Dagur - Tíminn Akureyri - 23.07.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Akureyri - 23.07.1997, Blaðsíða 5
 MENNING OG LISTIR Feimnismál að semja ljóð Ása Marin Haf- steinsdóttir, 20 ára, hefur gefið út sína fyrstu Ijóðabók, Búmerang. Yrkis- efnið? Lífið, tilver- an og ástin. Að sjálfsögðu hugðar- efni ungsfólks. g hef verið að semja ljóð síðustu ar. I fjögur Þetta er rjóm- inn af þeim. Ég byrjaði reyndar pínulítil að skrifa í Mynda- sögur Moggans. Þegar ég byrj- aði í Verzló var ljóðahópur und- ir stjórn Þórðar Helgasonar og óg fór í hann. Svo hef ég hald- ið þessu áfram,“ segir Ása Marin Haf- steinsdóttir. Ása Marin starfar hjá ís- lenskum matvælum í sumar og stefnir að námi í Kennarahá- skóla íslands í haust. Hún er stúdent frá Verzlunarskóla Is- lands og gaf út sína fyrstu ljóðabók í vor eftir hvatningu Þórðar Helgasonar, lektors Verzlunarskóla íslands, og föð- ur síns. Bókin heitir eftir fyrsta Ijóðinu, Búmerang, að uppá- Ása Marin birtir rjómann afljóðun- um sínum i Ijóða- bókinni Búmer- ang. Hún hefur verið í Ijóðahóp í Verzló en byrjaði ung að semja. stungu pabba hennar. Lífið er yrkisefnið Ása Marin er alltaf öðru hvoru að skrifa ljóð og hefur verið í öðrum ljóðahópum í Verzló, meðal annars í ljóðahópnum Ljóðdrekar. Þar hafa verið gefn- ar út fimm til sex litlar bækur með ljóðum eftir meðlimi hóps- ins. Hún segir að mun fleiri ungir verzfingar og menntskæl- ingar semji fjóð en séu tilbúnir til að viðurkenna það. „Þetta virðist vera feimnis- máf. Þau virðast tilbúnari tif að viðurkenna það eftir þroskan- um. Mér finnst ungu krakkarn- ir vera tregari til að viður- kenna að þau semji ljóð,“ seg- ir hún. -En hvernig hefur bókinni verið tekið? „Ég á eftir að fá gagnrýni á hana í blöðun- um en ættingjar og fófk sem hef- ur lesið hana hefur tekið henni mjög vel. Ég er að ljaffa um lífið og tilver- una og ástina,“ svarar hún. Ása Marin byrjar nám í Kennaraháskóla íslands í haust og ætlar hugsanlega að fara í íslensku í Háskóla íslands að loknu kennaraprófi. Hún segist kannski semja ljóð meðfram kennaranáminu og að því loknu. -GHS Ása Marin Hafsteinsdóttir, tvítugur verzlingur, hefur gefið út Ijóðabók og er þar með í hópi þeirra fáu ungu Ijóð- skálda sem þora að viðurkenna að þau semji Ijóð. Átthagarit og alþýðufólk Nýlega hefur á skrifborð mitt rekið tvö merk heimilda- og sagnfræði- rit, sem flokka má sem átthaga- fræði. Þau hafa að geyma gagn- merkan fróðleik um mannlíf og málefni í einstökum héruðum - mikilverða sögu um fólkið í landinu. Sjálfsagt verða rit þessi ekki hátt skrifuð hjá menningar- og menntaelítu þjóðfélagsins, enda hefur hún sjálfsagt um aðra hluti að skrafa og skeggræða. En myndi hún lægja dampinn mætti hún þó vel við una að glugga í þau tvö rit sem ég geri að umtals- efni hér. Klukkan var búmannsklukka Mannlíf og saga í Þingeyrar- og Auðkúluhreppum hinum fornu er heiti ritraðar sem Hallgrím- ur Sveinsson, fv. skófastjóri á Þingeyri og nú staðarhaldari á Hrafnseyri, gefur út. Á síðustu árum hefur Hallgrímur unnið mikilsvert starf til að halda á lofti nafni Jóns Sigurðssonar, forseta, með bóka- og blaða- útgáfu ýmiskon- ar en einnig hefur nýlega verið tekin á Hrafnseyri í gagnið eftirlík- ing af fæðingar- bæ forsetans og þar leggur Hall- grímur gjörva hönd á plóg. í þessu þriðja bindi Mannlífs og sögu í Þing- eyrar- og Auð- kúluhreppum hinum fornu, rær Hallgrímur á öðrum miðum. Sem dæmi um efni í ritinu má nefna frásögn um Bjarna Guð- brand Jónsson, frumherja í járn- og vélsmíði á Þingeyri, og einnig viðtaf við Böðvar J. Guð- mundsson fyrrverandi verslun- arstjóra hjá Verslunarfélagi Dýrafjarðar og ber það yfir- skriftina „Klukkan hjá fóstru minni var búmanns- klukka". Einnig má nefna annál Hallgríms Sveinssonar sjálfs um mannlíf á Þing- eyri á því herr- ans ári 1991 og sömuleiðis birt- ir hann mynda- syrpu sem bregður ljósi á sögu vestfirskrar vegagerðar. Eyfirskur fróðleikur Þá er nýlega komið úr 37. tölu- blað Súlna, rits Sögufélags Ey- firðinga „og hefur það sem fyrr að geyma sögulegan fróðleik og fjölbreytt efni,“ einsog segir í fréttati' oiiingu. Meðal efnis í ritinu má nefna samantekt um stéttaskiptingu á Akureyri á ár- unum 1860 til 1940, sem dr. Hermann Óskarsson, lektor við Háskólann á Akureyri hefur tekið saman og byggir þessi grein á doktorsritgerð hans. Þá er í ritinu samantekt Harðar Geirsonar, umsjónarmanns ljós- myndadeildar Minjasafnsins á Akureyri, á flugslysinu mikla í Héðisfirði fyrir réttri hálfri öld, þar sem 25 manns fórust. Með grein Harðar birtast einstæðar myndir, sem ekki hafa komið fyrir almenningssjónir áður. Af öðru efni Súlna má síðan nefna grein eftir Óskar Þór Halldórsson, fréttamann, þar sem tæpt er á ýmsu varðandi samgöngumál Ólafsfirðinga fyrr og nú og Eiríkur Björnsson fyrrum bóndi á Arnarfelli í Eyjafirði, fjallar um upphaf bú- véfasöfnunar í Eyjafrði. Þá er einnig vert að geta merkrar greinar Óskars Guðmundssonar blaðamanns um málverk Arn- gríms Gíslasonar af kirkjubrun- anum á Möðruvöllum í Hörgár- dal í mars 1865, en kunnugir telja þetta málverk vera fyrstu fréttamyndina á íslandi. Þetta er góð lesning Það er gaman að fletta og lesa þessi átthagarit, en þar eru birtar frásagnir af merkum at- burðum.sem skráðar af alþýðu- fólki. Enda eru greinarnar um afþýðufólk. Það gefur þeim í sjálfu sér aukið vægi. Það er óhætt að mæla með þeim ritum sem hér eru gerð að umtalsefni; Mannlíf og saga í Þingeyrar- og Auð- kúluhreppum hinum fornu og Súlur. Þetta er góð lesning. Sigurður Bogi Sœvarsson. Óhcett er að mcela með Súlum og Mannlífi og sógu í Þingeyrar- og Auð- kúluhreppum hin- um fornu, þeim dtthaga og alþyðu- ritum sem eru gerð að umtalsefni hér.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.