Dagur - Tíminn Akureyri - 23.07.1997, Blaðsíða 3
jninœlS-TUTjEÍlí
|Ditgur-'3Kmom
XPOX \\uV y.'s•nronbwWnRiVf — fc>t
Miðvikudagur 23. júlí 1997 -15
LIFIÐ I LANDINU
Björgunarœfingin
Samvörður ’97 er
hafin. í gœr voru
erlendir björgunar-
menn teknir í frum-
þjálfun á vegum
slökkviliðsins á
Kefiavíkurfiugvelli,
í dag er œfingin
undirbúin og á
morgun verður
jarðskjálftinn. Æf-
ingin sjálf hefst á
föstudaginn og þá
byrja stóru strák-
arnir í hápólitískum
grœjuleik sem þeir
œtla að lœra heil-
mikið af.
Guðrún Helga
Sigurðardóttir
skrifar
Haraldur Stefánsson slökkviliðsstjóri er ánægður með að hafa fengið útlendu hermennina til íslands og telur fróðlegt að kynnast starfi þeirra og búnaði.
Hann er hér í hópi rúmenskra björgunarmanna.
Við erum uppljómaðir yfir
því að þetta skuli vera
hægt og að þetta skuli
eiga sér stað. Ég er búinn að
vinna hjá hernum í 42 ár. Fyrir
nokkrum árum var ekki mögu-
legt að fá þessar þjóðir hingað
því að þær voru óvinir okkar.
Nú er það að breytast sem bet-
ur fer. Ég er mjög hamingju-
samur, það getur alltaf eitthvað
komið fyrir sem við ráðum ekki
við og þá þurfum við aðstoð.
Auk þess er þetta hápólitísk
uppákoma vegna útvíkkunar á
NATO. Það þarf ekki að stríða
neitt, það er hægt að vinna
saman og það er miklu betra,“
segir Haraldur Stefánsson,
slökkviliðsstjóri á Keflavíkur-
flugvelli.
Hermenn
frá 20 löndum
Æfing Samvörður ’97 er liður í
friðarsamstarfi Atlantshafs-
bandalagsins og 26 annarra
Evrópuríkja og eru 400 erlendir
hermenn komnir hingað til
lands frá 20 löndum. í þeim
hópum er meirihlutinn frá fyrr-
verandi ríkjum
Austur-Evrópu, til
dæmis 48 frá Eist-
landi, 27 frá Lett-
landi, 36 frá Lit-
háen, 47 frá Rúm-
eníu, 43 frá Rúss-
landi og 37 frá
Úkraínu auk her-
manna frá Banda-
ríkjunum og fleiri
ríkjum ásamt til-
heyrandi búnaði.
Hliðstæðar æf-
ingar hafa farið
fram í öðrum Evr-
ópulöndum en
þetta er í fyrsta
sinn sem skipuleggjendur æf-
ingarinnar eru borgaralegir og
áherslan er á almannavarnir.
Það var Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra sem setti æf-
inguna og gerði liðskönnun að
erlendum hætti. Hann sagði að
sér hefði litist vel á mannskap-
inn enda séu björgunarmenn-
irnir komnir af góðum hug og
Halidór Ásgrímsson utanrík-
isráðherra setti æfinguna.
Við setningarathöfnina mátti
sjá meðal annars sjá Geir H.
Haarde skoða herþyrlur af
bestu gerð.
Björn Samúelsson og Svanhildur Gunnarsdóttir voru á röltinu. Þeim
fannst gaman að sjá björgunartækin.
ætli að æfa hjálparstarf hér á
landi af fullum krafti ef ein-
hvern tímann þyrfti á því að
halda. Eftir gos í Vestmannaeyj-
um, snjóflóð og
jarðskjálfta fyrr á
öldinni sé íslend-
ingum auðvitað
löngu ljóst að þeir
þurfi að hafa við-
búnað þó að auð-
vitað voni allir að
ekkert gerist.
„Ef stjórnvöld
sinna ekki skyld-
um sínum á þessu
sviði þá er það að
mínu mati alvar-
legt. Þessi æfing
er einmitt liður í
að sinna þessum
skyldum og líka að
ná betra samstarfi og samvinnu
við þessar þjóðir," sagði hann.
Jarðskjálfti
og hamfarir
Almannavarnaæfingin fer fram
á Suðvesturlandi frá föstudegi
fram á sunnudag og miðast við
að jarðskjálfti hafi orðið. Jarð-
skjálftinn mun eiga sér stað á
morgun klukkan ijögur síðdegis
og verða miklar náttúruham-
farir, byggingar skemmast,
vega- og veitukerfi raskast og
umtalsverð slys verða á fólki,
meðal annars verða íbúar á
stóru svæði í Grindavík fluttir á
brott frá heimilum sínum vegna
björgunaraðgerðanna - enginn
þó tilneyddur.
Mikill fjöldi íslendinga var
viðstaddur opnunarhátíðina og
margir notuðu tækifærið til að
kynna sér búnað erlendu björg-
unarmannanna. Björn Samú-
elsson og Svanhildur Gunnars-
dóttir voru á röltinu um sýning-
arsvæðið. Þeim fannst gaman
að sjá björgunartækin og Björn
sagði að þetta væri uppgötvun
fyrir sig enda tækin fjölbreyti-
leg. Hann er einmitt slökkviliðs-
maður að atvinnu. Svanhildur
tók undir og taldi skipta miklu
máli að björgunarsveitirnar
hefðu landsmenn bak við sig við
svona æfingu enda starfsemi
þeirra byggð á vinnu sjálfboða-
liða og fjárframlögum frá al-
menningi.
Hafa kljáðst við
ófagrar aðstæður
Georg Rosenmayr, major í aust-
urríska björgunarliðinu
AFDRU, Austrian Forces Disast-
er Relief Unit, var ásamt félög-
um sínum í hvítu sjúkratjaldi og
kynnti búnaðiim. Hann sagði að
þarna væri aðeins til sýnis örlít-
ið brot af tækjabúnaði 15
manna björgunarliðs en tvö
austurrísk björgunarlið eru
komin til landsins. Majorinn
sagði að í hverju björgunarliði
væru tveir læknar, sem færu
með á slysstað og flyttu hina
slösuðu. I tjaldinu fengju slas-
aðir aðhlynningu í hálftíma til
tvo tíma eða þar til hægt væri
að flytja þá á sjúkrahús.
-Hvað er hægt að
hlynna lengi að slös-
uðum?
„Það fer eftir aðstæðum, því
hvað hefur gerst, hvernig fólkið
er slasað, hve lengi hamfarirn-
ar liafa staðið. Stundum þarf
margar klukkustundir til að
finna fólk úr rústum. Liðið
myndi þá einbeita sér að einni
til fimm manneskjum eftir því
hvernig meiðslin eru,“ segir
hann.
Austurrísku björgunarmenn-
irnir vita ekki enn nákvæmlega
hvert verður þeirra hlutverk í
æfingunni. Þeir bíða bara eins
og hinir erlendu gestirnir eftir
því að fá upplýsingar um það
þegar æfingin byrjar. Þeir hafa
tekið þátt í svona æfingum víða
um lönd auk þess að kljást við
ófagran raunveruleikann, til
dæmis í Armeníu fyrir nokkrum
árum. Þá koma þeir frá Austur-
ríki íjallanna og hafa því kynnst
snjó með tilheyrandi snjóflóða-
hættu. Þeir eru því ýmsu vanir.
Georg Rosenmayr, majór í austurríska björgunarliðinu, og Boris Scmalko
yfirliðsforingi sýna hluta af búnaði liðsins, sjúkrabörur fyrir slasaða og
súrefnistæki til að flytja þá burt af svæðinu. Austurríkismenn eru með tvö
björgunarlið, sjúkratjald og ýmsan búnað til að bjarga fólki úr jarðskjálfta,
snjóflóði eða öðrum náttúruhamförum. Myn* ghs