Dagur - Tíminn Akureyri - 06.09.1997, Blaðsíða 19
|Dagur-®TOtmn
Laugardagur 6. september 1997 - 31
LÍF OG LAND
Stefán Jón
Hafstein
skrifar
Fluguveiðar að sumri (34)
Sumarenn
..af því má sjá að það er
sumar enn“ yrkir skáldið og á
ekki við fluguveiðar, en við get-
um túlkað hendinguna okkiu- í
hag. September er kominn
með rigningarnar sínar og ögn
vottar fyrir kulda í golunni,
stundum eins og búi í henni
leyndur þráður kominn að
norðan úr hafi og geri okkur
hroU. En fluguveiðum er ekki
lokið frekar en við viljrun.
Sunnudagurinn síðasti lýsti
Heklutinda og vafði skýjum á
víxl, regnúði á breiðum lygnum
hyljum og jódyniu- frá frísku
stóði á grasbökkunum öndvert
þar sem stangirnar tifuðu fram
og aftur og sendu flugur yfir
stökkvandi laxa. Þetta var
Eystri-Rangá sem rann hljóð-
laus með bökkum. Þegar hófa-
slátturinn dó út í ijarska heyrð-
ist ekkert nema dynkur öðru
hverju: laxarnir hlunkuðust aft-
ur í ána eftir að hafa losað sig.
Og svo kom auðvitað mótór-
hjólagengi eftir þjóðveginum og
sendi sitt súrrandi brúúmm út í
húmið.
Rangárnar saman, Eystri og
Ytri verða aflahæstar laxveiðiáa
í sumar, með yfir 2300 laxa.
Þessar ár eru sérstæðar: þær
ala ekki eigin stofna svo neinu
nemi, svo veiðin mikla byggist á
seiðasleppingum; 450 þúsund
seiði fóru út í fyrra, litlu færri í
ár. Þröstur Elliðason, sem stað-
ið hefur í ströngu með Ytri ána
undanfarin ár segir að í raun
hefði átt að verða mun meiri
veiði miðað við sleppingar, en
lélegt ástand í sjó taki sinn toll
og þá hafi seiðin verið misjöfn.
Rangárnar eru áhugaverðar
fyrir fluguveiðimenn. Þær eiga
forkunnarfagrar breiður, bugð-
ir og flúðir sem bjóða fluguna
vefkomna. Vatnið er mikið, en
áin friðsöm. Aðstæður hafa ver-
ið hagkvæmnar fyrir þá sem
vilja skjótast dag og dag eða
dagspart í veiði án þess að
þurfa að hreiðra um sig í dýru
veiðihúsi með þríréttuðmn
máltíðum í skyldukaupum með.
Þröstur hefur seft í Ytri ána og
þar verið nokkuð ásetið á besta
tíma, mikið af útlendingum, en
fausara við í upphafi veiðitíma
og á haustin. Þar hafa verið
mögufeikar fyrir skemmtifega
veiði hjá þeim sem leyfa and-
anum að blása í brjóst skyndi-
hugdettum. Nú hefur Þröstur
opnað laxinum Ieið ofar í ána
en fyrr og selur tiftölufega ódýrt
í tilraunaskyni. í Eystri ána hef-
ur Sælubúið á Hvolsvelh selt
leyfi í heilum og hálfum dögum.
Rangárnar hafa því boðið upp
á áhugaverðan kost fyrir veiði-
menn: von um fisk nokkkuð
góð og sveigjanleg leyfissala á
þokkalegu verði.
Þarna eru sem sagt mögu-
leikar fyrir þá sem enn eru á
stjái með stangir og vilja
skreppa, og nú er sjóbirtingur
farinn að ganga sem enn eykur
fjörið þegar laxinn leggst fastar.
Árnar eru opnar fram til 10.
október! í ánum hefur mér
reynst vel að nota straumfhig-
ur: Black Ghost stendur sig
alltaf vel, en vissulega eru þeir
flestir sem vilja nota Frances,
rauða eða svarta, og þá ekki
alltaf litla. En af sérstöku ör-
læti ætla ég að benda á flugu
sem hefur reynst mér og mín-
um allvel þarna eystra. Rauður
nobbler no. 4 hefur gefið
nokkra laxa!
Ekki er þó allt gull sem glóir
í þessum efnum frekar en öðr-
um. Verðið í árnar hefur hækk-
að nokkuð, og all verulega í
Eystri ána þar sem Sælubúið
sér um reksturinn. Hjón sem
fara um þessar mundir einn
dag í veiði í Eystri Rangá með
tvær stangir borga 28 þúsund
krónur. Raunhæf laxavon þessa
dagana: 1-3. Svæðin í ánni eru
mörg, en á hverju um sig eru
fáir veiðistaðir. E.t.v. ekki
nema einn góður. Álagið á fisk-
ana er því mikið og fábreytni
háir veiðiskapnum þegar svona
er staðið að. Við þessar að-
stæður er í raun nauðsynlegt að
veiða með góðum félaga og
varla ráðlegt að taka áhættuna
af því að lenda í svarki og
þjarki með ókunnugum sem
vilja standa einmitt þar sem
maður sjálfur er. Sælubúið býð-
ur upp á þriðju stöngina
„ókeypis“ séu keyptar tvær
saman. Þetta er áhugavert, og
lækkar verðið á hvern veiði-
mann, en miðað við skipulag
veiðanna getur verið mjög erfitt
að koma þremur stöngum við
með góðu móti.
Stefnan sem tekin hefur í
Eystri-Rangá er umdeilanleg.
Lagt hefur verið í mikinn
kostnað til að auka veiðina.
Hver lax upp úr ánni er því
mjög dýr. Stöngum fjölgar og
svæðin minnka. Verðið hækkar
stöðugt. Það aðdráttarafl sem
þessi veiði hafði minnkar því til
muna. Fróðlegt verður að sjá
hvernig markaðurinn finnur
jafnvægi. Þarna er í gangi til-
raun með veiðimarkaðinn:
„þanþol“ pyngjunnar annars
vegar og veiðiánægju hins veg-
ar prófað til hins ítrasta. Aðrar
laxveiðiár hafa flestar fundið
sinn markað, og það á við um
Ytri-Rangá að stórum hluta;
Eystri áin er á leið sem erfitt er
að sjá hvar endar. Myndu miklu
færri seiði, stærri svæði og
færri stangir með lægra verði
skila minni arðsemi? Veiði-
ánægjan þyrfti ekki að minnka,
heldur þvert á móti.
Vert er að vekja athygli
lluguveiðimanna syðra á ekki
lítilli perlu sem rennur um
grundir Eyjaljarðar: Eyjafjarð-
ará. Bleikjan gerði lítið til að
þóknast mér þar sem ég stóð á
bökkum fyrir nokkrum dögum,
en sá ég nóg til að ætla að
koma aftur að ári. Og reyna vel.
Ekki voru bara þessar sem
hristu sig af, ákveðnar og
sprækar, heldur líka fagra
sveitin og veiðilegir strengir og
hyljir. Verð leyfa er mjög hóf-
legt, en ásókn tafsverð, svo ekki
er hægt að mæta þegar manni
dettur í hug. Enn eru þó góðir
möguleikar og áin er opin til
20. september. Það sama á við
Hörgá. Einar Long í bygginga-
vörudeild KEA selur. Þetta er á
sem óþarft er að Norðlending-
ar eigi einir fyrir sig! Sunn-
lenskir fluguveiðimenn ættu
sannarlega að kanna möguleika
næsta ár, ef þeir eiga ekki leið
hjá næstu daga.
Fnjóská er opin til 11. sept-
ember, með þeirri áhugaverðu
undantekningu sem er neðsta
svæðið. Þar verður nú opið til
mánaðamóta og segja „þeir
gömlu“ að oft hafi verið dúndur
bleikjuveiði á haustin. Þetta er
kostur sem vert er að kanna og
veiðileyfin ódýr - í Veiðisporti,
Akureyri.
Þá eru ótaldir þeir frábæru
staðir sem bíða á Suð-austur-
landi. Orðrómur er á kreiki um
að sjóbirtingur sé að koma
mjög sterkur upp á ný eftir
lægð undanfarin ár. Þar brestur
greinarhöfund markverða
reynslu og verður að bæta úr
því hið bráðaðsta! Meira um
það síðar. Það er sumar enn.
VIÐ FLYTJUM í
AMAROHÚSIÐ
Opnum þriðjudaginn 9. sept.
stórglæsilega verslun í Amarohúsinu.
Lokað mánudag.
SKMtSLI^ M.H. LYNGDAL
HAFNARSTRÆTI 99 • SÍMI 462 3399