Dagur - Tíminn Akureyri - 06.09.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Akureyri - 06.09.1997, Blaðsíða 5
|Dagur-'2Imrimt Laugardagur 6. september 1997 -17 MENNING OG LISTIR 'v'-" w • s Þremur éirum áundan í skélu Andrei Ermolinskiy verður stúdent nœsta vor eins og jjölmörg önnur ung- menni. Hann hefur þó ákveðna sér- stöðu. Er ekki nema sextán ára gamall og þremur árum á undan í skóla. Hann verður því ekki nema sautján ára þegar hann byrjar í háskóla. Er ákveðinn í því að fara strax og halda áfram námi. Langar mest til Bandaríkjanna og læra tölv- unarfræði. Segist ekki vera of ungur til þess. Skrítið að flytja til ís- lands Andrei er fæddur árið 1981 í Rússlandi. Hann bjó fyrstu árin sín í Moskvu, íluttist þaðan til Úkraínu, þá tU Búdapest í Ung- verjalandi, loks til Borgarness á íslandi og núna býr hann á Akranesi. Flakkið á honum er tengt starfi föður hans sem er körfuknattleiksmaður. Andrei er sonur Alexanders Ermo- Unskiy sem í dag þjálfar og spU- ar með liði Akraness í körfu- bolta. „Pabbi minn er körfuknatt- leiksmaður og fékk samning við Skallagrím í Borgarnesi 1991. Það er þess vegna sem ég, mamma, pabbi og bróðir minn fluttum til íslands.“ Pað hlýtur að hafa verið frekar undarlegt fyrir tíu ára gamlan strák frá Austur- Evrópu að flytja tU ís- lands. „Það var svolítið skrítið fyrst. Veðurfar hér er kalt og ég hafði líka búið í stórborgum aUt mitt líf, Moskvu og Búdapest. Borgarnes er ekki stór bær eins og við vitum þannig að koma þangað voru töluverð viðbrigði. Það var frekar skrítið.“ Ellefu ára í 7. bekk Námsárangur Andrei er fram- úrskarandi og sjaldan sem heyrist af krökkum sem eru mörgum árum á undan í skóla, sérstaklega á íslandi. Hann seg- ir að honum hafi alltaf gengið vel í skóla og haft gaman af því að læra. Hafi strax farið í barnaskóla í Borgarnesi. „Ég var þar í grunnskóla. Var 11 ára og átti að fara í 5. bekk en byrjaði í 7. bekk.“ Hann segir að það sé vegna þess að mikill munur sé á grunnskólastiginu á íslandi og í Rússlandi. Kennarinn í Borgar- nesi hafi skoðað kennslubæk- urnar hans í stærðfræði og ensku og sagt að best væri fyrir hann að fara strax í 7 bekk. Hann ætti ekki heima neðar. „Þetta hefur verið fínt,“ segir Andrei. „Það er allt í lagi að vera þetta langt á undan. Það venst.“ Fjórtán ára í fram- haldsskóla Andrei var því ekki nema Ijór- tán ára þegar hann kláraði barnaskóla og hann fór strax í framhaldsskóla. „Ég er í Fjöl- braut á Akranesi. Á eftir eitt ár í stúdentinn, klára hann næsta vor.“ Þá verður hann sautján ára. Hefur því tekið framhalds- skólann á þremur árum. Þar var nefnilega sama sag- an. Kennararnir í Fjölbraut á Akranesi skoðuðu námsbæk- urnar hans og sögðu að hann gæti hoppað yfir nokkra byrjun- aráfangaáfanga. Hann fékk því 45 einingar metnar áður en hann byrjaði í framhaldsskóla. Mátti m.a. sleppa stærðfræði, ensku og eðlisfræði. Það eru reyndar uppáhaldsfögin hans. „Ég er á eðlisfræðibraut. Raun- greinar eiga vel við mig. Mér finnst þær lang skemmtilegasta sviðið.“ Sautján ára í háskóla Tölvurnar eiga hug hans allan. Hann er ákveðinn í því að læra tölvunarfræði og einbeitir sér að því þessa dagana að læra forritun og allt tengt henni. „Mig langar að gera þetta að ævistarfi. Ég finn það vel og ætla í háskólanám í þessu fagi.“ Hann ætlar sem sagt strax í háskóla næsta haust en segir bara spurninguna hvert hann fari í nám. „Mig langar helst til Bandaríkjanna. Þar fær maður góða menntun.“ Andrei er byrjaður að spá í háskólanám fyrir alvöru. „Ég er að reyna að gera það núna. Það er ekki seinna vænna. Það er hins vegar ekki svo erfitt að komast inn í háskóla í Banda- ríkjunum ef maður á 30 þúsund dollara í vasanum. Ef maður á þá ekki er þetta erfiðara." Hann ætlar að reyna að fá einhverja námsstyrki, hér á landi eða úti. „Það ætti að vera ágætur möguleiki," segir hann. „Sérstaklega þar sem ég er þetta ungur. Það er víst auð- veldara.“ Hann er tilbúinn að fara í háskólanám. Segist ekki vera of ungur. „Ég get alveg farið að læra tölvunarfræðina núna. Held að þetta verði ekkert mál fyrir mig. Það gæti hins vegar verið erfiðara að fara í eitthvað annað nám en hana.“ Honum hefur htið verið strítt eins og gjarnt er um krakka sem eru eitthvað öðruvísi. Segir þó að aðeins hafi borið á því í Fjölbrautinni þegar hann byrj- aði enda var hann lang yngstur. Félagslífið hefur setið á hakan- um að mestu leyti en hann ger- ir samt annað en að læra allan daginn. Karfan gæti hjálpað „Ég æfi körfubolta. Pabbi er leikmaður og þjálfari hér á Akranesi og ég æfi og spila með meistaraflokki. Það er mjög gaman og ég hef mikinn áhuga.“ Karfan hentar honum vel enda er Andrei nærri tveir metrar á hæð. Hann spilaði hins vegar ekki körfubolta fyrr en hann fiutti til íslands. En hann er ekki í boltanum fyrir pabba sinn þó hann neiti því ekki að hann hafi fengið hvatningu frá honum um að drífa sig í körfuna. „Hún gæti hjálpað mér upp á það að fá námsstyrki. Maður getur nefni- lega oft fengið námsstyrki út á íþróttir." Það er þess vegna sem hann ætlar að æfa vel í vetur. „Það gæti kannski hjálpað mér upp á framtíðina að standa mig vel í henni. Best að reyna.“ hbg Tölvurnar eiga allan hug Andrei. Hann er ákveðinn i því acf læra tölvunarfræði og einbeitir sér að því þessa dagana að læra forritun og allt tengt henni. „Mig langar að gera þetta að ævistarfi. Ég finn það vel og ætla í háskólanám i þessu fagi.“ Mynd: ohr. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið kl. 20 ÞRJÁR SYSTUR eftir Anton Tsjekhof Þýðing: Ingibjörg Haraidsdóttir Lýsing: Páll Ragnarsson Leikmynd og búningar: Vytautas Narbutas Tónlist: Faustas Latenas Leikstjórn: Rimas Tuminas Leikarar: Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir, Halldóra Björnsdótt- ir, Edda Arnljótsdóttir, Arnar Jónsson, Guðrún Gísladóttir, Baitasar Kormákur, Gunnar Eyj- ólfsson, Ingvar E. Sigurðsson, Hilmir Snær Guðnason, Sigurður Skúlason, Randver Þorláksson, Stefán Jónsson, Guðrún Steph- ensen, Sigurður Sigurjónsson. Frumsýning föd. 19/9 kl. 20,2. sýn. id. 20/9,3. sýn. sud. 21/9,4. sýn. fid. 25/9, 5. sýn. sud. 28/9. Sala og endurnýjun áskriftakorta er hafin. Innifalið í áskriftarkorti eru 6 sýningar. 5 sýningar á Stóra sviðinu: ÞRJÁR SYSTUR - Anton Tsjekhof GRANDAVEGUR 7 - Vigdís Grímsdóttir HAMLET - William Shakespeare ÓSKASTJARNAN- Birgir Sigurðsson KRÍTARHRINGURINN í KÁKASUS - Bertholt Brecht 1 eftirtalinna sýninga að eigin vali: LISTAVERKIÐ - Yazmina Reza KRABBASVALIRNAR - Marianne Goldman POPPKORN- Ben Elton VORKVÖLD MEÐ KRÓKÓDÍLUM - Hallgrímur H. Helgason GAMANSAMI HARMLEIKURINN - Eve Bonfati og Yves Hunstad KAFFI - Bjarni Jónsson MEIRIGAURAGANGUR - Ólafur Haukur Símonarson Almennt verð áskriftarkorta kr. 8.220,- Eldri borgarar og öryrkjar kr. 6.600,- Miðasalan er opin alla daga í september frá kl. 13-20. Einnig er tekið á móti símapönt- unum frá kl. 10 virka daga.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.