Dagur - Tíminn Akureyri - 23.07.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Akureyri - 23.07.1997, Blaðsíða 4
16 —Miðvikudagur 23,\-júlí.19-97 UMBUÐALAUST „HaJló Akureyri!“ Valur Hilmarsson Jjölskyldufaðir á efri brekku skrifar Enn á ný verður haldin úti- hátíðin Halló Akureyri, þó í ár verði hún með breyttu sniði frá því sem áður var ef marka má orð fram- kvæmdastjóra hátíðarinnar, Magnúsar Más Þorvaldssonar, í viðtali við Dag-Tímann mið- vikudaginn 9. júlí sl. Mikið þóttu mér það góð tíð- indi þegar ég las þau, en ég var ekki búinn að lesa langt í grein- inni þegar ég komst að því að breytingarnar ganga nær eingöngu út á að færa unglinga- tjaldstæðin uppá íþróttasvæði KA og loka tjaldstæðinu við Þórunnarstræti. Það hefur nú þótt æði snjöll lausn, eða hvað Magnús, að hvíla íbúana á neðri brekkimni á blindfullum börnum og ungu fólki og færa vandamálið ofar á brekkuna, það er heldur engin hætta á að einhverjir „þreyttir og leiðir" starfsmenn tjaldstæðisins á neðri brekku fari að hleypa einhverjum leiðindum af stað eins og í fyrra þegar þeir fóru að blaðra um þetta lítilræðis fyllerí í íjölmiðlum. Það vill nú reyndar þannig til að ég og nokkur þúsund Akur- eyringar vorum heima þessa síðustu verslunarmannahelgi og þurftum að horfa uppá sömu ömurlegheit og umræddir tjald- stæðaverðir. Grenndarkynning Ég hitti nágranna minn stuttu eftir umrædda frétt, lýsti hann áhyggjum sxnum af því að nú fengjum við sem búum fast við KA svæðið skarann inn á lóð til okkar, við höfum jú enga ástæðu til að ætla annað en það bíði okkar það sama og ná- granna okkar á neðri brekk- unni, þ.e. að það verði ælt, grátið og drullað í garðana okk- ar, umræddur granni minn hef- ur gert ráðstafanir til að koma tjaldvagni og ýmsu öðru laus- legu, sem vanalega telst óhætt að skilja eftir á bílastæðinu við blokkina okkar, í geymslu. Það virðast nefiúlega ekki eiga að verða neinar áherslu- breytingar á samkomunni frá því sem áður hefur verið. Við sjáum jafnframt fram á að geta hvorki farið að heiman né verið heima þessa helgi vegna þessarar yfirvofandi inn- rásar. Ég er í raun gáttaður á að bæjaryfirvöld skuli ekki gera tilraun til að kynna hugmyndir um „nýtt og betra skipulag á samkomuhaldi Halló Akureyri". Því mér finnst það skylda, í það minnsta lágmarks kurteisi, að yfirvöld tilkynni það ef þau samþykkja verulega röskun á högum íbúa. Þeim til upplýsingar þá hef ég fundið að það eru fleiri en ég og þessi eini nágranni minn sem kvíða því að horfa upp á ósómann um verslunarmanna- helgina. Hvers eiga svo börnin mín og annarra að gjalda sem eru svo heppin að búa við íþróttasvæðið og nota það nær daglega til leikja, þegar búið er að taka það frá undir drykkjusamkomu örlítið eldri barna. Það verður varla geðslegt að leika sér á svæðinu eftir á fyrir utan að ég kæri mig ekkert um að börnin mín fái ranghug- myndir um það hvað er skemmtun og verði vitni að skrilslátum sem eru ekki mann- eskjum bjóðandi. Að samþykkja nauðg- anir og barnafyllerí Það er í raun óskiljanlegt að fólk skuli reyna að réttlæta svona samkomur. Rökin finnast mér líka ótrú- lega léttvæg, það að íþróttafé- lögin muni hafa tekjur af sam- komunni! Það er íþróttahreyf- ingunni ekki til mikils sóma að leggja nafn sitt við slíkt hvað þá að það sé í anda hennar, því þessari tegund samkoma fylgir að jafnaði ótrúlegur ömurleiki, s.s. líkamsárásir, svo og margar nauðganir og heilmikið barna- fyllerí. Annað atriði sem mér þótti athyglivert þegar ég las grein- ina var að byggja á gæslu á svæðinu upp með sjálfboðalið- um og gefa launuðum tjald- stæðavörðum frí, hvað ef þið fá- ið ekki nægjanlega marga sjálf- boðaliða, á þá að hætta við samkomuna, takmarka Qölda tjaldgesta eða láta ráðast hvort þetta sleppur ekki bara til ein- hvern veginn? Hvaða grunn hafa þessir sjálfboðahðar til að sinna þeim vandamálum sem upp geta komið, t.d. þeim sem nefnd voru hér að framan? Á að leggja sam- komuhald niður? En ég er nú ekki verri en svo að ég ætla að leggja til að áfram verði haldið með Halló Akureyri en það verði byggt á þeirri menningararfleifð og þeirri ímynd sem bærinn hefur í hug- um margra, en það er að hér sé fjölskylduvænn bær, hér er hefð fyrir margskonar menningar- starfsemi, öflugu íþrótta- og skátastarfi og margt fleira væri hægt að nefna, með því að byggja á jákvæðum gildum er- um við að heija bæinn okkar til meiri virðingar en annars. Og svona eitt í lokin, sem er bara okkar í milli, við gætum grætt miklu meira á því að fá þannig hópa í bæinn. GARRI Snorri verður Pocahontas Hæstvirtur forseti vor, herra Ólafur Ragnar Grímsson, og há- virðuleg eiginkona hans, frú Guðrún Katn'n Þor- bergsdóttir, eru nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum og Kanada. Forseta- hjónin hafa hitt að máli varaforseta Bandarikjanna, A1 Gore, og eiginkonu hans, Tipper, for- setinn hefur látið svo h'tið að ávarpa blaðamenn, sem reyndar átti að sjónvarpa beint en ekkert varð af vegna umflöllunar frá bandaríska þinginu, og svo munu þau hjónin láta svo lítið að heimsækja ný- lendu Vestur-íslendinga. Forsetahjónin hafa verið á faraldsfæti frá því þau tóku við forsetaembættinu á Bessastöðum fyrir tæpu ári síðan og greinilegt að höfuð- áhersla er lögð á að gamli komminn og kjaftaskurinn vinni þjóðina og svo verður að halda virðuleika forseta- embættisins í hámarki. Þetta nálgast jú að vera kóngafólk. Blessaður forsetinn reynir að koma með frumkvæði og hugmyndir þegar hann fer út á meðal almúgans. Hann vill fá sem jákvæðasta um- Ijöllun heima og svo vill hann auðvitað komast í Ijöl- miðlana í útlöndum. Það er ekkert gaman ef maður fær ekkert að koma í sjónvarpið. Kanarnir eru uppveðraðir Forsetinn hefur gert að um- ræðuefni Vínlandsfund ís- lendingsins Leifs heppna ár- ið 1000 og bent Könunum réttilega á að þeir eiga nátt- úrulega að vera uppveðraðir yfir þessu. Ilann vill halda hátíð árið 2000 og þarna fá Kanarnir loksins tækifæri til að láta Ijós sitt skína. Forset- inn vill fá þá með í alþjóð- legan Ijölmiðlaviðburð og þá verður nú ekkert hik á þeim. íslendingar hafa nefnilega ekkert að segja ein- ir og sér og enginn vill hleypa þeim í sjónvarpið og blöð- in en ef Kanarnir fengjust til að vera með á myndunum þá yrði það kannski svolítið öðruvísi. Forsetinn var löðrandi af hug- myndum og þær ultu upp úr honum hver annarri betri. Hann vill halda veislu með Könunum á fæðingarstað Leifs heppna í Dalasýslu og þá urðu Kan- arnir heldur betur spenntir því að auðvitað vilja þeir all- ir íjölmenna í Dalasýsluna og borða reykt kjet og hrúts- punga, vera með ferðir vík- ingaskipa frá íslandi til Bandaríkjanna (og þá verður sko ekkert klósett um borð!), æsispennandi sýningar um víkingatímann og ævintýra- ferðir fyrir Kanana. Pottþétt í bíó Síðast en ekki síst og hér kemur besta hugmyndin: hinn hávirðulegi forseti vill láta gera Pocahontas kvik- mynd fyrir alla Ijölskylduna sem verður sýnd út um allan heim og þá ættu íslendingar að fá þá umíjöllun sem þeir ótvírætt eiga skilið. Kvik- myndin á að íjalla um Snorra Þorfinnsson. Snorri verður þá indíánastúlkan Pocahontas og... bíddu nú við, er nóg af persónum í öll hlutverkin? Að sjálfsögðu, forsetinn er búinn að láta kanna það mál. Best væri ef Disney myndi framleiða þessa mynd með alvöru teiknimyndapersónum því að annars verður hún ekki ekta Pocahontas. Og þá er líka öruggt að hún kæmist í bíóhúsin. Garri.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.