leikregl-
urnar.“ AI
Atkvæði
tveggja fuil-
trúa í bæjar-
ráði nægðu til
að veita
handknatt-
leiksdeild KA
milljón króna
styrk. í kjöl-
farið vakna
upp spurn-
ingar hver sé
eðlileg af-
greiðsla á
málum sem
þessum.
Yfírlit yfír
ræðutíma þing-
manna á 121.
löggjafarþingi
Nafn ræðumanns Fjöldi skipta Heildartími í
í ræðustól ræðustól-klst.:mín.
Arnbjörg Sveinsdóttir 16 0:59
Ágúst Einarsson 258 18:57
Árni R. Árnason 32 2:50
Árni Johnsen 26 1:21
Árni M. Mathiesen 68 3:08
Ásta R. Jóhannesdóttir 142 7:17
Björn Bjarnason 128 6:58
Bryndís Illöðversdóttir 78 6:55
Davíð Öddsson 84 4:45
Egill Jónsson 32 3:07
Einar K. Guðfinnsson 97 6:08
Einar Oddur Kristjánsson 81 5:12
Finnur Ingólfsson 182 11:40
Friðrik Sophusson 188 13:35
Geir H. Haarde 40 2:23
Gísli S. Einarsson 90 8:48
Guðjón Guðmundsson 14 1:02
Guðmundur Bjarnason 139 11:00
Guðmundur Hallvarðsson 73 4:04
Guðmundur Árni Stefánsson 122 11:14
Guðni Ágústsson 69 3:27
Guðný Guðbjörnsdóttir 138 11:26
Gunnlaugur M. Sigmundsson 25 1:59
Halldór Ásgrímsson 87 6:23
Halldór Blöndal 103 4:44
Hjálmar Árnason 60 4:23
Hjálmar Jónsson 64 3:28
Hjörleifur Guttormsson 226 22:54
Ingibjörg Pálmadóttir 105 4:53
ísólfur Gylfi Pálmason 33 1:28
Jóhanna Sigurðardóttir 190 15:45
Jón Baldvin Hannibalsson 72 6:59
Jón Kristjánsson 76 7:23
Kristinn H. Gunnarsson 167 13:22
Kristín Ástgeirsdóttir 195 16:14
Kristín Halldórsdóttir 92 8:20
Kristján Pálsson 102 6:21
Lára Margrét Ragnarsdóttir 22 2:13
Lúðvík Bergvinsson 78 4:22
Magnús Stefánsson 26 1:09
Margrét Frímannsdóttir 83 7:53
Ólafur G. Einarsson 19 1:42
Ólafur Örn Haraldsson 43 3:22
Páll Pétursson 167 9:30
Pétur H. Blöndal 169 9:29
Ragnar Arnalds 22 2:18
Rannveig Guðmundsdóttir 176 15:36
Sighvatur Björgvinsson 93 7:48
Sigríður Jóhannesdóttir 77 4:27
Sigríður A. Þórðardóttir 28 1:15
Siv Friðleifsdóttir 71 3:40
Sólveig Pétursdóttir 74 3:17
Stefán Guðmundsson 55 3:17
Steingrímur J. Sigfússon 231 27:04
Sturla Böðvarsson 90 7:27
Svanfríður Jónasdóttir 111 8:22
Svavar Gestsson 384 26:09
Tómas Ingi Olrich 50 3:31
Valgerður Sverrisdóttir 45 1:52
Vilhjálmur Egilsson 79 2:50
Þorsteinn Pálsson 179 9:38
Ögmundur Jónasson 87 9:10
Össur Skarphéðinsson 184 14:00