Dagur - Tíminn Akureyri - 12.09.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 12.09.1997, Blaðsíða 3
ílctgmÆtmmn Föstudagur 12. september 1997 - 3 F R E T T I R Noregur Útgerð og skipstjóri sektuð Útgerð og skipstjóri Sigurðar dæmd til hárra sekta í héraðs- dómi. Dómnum verð- ur áfrýjað. Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra segir að dómurinn yfir skipstjóra og útgerð Sigurðar VE í Noregi komi sér á óvart. „Ég átti nú von á því að það væri einhvers virði sem færi á milli íslenskra og norskra sjávarútvegsyfir- valda. Ég tel að þau samskipti sem hafa verið vegna þessara veiða hafi ekki verið pappírsins virði. Það sem er athyglisvert er að fasti dómarinn virðist taka mark á því, en meðdómendurn- ir ekki. Það er mjög óvenjulegt í jafn alvarlegu máli og þessu,“ segir Halldór. ' Ósamhljóða dómur Dómurinn féll í Noregi í gær í máli Sigurðar VE, sem dreginn var til hafnar í Noregi og skip- stjóri hans og útgerð sökuð um að hafa vanrækt að gefa upp síldarafla sem fékkst við Jan Mayen. Dómurinn dæmdi skip- stjórann Kristbjörn Árnason og útgerð Sigurðar VE til að greiða á fimmtu milljón íslenskra króna í sektir. Aðaldómari málsins vildi sýkna útgerð skipsins, en meðdómendur hans, fyrrverandi skipstjóri og hafnarstjórinn í Bodö, fundu út- gerðina seka. Málið olli á sínum tíma miklu fjaðrafoki og varð tilefni skoðanaskipta ráða- manna íslands og Noregs. Halldór gagnrýnir Halldór Ásgrímsson segir dóm- inn ekki hafa nein sérstök áhrif á samskipti fslendinga og Norð- manna. Hann telur málatilbún- aðinn frá upphafi hafa verið út í hött. Hann segir dóminn sýna að mikil þörf só á því að menn komi saman og fari yfir þessar reglur því menn verði að geta treyst bréfum sem komi frá ^ norskum sjávarútvegsyfirvöld- um, því annars séu íslensk skip í norskri lögsögu í bráðri hættu. Friðrik J. Arngrímsson, lög- maður útgerðarinnar segir að dómnum verði áfrýjað. Hann segir að álit fastadómarans um að sýkna útgerðina styrkti menn í þeirri trú að málið ynnist ef áfrýjað yrði. Hann sagðist furða sig á dómnum öllum, skipstjór- inn hefði farið að reglum Fiski- stofu íslands. Hann sagði að öll gögn í málinu sýndu að það að faxið sem sent var til norskra yfirvalda hafi ekki borist þeim hafi verið óhapp, en hvorki van- ræksla né ásetningur. HH Lyfjakostnaöur Lyfjakostnaður virðist nú loks hættur að æða fram úr öllum áætl- unum Tryggingastofnunar og um leið lækka hjá almenningi. Bönd á lyijakostnað Lyfjaverð lækkar og lyfjakostnaður TVygginga- stofnunar hækkar aðeins um 1,8%. Lyijaverð hefur lækkað á þessu ári samkvæmt mælingum Hagstof- unnar. Lyíjakostnaður Tryggingastofnunar ríkisins var aðeins 1,8% hærri á fyrri helmingi þessa árs en í fyrra og síðustu þrír mán- uðir hafa m.a.s. ekki sýnt neina hækkun í krónum tal- ið. „Ég held að það hljóti að teljast mjög góður árangur ef það tekst að halda þess- um kostnaði nokkurn veg- inn óbreyttum milli ára, eins og áætlað var,“ sagði Eggert Sigfússon í heilbrigð- isráðuneytinu. Um langt árabil hefur reynst erfitt að temja þennan útgjaldalið og algengt að hann hafi farið 10-15% fram úr áætlunum. Aukinn afsláttur apótek- anna á hluta sjúklingsins bendir til að lyijakostnaður almennings hafi jafnvel lækkað milli ára, þótt tölur þar um liggi enn ekki fyrir. Sala geðlyija heldur áfram að aukast töluvert, og er orðin um Qórðungur allr- ar lyijasölu. Þar á móti minnkar sala á magasára- lyfjum og sýklalyfjum. - HEI nwitintmfii Halldór Ásgrímsson ^ utanríkisráðherra: „Ég tel að þau samskipti sem hafa verið vegna þessara veiða hafi ekki verið pappírsins virði.“ Sígarettur Marlboro inn um bakdyrnar Marlboromaðurinn er kominn til íslands - bakdyramegin á undan reynslu- tíma. 40 krabbameinsvaldandi efni meðferðis. Marlboro er komið á markað á ný með sér- pöntun Íslensk-Amer- íska. Tóbaksvarna- nefnd er ekki hrifin af uppátækinu. 5.000 karton af sígarettu- tegundinni Marlboro eru komin á markað og seljast nú í Hagkaupsversiunum. Teg- undin kemur bakdyramegin á markaðinn, með svokallaðri sérpöntun, en ekki er heimilt að flytja inn nýjar tegundir nema með sérstöku leyfi og þá til reynslu. Reynslutímabil Marl- boro hefði fyrst getað hafist um áramótin, en umboðsaðilinn ís- lensk-Amerfska hefur brúað bilið með því að sérpanta vör- una með blessun stjórnar ÁTVR. Þorgrímur Þráinsson, framkvæmdastjóri Tóbaks- varnanefndar, sagðist hafa frétt af þessu og fengið málið, en vildl að öðru leyti lítt tjá sig að svo stöddu. „En þetta eru engin gleðitíðindi. Nýjar tegundir þýð- ir eingöngu nýir neytendur, því kannanir sýna að aðeins 3% reykingamanna skipta um teg- und. Það sýnir fáránleikann í dæminu að á sama tíma og sala á Pistasio-hnetum er stöðvuð vegna möguleika á krabba- meinsvaldandi efni, þá á að flytja inn nýja vörutegund með 40 krabbameinsvaldandi efn- um,“ sagði Þorgrímur. Ilöskuld- ur Jónsson, forstjóri ÁTVR, seg- ir: „Varan er tilkomin vegna sérpöntunar og er ekki á sölu- skrá okkar,“ hann vildi ekki tjá sig um magnið. Samkvæmt heimildum blaðs- ins var beðið um að fá sérpönt- un upp á 21.000 karton (tvo gáma), en stjórn ÁTVR féllst á 5.000 karton. fþg R-listinn Hert að konum? Guðný Guðbjörns- dóttir segir að sam- starfsflokkarnir vilji fækka kvennalistak- konum á R-listanum. Við verðum varar við að verið er að herða að okk- ur um að gefa eftir eitt sæti á R- listanum," sagði Guð- ný Guðbjörnsdóttir, þingkona Kvennalistans. Ilún á sæti í samráði R-listans, sem fer með framboðsmál hans. Kvennalistinn á nú þrjá borgarfulltrúa þegar Ingbjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri er talin með. Kvennalistakonur segja það ekki réttlátt að telja hana með borgarfulltrúum Kvennalistans vegna þess að hún sé sameiningartákn listans í heild. Alþýðuflokkurinn á bara einn borgarfulltrúa og segja kratar að samkvæmt fylgi flokkanna beri þeim að fá einn fulltrúa í viðbót. Frá Kvennalistanum. „Enda þótt það sé samráðið sem á að svara þessu þá get ég sagt mína skoðun á málinu. Ég tel að miðað við hvernig fylgi flokkanna er nú beri Alþýðu- flokknum að fá einum borgar- fulltrúa fleira en nú er og þá á kostnað Kvennalistans," segir Pétur Jónsson, borgarfulltrúi krata. Sigrún Magnúsdóttir, fulltrúi Framsóknarfiokksins, hefur sagt opinberlega að hún telji það réttlætismál að kratar fái einn fulltrúa á kostnað Kvennalistans. Þetta mál er til umræðu í samráði R-listans þessa dagana.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.