Dagur - Tíminn Akureyri - 09.09.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Akureyri - 09.09.1997, Blaðsíða 7
iDctgur-SlTOtmn Þriðjudagur 9. september 1997 -19 LIFIÐ I LANDINU Það er draumur að vera með dáta Hún dansaði við dáta í „ástandinu', fluttist til Englands og hefur húið þar síðan! að urðu örlög margra ungra stúlkna í seinni heimsstyrjöldinni að falla fyrir einkennisklæddum her- mönnunum. Stella (Sigurðar- dóttir) Brown frá Vatnsdal í Vestmannaeyjum giftist bresk- um hermanni úr flughernum, John Ernest Brown, 1942. Ári seinna, í miðri heimsstyrjöld- inni, fluttust þau til Englands þar sem hún hefur búið síðan. Þrátt fyrir að hafa búið f 54 ár í öðru landi er Steila fyrst og síð- ast íslendingur. Hún hefur ávallt haldið góðum tengslum við ættingja og vini á íslandi og kemur reglulega til landsins og kaffi, pönnukökur og skonsur. Við systurnar vorum allt sum- arið í Eyjum, fram yfir þjóðhá- tíð. Já, vel á minnst. Þjóðhátíðin var ævintýri, við fórum alltaf á þjóðhátíð." í Reykjavik fór Stella í barnaskóia en síðan fór hún að vinna í ísbirninum. Þegar Einar Sigurðsson setti á stofn Hrað- frystistöð Vestmannaeyja fékk hann Stellu tii að koma tU Eyja í nokkra mánuði og til að kenna konunum handtökin við að flaka, vigta og raða í pakka. Féll fyrir breskum hermanni Faðir Stellu, Sigurður, var mik- ill tungumálamaður og vann sem verkstjóri og túlkur hjá hernum. Hann var vel mennt- aður og hafði m.a. farið tii Bandaríkjanna og talaði ensku reiprennandi. Auk þess rak hann litla kafflstofu sem Stelia og Anna unnu í um tíma. Vegna að byrja með var þetta ansi erf- itt, að vera á þessum þvælingi á milli staða og búa í húsakynn- um sem ekki voru spennandi. Maturinn var skammtaður á stríðsárunum og útgöngubann var aðallega í stórborgunum sem urðu illilega fyrir barðinu á loftárásum Þjóðverja. Við vor- um aðallega úti í sveit og urð- um því ekki mikið vör við stríð- ið í sjálfu sér. En fólk var ótta- slegið, börnin voru send úr borgunum og út í sveit,“ segir Stelia. Til þess að verða sér úti um mat þurfti Stella að fara í lang- ar biðraðir til þess að ná sér t.d. í pylsur og fisk sem ekki var skammtað. „Eftir að ég eignaðist Eddu, sjálfan íslenska lýðveldisdaginn 17. júní 1944, var enn erfiðara að fá húsnæði. í Englandi skort- ir verulega á þá þolinmæði sem einkennir íslendinga gagnvart börnum. Ég var stöðugt með Fiskur á íslenska vísu! „Óhætt er að segja að ég hafi allan þennan tíma í Englandi verið í stanslausri landkynn- ingu fyrir hönd íslendinga. Ég hef nánast verið í fullu starfi við það,“ segir Stella og hlær. „Aldrei hefur mér leiðst það því ég er svo stolt af því að vera ís- lendingur. Alltaf heyrist á ensk- íslenskum framburði mínum að ég er ekki ensk.“ Þorskastríðið og eldgosið Tvennt er Stellu mjög minnis- stætt þessa hálfu öld sem hún hefur búið í Englandi, þorska- stríðið og eldgosið. „í þorskastríðinu stóð ég sjálf í stríði við Breta ef þannig mætti að orði komast. Mér rann blóðið til skyldunnar að verja heiður íslenskra sjómanna." Stella heyrði fyrst af eldgos- inu 23. janúar 1973 í útvarps- Stella Sigurðardóttir Brown og systir hennar Anna.yt alltaf er komið við í Eyjum þar sem tvö systkini hennar af Ijór- um búa. Stella fæddist í Eyjum 31. maí 1921 og er því orðin 76 ára. „Ég á yndislegar minning- ar frá æskuárum mínum í Eyj- um. Að alast upp í Vatnsdal var hreint ævintýri. Allt snérist um búskapinn, sláttinn, beljurnar, að gefa öndun- um og tína egg- in,“ segir Stella. Árið 1928 flytur íjölskyld- an til Reykjavík- ur og þar bjó Stella þangað til hún flutti til Englands 1943. Hún kom til Eyja á hverju einasta sumri til að vinna. „Við komuna til Eyja vorum við sótt í ytri höfnina. Að heyra í fuglun- um við komuna var yndislegt, að sjá Vatnsdal þegar við sigld- um við klettsnefnið var dá- semdin ein. Afi og Gummi komu á vörubílnum, V-4, niður á bryggju til að ná í okkur. í Vatnsdal beið okkar veisla; Ég sé það betur og betur, eftir að hafa ferðast um heim- inn, hversu tignar- legir og mikil reisn er yfir Islending- um. Við erum alveg sérstakur þjóð- flokkur. “ starfs Sigurðar sem túlkur fyrir herinn, komu hermenn oft á heimili fjölskyldunnar. Ein slík heimsókn varð örlagarík. Hann kom einn góðan veðurdag, 1942, með tvo hermenn úr flug- hernum sem skömmu síðar voru orðnir tengdasynir hans. Stella og systir hennar hennar féllu fyrir þeim og fluttu með þeim til Bret- lands í miðju stríðinu, 1943. Stella flentist þar en ekki systir hennar. „Ég fór út á vængjum ástar- innar, ef það má orða það svo. Ég giftist John Ernest Brown og þar sem hann var í hernum vorum við mikið á flakldnu til að byrja með í Englandi. flugvirki en átti þann draum að verða flugmað- ur. Hins vegar var skortur á flugvirkjum í stríðinu enda krafðist starfið mikillar mennt- unar og því vildu þeir ekki leyfa honum að verða flugmaður. Til Brown var heimþrá og vildi komast heim. Ég skrifaði mikið heim, íjöl- skyldu og vinum og var í stöð- ugu sambandi við systkini mín.“ Flámælt Stella kom ekki aftur til íslands fyrr en átta árum eftir að hún flutti til Englands. Hún heim- sótti fyrst Eddu frænku sína í Reykjavík. Edda hafði á orði hversu Stella væri orðin flámælt. „Mér brá við því ég hafði lagt mikið upp úr því að halda móð- urmálinu við. Þegar ég fór að spá í þetta varð mér ljóst að e-hljóðið er svo sterkt í enskum framburði að ég hafði tapað íslenska i- hljóðinu í framburðinum. Ég ákvað að gera eitthvað í þessu því ég ætlaði mér alls ekki að tapa íslenskunni. Ég ákvað í framhaldi af þessu að tala enskt e með íslenskum i-framburði. Auk þess breytti ég framburði mínum á w, ég notaði V í stað- inn. Ég talaði því ensku með ís- lenskum framburði af ásettu ráði! Ég er sannfærð um að þetta var lykillinn að því hversu ágætlega mér hefur gengið að halda íslenskunni við þessi 54 ár sem ég hef búið í Englandi." fréttum í morgunsárið. í frétt- unum var sagt frá því að eldgos væri hafið í Vestmannaeyjum og eyjan hefði klofnað í tvennt. „Ég fékk áfall og neitaði að trúa því að þetta væri svona slæmt. Ekkert var minnst á mannskaða. Ég var ekki með síma og sendi skeyti til Eddu í Reykjavík. Ég beið á milli vonar og ótta en nokkrum tímum síð- ar kom skeyti frá Eddu þar sem sagði að allt okkar fólk væri komið til Reykjavíkur og allir heilir á húfi. Éyjan mín hefði ekki klofnað í tvennt og allir bæjarbúar hefðu bjargast. Ég fór eins Iljótt og auðið var til Eyja. Ég get varla lýst því hversu hörmulegt var að koma hingað sumarið 73 eftir elds- umbrotin. Allur austurbærinn var farinn undir hraun, Vatns- dalur og æskustöðvarnar, allt sem mér þótti svo vænt um. Það var eins og hluti af mér hefði dáið þá. Bærinn var nánast tómur. - En ég hugsaði með mér, Heimaklettur og Dalfjallið standa enn, og þá tók ég gleði mína á ný. Ég dáðist að því hve Vestmannaeyingar voru dugleg- ir og tóku hamförunum og eyði- leggingunni með mikilli still- ingu. Ég sé það betur og betur, eftir að hafa ferðast um heim- inn, hversu tignarlegir og mikil reisn er yfir íslendingum. Við erum alveg sérstakur þjóðflokk- ur,“ segir Stella. Heldur góðu sambandi við heimaslóðirnar „Við hjónin búum í Shrewsbury, við landamæri Wales og okkur líður vel. Við búum í snotru húsi með fallegum garði. Edda, dóttir okkar, er forstöðukona elliheimilis. Hins vegar finnst mér ástandið almennt í Bret- landi ekki vera gott. Stétta- skiptingin hefur að mínu mati aldrei verið meiri. Og nú er Dí- ana prinsessa látin.“ Stella seg- ir að hún skipi alveg sérstakan sess í hjörtu Breta og hafi alla tíð átt samúð þjóðarinnar. Þegar rætt er við Stellu hefur maður það einhvern veginn á tilfinningunni að hún hafi bara sisvona skroppið til Englands en sé nú komin heim. Þ J ÓÐLEIKHÚ SIÐ Stóra sviðið kl. 20 ÞRJÁR SYSTUR Anton Tsjekhof Frumsýning föd. 19/9 kl. 20, 2. sýn. Id. 20/9 nokkur sæti laus, 3. sýn. sud. 21/9 nokkur sæti laus, 4. sýn. fid. 25/9 nokkur sæti laus, 5. sýn. sud. 28/9 nokkur sæti laus. FIÐLARINN Á ÞAKINU Bock/Stein/Harnick Föd. 26/9, Id. 27/9 Litla sviðið kl. 20.30 LISTAVERKIÐ Yasmina Reza Föd. 26/9, Id. 27/9 Sala og endurnýjun áskrifta- korta er hafin. Innifalið í áskriftarkorti eru 6 sýningar. 5 sýningar á Stóra sviðinu: ÞRJÁR SYSTUR - GRANDA- VEGUR7- HAMLET - ÓSKA- STJARNAN - KRÍTAR- HRINGURINN í KÁKASUS - 1 eftirtalinna sýninga að eigin vali: LISTAVERKIÐ - KRABBASVALIRNAR - POPPKORN-VORKVÖLD MEÐ KRÓKÓDÍLUM - GAMANSAMI HARMLEIK- URINN - KAFFI - MEIRI GAURAGANGUR Almennt verð áskriftarkorta kr. 8.220,- Eldri borgarar og öryrkjar kr. 6.600,- Miðasalan er opin alla daga í september frá kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.