Dagur - Tíminn Akureyri - 04.09.1997, Síða 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 04.09.1997, Síða 3
JktgraÆmnrar Fimmtudagur 4. september 1997 -15 LIFIfi> I LANDINU Fossrétt á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu. Þar draga bændur á Síðu fé sitt í dilka, þegar það kemur rígvænt af af- réttinum eftir sumarbeit. Mynd. - þök. Jarm, hundgá Helstu flárréttir Helstu stóðréttir Skarðarétt í Gönguskörðum, Skagafirði. laugard. 13. sept. um hádegi Reynistaðarrétt í Staðarhr., Skagafirði. laugard. 13. sept. um kl. 16:00 Silfrastaðarétt í Akrahr., Skagafirði. sunnud. 14. sept. um kl. 15:00 Hlíðarrétt í Bólst.hl.hr., A.-Hún. sunnud. 21. sept. upp úr hádegi Skrapatungurétt í Vindhælishr., A.-Hún. sunnud. 21. sept. kl. 10:00 Borgarrétt í Eyjafjarðarsveit laugard. 20. sept. kl. 13:00 Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugard. 27. sept. upp úr hádegi Víðidalstungurélt í Víðidal, V.-IIún. laugard. 4. okt. kl. 10:00 Lauiskálarétt í Hjaitadal, Skag. laugard. 4. okt. kl. 13:00 Hver er undan hverjum? Hér að framan höfum við að- eins nefnt Ijárréttir. Þá eru ónefndar stóðréttir norðan- lands, sem heíjast um aðra helgi. Ólýsanleg er stemmning- in þegar stóðið, sem telur hundruð hrossa, er rekið til réttar. Þar he'ijast síðan aftur miklar spekúlasjónir og spá- kaupmennska, þar sem menn velta því einna helst fyrir sér hver sé undan hverjum. -sbs. Eftirvæntingin bærist í brjóstum smalamanna þegar þeir leggja af stað til fjalla. Hér sjást borgfirskir smalamenn leggja af stað, með Svein Finnsson bónda í Eskiholti í Borgarbyggð, í fylkingarbrjósi sínu. -Mynd: -GS. Rétt: Dagsetningar Auðkúlurétt í Svínavatnshr., A.-Hún. laugard. 13. sept. Áfangagilsrótt í Landmannaafrétti, Rang. fimmtud. 18. sept. Baldursheimsrétt í Mývatnssveit, S.-Þing. sunnud. 7. sept. Brekkurétt í Norðurárdal í Mýrasýslu. sunnud. 14. sept. Dalsrétt í Mosfeilsdal, Kjós. laugard. 20. sept. Fljótshliðarrét í Fljótshlíð, Rang. þriðjud. 16. sept. og sunnud. 21. sept. Fljótstungurétt í Hvítársíðu, Mýrasýslu. sunnud. 14. sept. Fossrétt á Síðu, V.-Skaft. föstudagui' 12. sept. Fossvallarétt við Lækjarbotna við Reykjavík. sunnud. 21. sept. Grímsstaðarétt í Álftaneshr., Mýras. þriðjud. 16. sept. Hamarsrétt á Vatnsnesi, V.-Hún. laugard. 13. sept. Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit. laugard. 20. sept. Hítardalsrétt í Hraunhr., Mýrasýslu mánud. 15. sept. Hlíðarrétt í Bólstaðarld.hr., A.-Hún. sunnud. 14. sept. Hlíðarrétt f Mývatnssveit, S.-Þing. sunnud. 7. sopt. Hraunsrétt í Aðaldal, S.-Þing. sunnud. 7. sept. Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn. föstud. 12. sept. Hrútatungurétt í Hrútafirði, V.-Ilún. laugard. 6. sept. Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Árn. laugard. 20. sept. Kjósarrétt í Kjósarhr., Kjósarsýslu. mánud. 22. sept. Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dalasýslu. sunnud. 14. sept. Klausturhólarétt í Grímsnesi, Árnessýsiu. miðvikud. 17. sept. Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði. laugard. 13. sept. Miðijarðarrétt í Miðíirði, V.-Húnavatnssýsiu. laugard. 6. sept. Nesjavallarétt í Grafningi, Árnessýslu. laugard. 20. sept. Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg. miðvikud. 17. sept. Rauðsgilsrétt í Hálsasveit í Borgarfirði. föstud. 19. sept. Reykjaréttir á Skeiðum f Árnessýslu laugard. 13. sept. Reynistaðarrétt í Staðarhr., Skagafirði. sunnud. 7. sept. Selfialarrctt í Grafningi, Árnessýslu. mánud. 22. sept. Selvogsrétt í Selvogi, Árnessýslu. mánud. 22. sept. Silfrastaðarétt í Akrahr., Skagafirði. mánud. 15. sept. Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, Árn. föstud. 12. sept. Skaftárrétt í Skaftárhr., V.-Skaftafellsýslu. laugard. 13. sept. Skaftártungurétt f Skaftártungu, V.-Skaft. laugard. 20. sept. Skarðarétt í Gönguskörðum, Skagafirði. laugard. 6. sept. Skarðsrétt í Borgarhr., Mýrasýslu. mánud. 15. sept. Skrapatungurétt í Vindhælishr., A.-Hún. sunnud. 14. sept. Stafnsrétt í Svarlárdal, A.-llún. laugard. 13. sept. Tungnaréttir í Biskupstungum, Árnessýslu. laugard. 13. sept. Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. föstud. 12. og laug. 13. sept. Valdarásrétt í Víðidal, V.-Hún. föstud. 12. sept. Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugard. 13. sept. Þórkötlustaðarétt í Grindavík laugard. 20. sept. Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugard. 13. sept. Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýrasýslu. mánud. 15. sept. Ölfusrétt í Ölfusi, Árnessýslu. þriðjud. 23. sept. Hver er undan hverjum? Það er ævinlega mikil stemmning í Lauf- skálarétt í Hjaltadal í Skagafirði. Mynd: og hófadynur Hver árstíð helgast af ákveðnum takti í mann- lífinu. Allt fram streymir endalaust og komið er haust. Skólar eru að byrja og smala- menn að fara til Ijalla. Fjall- ferðir og réttir eru einn af þess- um sígildu þáttum í þjóðlífinu sem heldur velli, þó þjóðfélagið hafi gjörbreyst. Gamla bænda- samfélagið er liðið undir lok, en réttastemmning haustdaganna heldur alltaf velli. Taka lagið og lyfta pela Fyrstu fjárréttir haustsins eru um helgina. Þá munu bændur í Mývatnssveit, Skagafirði, Aðal- dal og í Ilrútafirði, og sjálfsagt víðar, reka fé sitt af afréttinum og draga það í dilka í réttum. Réttastemmningin dregur fjöl- marga til sín. I sumar réttirnar eru meira að segja skipulagðar hópferðir og gamlir sveitungar mæta til leiks, sumir til þess eins að taka lagið og lyfta kon- íakspela undir réttarvegg. Einna frægastar að þessu leyti eru Tungnaréttir í Biskupstung- um. Þangað mæta mörg hundr- uð manna á hverju hausti, enda þó fé í réttum í haust verði ekki nema um 2.500, frá 10 til 12 bæjum. Öðruvísi mér áður brá, því í kringum 1970 voru um 10 þúsund fjár í réttunum á hausti hverju, og fé í sveitinni nokkru fleira. Inn að Hofsjökli „Ég er núna að fara í fimmta sinn í fjallferð. Og af hverju fer ég á fjall? Ef ég bara vissi það. Það er kannski stemmning úti í náttúrunni, að vera einn með sjálfum sér og heyra tímunum saman ekkert annað en hund- gá, jarm og hófadyn. Það er stórbrotið," segir Karl Áki Sig- urðsson á Seffossi, sem fer á fjall með Gnúpverjum. Þeir Gnúpverjar sem lengst fara lögðu af stað í níu daga fjalla- ferð í gær og fara allt inn að Hofsjökli. Karl Áki og fleiri fara hinsvegar ekki svo fangt inn úr. - Réttir Gnúpverja, Skaftholts- réttir, eru á laugardag um aðra helgi. Göngurnar taka einn dag „Það er alltaf nokkur fjöfdi sem kemur í réttirnar hérna. Göngurnar eru daginn áður. Þær taka einn dag, sem er sjálf- sagt' með því stysta sem þekk- ist,“ segir Bjarni Kristmunds- son, bóndi á Giljalandi í Hauka- dal í Dölum. „Nei, það er ekki mikið um það að menn séu að punta sig í réttunum, það er þá frekar að kvöfdi gangnadagsins sem menn gleðjast á góðri stundu,“ segir Bjarni. Réttað verður í Kirkjufells- rétt í Haukadal sunnudaginn 14. september. Bjarni er með um 700 íjár á fjalli í sumar, þar af á fjórða hundrað vetrarfóðr- aðar kindur. Útivera og félagsskapur „Ég er búinn að vera gangna- foringi á Austari-Miðfjöllum á Austurafrétti okkar Mývetninga í nokkuð mörg ár, og þó er ég enn ekki orðinn fertugur,“ segir Gunnar Rúnar Pétursson, bóndi í Vogum í Mývatnssveit. „Mér finnst gaman að félagsskapnum sem þessu fylgir; útiverunni og félagsskapnum og því að gista í kofa eina nótt,“ bætir hann við. - Smalamennska á Austura- frétti tekur tvo daga. Lagt verð- ur upp á morgun, föstudag, og komið er til baka á faugardegi. Féð er svo dregið sundur í Hlíð- arrétt í Mývatnssveit á sunnu- dag.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.