Dagur - Tíminn Akureyri - 23.07.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 23.07.1997, Blaðsíða 1
LIFIÐ I LANDINU Miðvikudagur 23. júlí 1997 - 80. og 81. árgangur -136. tölublað Ingi Þór Baldvinsson, formaður Flugbjörgun- arsveitarinnar, ásamt vettvan gsstjórun um Ólafi Bjarnasyni, Ólafi Jónssyni og Ásgeiri Svan. Þeir eru allir úr sitt hvorum björgunar- samtökunum sem verða samherjar þegar eitthvað bjátar á og leggjast þá á eitt um að bjarga mannslífum og eignum fólks. Þeir eru staðráðnir í að lœra mikið af sam- starfi við erlendu björgunarmennina. Mynd: GHS Verða að taka nestið með! Hátt í þúsund ís- lendingar taka þátt í almannavarnaœf- ingunni Samverði ’97 sem nú er að hejjast á Suðvestur- landi, þar af stór hluti björgunar- manna. Sveitirnar leggja með sér tœki, viðhald og mann- skap í sjálfboða- vinnu en mennirnir verða sjálfir að taka með sér nesti á œfinguna. Okkur líst vel á mannskap- inn. Þetta er einstakt tækifæri til að vera með fjölbreytta flóru af tækjum, búnaði og mannskap með fjöl- breytta reynslu. Við fáum tæki- færi til að kynnast þessum björgunarmönnum og vinna með þeim, sjá yfir hverju þeir búa og fá víðari sjóndeildar- hring. Við fáum líka að sjá hvað við stöndum aftarlega hvað tól og tæki varðar," segir Ingi Þór Þorgrímsson, formaður Flug- bj örgunarsveitarinnar. Um eitt þúsund íslendingar taka þátt í almannavarnaæfing- unni Samverði ’97 á Suðvestur- landi, þar af ijöldinn allur af sjálfboðaliðum frá Slysavarna- félaginu, Hjálparsveit skáta auk starfsmanna frá Almannavörn- um ríkisins, Gatnamálastjóran- um í Reykjavík, Rauða krossi íslands, Slökkviliðinu, Sjúkra- húsi, Hitaveitu, Landsvirkjun, Pósti og síma og svo mætti lengi telja. Þá sinna starfsmenn emb- ættis yfirdýralæknis, Flugmála- stjórnar og Veðurstofu Islands ýmsum sérverkefnum. Erlendu þátttakendurnir eru um 500 talsins, þar af 100 hermenn af Keflavíkurílugvelli. Stórkostlegt að sjá búnaðinn Björgunar- og hjálparsveitirnar senda mikinn ijölda manna, hátt í 500 talsins, og hafa þeir búnað sinn meðferðis, jeppa af ýmsu tagi, ijarskiptabúnað og margt fleira. Björgunarmenn- irnir íslensku taka þátt í æfing- unni sem áhugamenn, sveitirn- ar leggja til tæki og allan bún- að, verkfæri, sjá um viðhald og sjái alfarið um sig og sín tæki sjálfir. Mennirnir verða sjálfir að vega upp á móti vinnutapi, ef eitthvað er, og koma með nesti að heiman en erlendu björgunar- mennirnir gista í Keflavík og fá þar mat. Illuti af búnaðinum, sem erlendu björgunar- mennirnir hafa meðferðis, er til á íslandi, til dæmis hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflug- velli en stór hluti ekki. „Það er stór- kostlegt að sjá þann búnað sem við eigum ekki til á landinu, til dæmis uppblásið tjald, sem er færanlegt sjúkrahús. Það er enginn vafi á því að menn geta lagt sig fram um að læra og kynnast reynslu þeirra af jarð- skjálftasvæðum og rústabjörg- unum, þar sem mun fleira fólk er í hættu en hjá okkur. Þarna fer gríðarleg reynsla sem hægt er að byggja á og gæti stytt okk- ur leiðina að því að þjálfa okkur rétt og búa okkur rétt fyrir svona aðgerðir,” segja félagarn- ir Ingi Þór Þor- grímsson, for- maður Flug- björgunarsveit- arinnar í Reykjavík, og vettvangsstjór- arnir Ólafur Bjarnason, Ól- afur Jónsson og Ásgeir Svan. Þeir þrír síð- arnefndu sinna ásamt öðrum vettvangsstjórn á svæði eitt, Reykjanestánni, en aðrir vett- vangsstjórar sinna svæði 2, Reykjavík og nágrenni, og svæði 3, Árnessýslu. Við erum fjölhæfari - En geta erlendu björgunar- mennirnir lært eitthvað af ís- lenskum björgunarmönnum? „Ábyggilega," svara þre- menningarnir án hiks og bæta við: „Við búum við allt aðrar aðstæður hér en annars staðar. Þessi æfing núna verður lær- dómsrík bæði fyrir þá og okkur. Þeir koma úr mun stærra sam- félagi, eru sérhæfðari og hafa kannski ekki tækifæri til að kalla til allt sem þarf. Hér er mannskapurinn ijölhæfari að mörgu leyti. Við erum fá og þurfum að sinna mörgum störf- um í einu.“ Þremenningarnir eru sam- mála um að tækin, sem notuð eru í æfingunni, séu mörg hundruð milljóna króna virði og nefna sem dæmi að félagi þeirra hafi bent á „teppisbleðil, sem er 1 x 2 metrar með rústa- björgunartækjum. Hann skaut létt á að þetta teppi kostaði 2- 2,5 milljónir. Maður sér líka oft að það er vanmetið hjá okkur hversu mikils virði björgunar- sveitirnar eru, í sparnaði vegna búnaðar, vinnu og þjálfunar sem menn leggja í endurgjalds- laust,“ segja þeir. „Kannski vonar maður að uppskeran verði sú að ráða- menn átti sig á því og meti það örlítið meira en bara í fallegum orðum á hátíðarstund.” -GHS Vonandi verður uppskera cefingar- innar sú að rdða- menn átti sig d gildi hjörgunar- starfsins og meti örlítið meira en bara í fallegum orðum d hdtíðar- stund.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.