Dagur - Tíminn Akureyri - 06.09.1997, Blaðsíða 4
TENGSL AH^mpuufa
'
16 - Laugardagur 6. september 1997
Jlagur-'CEtmtmt
HOTEL KEA
19 4 4
EITT
19 4 4
GLÆSILEGASTA
1 9 4 4
HOTEL
19 4 -i
LANDSINS
19 4 4
AVERÐl
19-44
FYRIR
19 4 4
ISLENDINGA
19-4-4
NYR VEITINGASTAÐUR
HÓTEL KEA
HAFNARSTRÆTI 87-89
600 - AKUREYRI - SlMI 460 2000
Thor Vilhjálmsson er á ferð og fangar innblástur með penna sínum eða litum. Mynd Brink
Váskur maður kemur
vappandi iim ganginn á
ritstjórn Dags-Tímans,
ögn úfmn og gallabuxurnar
kannski ekki nýkomnar úr stíf-
elsi; það er Thor. Kominn af
fjöllum. „Með tjaldið Kjarvals-
naut“ svarar hann að bragði og
telur ekki annan búnað nauð-
synlegan, nema kompu litla
sem hann dregur úr rassvasan-
um. Hardcover. Hann vill ekki
viðurkenna að það sé af fordild
sem hann velji sér litla stflabók
með hörðum spjöldum, hún fari
bara betur með þá punkta sem
hrjóta úr penna skáldsins þar
sem hann hefst við einn úti í
náttúrunni. (Punkta sem hrjóta
úr penna sem hangir í hálsfesti
framan á bláköflóttri kaupfé-
lagsskyrtu. Penninn er það eina
sem bendir til að hér fari ekki
gangnamaður.)
Tjaldið Kjarvalsnautur? „Já,
Kjarval gaf mér þetta tjald, það
er svo lett og meðfærilegt," seg-
ir skáldið sem bætir við að það
sé þýsk gæðavara sem slái öllu
við. Þetta tjald notaði listmálar-
inn á ferðum sínum, og nú
skáldið sem sækist eftir einveru
á Qöllum með sér og sínum
punktum. Og svo málar Thor
líka sér til fróunar þegar þann-
ig stendur á, og þarf ekki endi-
lega fjallsýn því margt býr í
þokunni - Uka sjónrænt. Þetta
er gamall siður hans að fara
um landið og halda sig utan al-
faraleiðar. Lá eitt sinn í Dreka-
gili þrjú dægur að hausti eftir
að allir voru farnir af hálend-
inu, gekk í Öskju og hlóð grjóti
með tjaldinu því landfesti var
engin fyrir hæla. Búinn að vera
einn og yfirgefinn, kemur þá
ekki bíll skröltandi! Langa leið.
Loks þegar bifreiðin kemur að
þessum einbúa á fjöllum yfir
hraun og sanda lengst inn í
land stara þau á hann forviða -
bílstjórinn og kona með honum:
„Hún hélt sig hafa horft mig
upp úr jörðinni!" segir Thor og
var þar komin Kristín Jóhann-
esdóttir að Ieita uppi myndefni í
auðninni. Bjóst ekki við glóandi
grámosa Thors í svörtum sandi.
Davíð og faðmlög
Síðar kemur hann eins og hann
er úr fjallaferð inn á Akureyri
og þykist kenna fyrirmenni á
ferð eftir að hafa fengið sér
heita máltíð á Bautanum, já og
gott ef það er ekki Davíð Odds-
son með Vestur-íslendinga. „Við
Davíð féllumst í faðma,“ segir
Thor, því þótt þeir fylgist ekki
að í hugmyndafræðum þá hafi
þeir náð að rífast svo heiftar-
lega í Listahátíðarstjórn „að
þögn sló á hjópinn“; síðan hafa
þeir verið í faðmlagasambandi.
Fyrirmennin að vestan verða
ögn undrandi en þegar liðkast
samtal kemur í ljós að þau eru
ættuð úr „Kjelduhveríji" á sinni
Vestur-íslensku. En þaðan er
einmitt maðurinn af íjöllum. Og
svo bætir eitt fyrirmennið við:
„Frjá Undirvegg". Og skáldið
botnar við fögnuð: „En þar
fæddist einmitt faðir minn!“.
Meiri faðmlög.
Thor er ekki kominn til að
trufla.- „Bara ná mér í greinina
sem hann Andri minn skrifaði
um prinsessuna,“ og það er
greinilega stutt í föðurstoltið,
hann er leystur út með henni
og viðtali við Tryggva Ólafsson í
síðasta helgarblaði og nú þarf
hann að vita meira um ferðir
Tryggva og sýningu hans á Ak-
ureyri - áður en nýi súbarúinn,
tjaldið Kjarvalsnautur, penninn,
kompan, litirnir og það fáa
annað sem á þarf að halda
bruna inn í næturregnið. Á fjöll.
-sjh
Bníarhlaupið er í dag
Búist er við að nokkuð á annað þúsund manns taki þátt í Brúar-
hlaupi Selfoss sem er í dag, laugardag. Tekið skal fram að þótt
brúarhlauparar á Selfossi fari létt með langar leiðir er fjarri lagi að
þeir fari hringinn í kringum í landið, en í gær birtist ranglega mynd
af brúnni yfir Jökulsá á Fjöllum í grein um hlaupið. Er beðist vel-
virðingar á þeim mistökum.
Ekki við sitt verk
Við þessa mynd í gær var sagt að Elisabet Norseng, einn lista-
mannanna sem sýna frá og með deginum í dag í Listasafnu á
Akureyri, stæði, bak við eitt verka sinna. Hið rétta er að verkið er
eftir Heini Höllta sem einnig sýnir í Listasafniu.
Elisabet hefur yfirumsjón með sýningunni sem opnar klukkan
16:00 í dag, laugardag