Dagur - Tíminn Akureyri - 06.09.1997, Blaðsíða 15

Dagur - Tíminn Akureyri - 06.09.1997, Blaðsíða 15
ÍDagur-CÍÍmróm Laugardagur 6. september 1997 - 27 Óskar notar hjólið bara „spari“. Tímir ekki að nota það í hvaða veðri sem er. myndir: gs Að eiga Harley er ákveðinn lífsstíll. Það krefst þess að mótorhjóladressið sé líka Harley. erum núna. Það er bara dálítið dýrt að hafa það þannig." En af hverju mótorhjól? „Sú della hefur alltaf verið til staðar. Hún er sennilega komin úr öðru lífi. Ég Lífsstíllinn krefst fórna. Það má segja það. Ég er líka alltaf að kaupa einhverja aukahluti á hjólið. Á nánast allt sem hægt er að fá á það.“ Valdir þú sjálfur litinn á það? „Já, ég gerði það. Þessi svarti og dökkrauði litur hefur alltaf höfðað til mín.“ Hvaða tegund er hjólið? „Það er Harley Davidson linhali ár- gerð 1989. Dempararnir á því eru undir hjólinu, ekki til hliðar. Mér finnst það fallegra. Það skapar betri heildarmynd." Er hluti af þessu að hafa hjólið gljá- fœgt? Óskar Þór Kristinsson á Harley Davidson mótor- hjól. Hann segir ákveðinn lífstíl fylgja því. Ekki sé sama hvernig hann sé klœddur á hjólinu. Allt þurfi að vera Harley. Sunnudagshjól Hvað þýðir að eiga Harley Davidson mótorhjól? „Það er ákveðinn lífstíll. Þú ert nátt- úrulega að borga helmingi meira fyrir hjól af þessari gerð heldur en önnur hjól. En þetta er engu líkt.“ Er þetta draumurinn? „Já, hiklaust." Hvernig er hœgt að nýta svona hjól á íslandi? „Það er eins og það er. Sumarið er stutt og oft erfitt. Ég tími ekki að nota það í hvaða veðrum sem er. Nota það „spari". En ég nýti það að vísu á annan hátt, með því að lána hjólið til sýninga og svoleiðis. Mér finnst nefnilega gaman að gleðja mín augu og annarra. Hjólið gerir það að vissu leyti. Hluti af því að eiga Harley er að stilla hjólinu upp og dást að því.“ Fimm mótorhjól og einn fornbíll Þú átt fleiri mótorhjól, er það ekki? „Jú, ég á fimm önnur og einn fornbíl. Þetta er allt svona sixtie s. Harleyinn er auðvitað frá þeim tíma líka.“ Hvaða hjól notar þú mest? „Það er 89 módel af Yamaha Racer. Ég tími miklu frekar að nota það en Harleyinn. Get notað það í öllum veðr- um.“ Standa þá einhver hjól óhreyfð hjá þér árið um kring? „Það er alltaf eitthvað um það. Þau eru samt öll á núm- Óskar hefur keypt mikið af aukahlutum á hjólið. ætlaði meira að segja að taka eingöngu mótorhjólapróf en ekkert bílpróf. En ég varð að taka bæði. Mér hefur aldrei þótt gaman að keyra bíl.“ Lífsstíll sem krefst fórna Þessu fylgja töluverð út- gjöld? „Já, en óg læt mig hafa það. Ég er á sjó og það er ekki alltaf gam- an. Gott að hafa áhugamál eins og þetta. Gleraugun þurfa að fyigja annars er „lúkkið" ekki það rétta. Að sjálfsögðu eru þau af réttri tegund. „Það er ekki gaman að þessu öðru- vísi. Það verður að vera hreint." Fá einhverjir aðrir að taka í? „Aðeins fáir útvaldir. Það eru innan við fimm sem hafa keyrt það.“ Hvað með mótorhjóladressið sjálft? „Það þýðir ekkert annað en vera í Harley dressi. Ég á jakka, stígvél, hanska, hjálm, gleraugu, belti og ýmislegt fleira. Maður verður að vera rétt klæddur á hjólinu." hbg

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.