Dagur - Tíminn Akureyri - 09.09.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 09.09.1997, Blaðsíða 1
„Ég veit að þær væntingar sem við mig eru bundnar eru háðar því að ég njóti Guðs náðar, engla verndar og stuðnings góðra manna. í biskupsstarfi vinnur enginn einungis í eigin mætti.“ Með náð Guðs og engla vernd Karl Sigurbjörns- son, prestur í Hall- grímskirkju, var um helgina kosinn nœsti biskup ís- lendinga, sextán árum eftir aðfaðir hans, Sigurbjörn Einarsson, lét af sama embœtti. ~JK ~Tú móta allir sitt starf / \/ hvert sem það er, hvernig 1. \ œtlar þú að móta þitt? „Það er fernt sem ég tel mik- ilvægt umfram annað. Þar ber fyrst að nefna endurnýjun og innri uppbyging kirkjunnar. í öðru lagi endurbætur á starfs- háttum og skipulagi í samræmi við nýjan lagaramma sem kirkj- unni hefur verið settur. Einnig að kirkjan einbeiti sér að því að styrkja og efla trúaruppeldi og síðan hef ég lagt mikla áherslu á að nýtt samtal um lífsgildi fari fram milli kirkju og þjóðar." Síðustu árin er sem þjóðin hafi fjarlœgst kirkjuna. Þú hlýt- ur að hafa áhyggjur af þeirri þróun. „Fagnaðarerindið á sér bandamann í hverju ærlegu hjarta. Þrátt fyrir allt hefur kirkjan ótrúlega sterka stöðu í þjóðlífinu og miklu sterkari en ætla mætti. Hins vegar er því ekki að leyna að afkristnun er staðreynd, stofnanir þjóðfélags- ins og siðir hafa ijarlægst kristnar rætur sínar og upp- runa. Ágengir menningar- straumar í samtíð okkar snúast að mestu leyti um að menn eigi að njóta lífsins gæða, of mikið er lagt upp úr yfirborði, en síð- ur gaumur gefinn að velferð sálarinnar. En allt það besta í menningu okkar, mannúð, mis- kunnsemi, kærleikur, samhjálp og réttlæti, er af kristnum rót- um runnið. Við lifum þar á arfi genginna kynslóða. Hættan er sú að við förum að taka þessi gildi sem sjálfgefin, og ræktum þau ekki sem skyldi í brjóstum okkar." Nú var faðir þinn einstak- lega farsœll biskup og elskaður af þjóðinni. Finnst þér ekki erf- itt að feta í fótspor hans? „Ég ber mig ekki saman við föður minn. Ég er ekki jafnoki hans að neinu viti. En ég tel mig njóta góðs af því sem ég lærði af honum og móður minni. Það er ómetanlegt vega- nesti og hefur verið mikil bless- un í mínu lífi. Ég treysti að það fylgi mér enn í þessu nýja hlut- verki.“ Nú er atburðarásin orðin eins og í Biskupasögunum gömlu, sonur fylgir í fótspor föður síns, áttu von á því að eitthvert barna þinna muni síð- ar meir gerast þjónn kirkjunn- ar? „Ég vona og bið að börnin mín verði hvert og eitt góðir liðsmenn kristinnar kirkju, hvar sem þau hasla sér völl, en hvort þau feti þessa braut finnst mér ekki svipta megin- máli. Þau hafa öll tekið virkan þátt í starfi kirkjunnar, ekkert þeirra er þó í guðfræði, en væntanlegur tengdasonur minn, Sigurður Arnarson, er prestur í Grafarvogi." Hversu mikils virði er það fyrir þig persónulega að verða biskup? „Ég hef aldrei litið á það sem sérstakt keppikefli. Ég var afar tregur til að taka þátt í biskups- kjöri. Ég gekk ekki til þess af metnaði fyrir eigin hönd, held- ur vegna þess að kirkjan kallaði mig til þess. Ég veit að þær væntingar sem við mig eru bundnar eru háðar því að ég njóti Guðs náðar, engla verndar og stuðnings góðra manna. í biskupsstarfi vinnur enginn ein- ungis í eigin mætti."

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.